Sainz á ráspól í Breska kappakstrinum Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 15:05 Carlos Sainz á fleygiferð í rigningunni Getty Images Silverstone brautin var blaut þegar tímatakan fyrir Breska kappaksturinn fór fram fyrr í dag. Það hafði vissulega áhrif en það var Carlos Sainz á Ferrari bílnum sem náði ráspólnum í kappakstrinum sem fram fer á morgun. Rigningin hafði þau áhrif meðal annars að Max Verstappen hringsneri bíl sínum á fyrsta hring í tímatöku númer þrjú í dag en hann náði þó að klára hringinn og halda áfram. Valtteri Bottas hjá Alfa Romeo og Sebastian Vettel hjá Aston Martin duttu út í fyrstu tveimur tímatökum dagsins og byrja í 12. og 18. í kappakstrinum á morgun. Ökumenn áttu í smá vandræðum í síðustu tímatökunni en fundu taktinn þegar leið á og tímarnir urðu hraðari og hraðari eftir því sem menn náðu fleiri hringjum. Max Verstappen á Red Bull bílnum náði besta tímanum þegar þriðja tímatakan var u.þ.b. hálfnuð en Leclerc á Ferrari náði að skáka honum í nokkrar sekúndur áður en Verstappen mætti aftur til að ná besta hringnum þegar um mínúta var eftir af tímatökunni og flestir fóru á síðasta hringinn. Úr varð að Leclerc sneri bílnum sínum og náði ekki að bæta sig en það gerði Carlo Sainz liðsfélagi Leclerc og náði í ráspólinn fyrir Breska kappaksturinn og er það í fyrsta sinn sem Spánverjinn nær í ráspól. Annar verður Max Verstappen og Charles Leclerc í því þriðja. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti í fimmta sæti. Formúla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Rigningin hafði þau áhrif meðal annars að Max Verstappen hringsneri bíl sínum á fyrsta hring í tímatöku númer þrjú í dag en hann náði þó að klára hringinn og halda áfram. Valtteri Bottas hjá Alfa Romeo og Sebastian Vettel hjá Aston Martin duttu út í fyrstu tveimur tímatökum dagsins og byrja í 12. og 18. í kappakstrinum á morgun. Ökumenn áttu í smá vandræðum í síðustu tímatökunni en fundu taktinn þegar leið á og tímarnir urðu hraðari og hraðari eftir því sem menn náðu fleiri hringjum. Max Verstappen á Red Bull bílnum náði besta tímanum þegar þriðja tímatakan var u.þ.b. hálfnuð en Leclerc á Ferrari náði að skáka honum í nokkrar sekúndur áður en Verstappen mætti aftur til að ná besta hringnum þegar um mínúta var eftir af tímatökunni og flestir fóru á síðasta hringinn. Úr varð að Leclerc sneri bílnum sínum og náði ekki að bæta sig en það gerði Carlo Sainz liðsfélagi Leclerc og náði í ráspólinn fyrir Breska kappaksturinn og er það í fyrsta sinn sem Spánverjinn nær í ráspól. Annar verður Max Verstappen og Charles Leclerc í því þriðja. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti í fimmta sæti.
Formúla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira