Heimir um markmannsstöðuna: Það má ekki nota orðið samkeppni í dag Árni Gísli Magnússon skrifar 4. júlí 2022 20:55 Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét KA og Valur skildu jöfn, 1-1, á Greifavellinum á Akureyri nú í kvöld. Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, fannst jafntefli vera sanngjörn niðurstaða . „Mér fannst við fínir á köflum í þessum leik, vorum með góð tök á honum, komumst að mínu mati sanngjarnt yfir og voru forsendur fyrir því að sigla þessu heim en svo gerum við mistök sem verður þess valdandi að við missum mann út af og KA liðið er gríðarlega sterkt og við þurftum að bakka til baka og þeir sköpuðu sér færi og í endann þá held ég að við getum alveg þakkað fyrir þetta stig, erfiður útivöllur og við verðum að taka það og halda áfram.” Guðmundur Andri Tryggvason fékk að líta rauða spjaldið á 68. mínútu þegar hann slæmdi hendi í andlitið á Kristijan Jajalo, markmanni KA, og telur Heimir að það hafi verið rétt en hann var þó ekki sáttur við dómgæsluna heilt yfir í leiknum. „Ég held að þetta hafi verið réttur dómur þaðan sem ég stóð, ég held að hann hafi slæmt hendinni í hann, viljandi eða óviljandi, ég veit það ekki en Elli (Erlendur Eiríksson dómari) var vel staðsettur og bara í engum vafa þannig ég treysti honum í því en mér fannst hann reyndar í leiknum dæma þannig að eins og bara þegar Sigurður Egill var að komast upp vænginn og Dusan missir hann og grípur um andlitið á sér og hann dæmir aukaspynu, mér fannst svona atriði sem að voru ekki að falla með okkur.” „Já nokkurnveginn, komum og pressuðum í byrjum og fengum eitt, tvö góð færi, áttum skalla í slá frá Hólmari og KA liðið er mjög vel skipulagt og góðir í skyndisóknum með Ásgeir og Elfar frammi þannig að þú þarft að vera klókur í varnarleiknum og mér fannst við gera það og eins og ég segi þurfum við bara að halda áfram”, bætti Heimir við aðspurður hvort leikurinn hafi spilast eins og hann bjóst við. Frederik Schram er genginn til liðs við Val á láni út tímabilið en hann byrjaði á bekknum í dag og Guy Smit stóð á milli stanganna. Er Frederik Schram mættur til þess að veita Guy Smit beina samkeppni? „Já auðvitað, en það er alltaf þannig í dag að það má ekki nota orðið samkeppni en það er samkeppni. Það næst aldrei árangur að mínu mati án þess að það sé samkeppni.” Eru einhverjar vendingar á leikmannamarkaðnum hjá Val um þessar mundir? „Nei ekki eins og staðan er í dag, ég viðurkenni það, við náttúrulega misstum Almarr og við erum að skoða leikmannamarkaðinn en hann er erfiður núna, það er ekkert að gerast.” Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA-Valur 1-1 | KA og Valur skiptu stigunum á milli sín KA og Valur fengu eitt stig hvort er liðin gerði 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið hefðu nálgast toppbaráttuna með sigri, en liðin þurfa að gera sér jafntefli að góðu. 4. júlí 2022 19:52 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
„Mér fannst við fínir á köflum í þessum leik, vorum með góð tök á honum, komumst að mínu mati sanngjarnt yfir og voru forsendur fyrir því að sigla þessu heim en svo gerum við mistök sem verður þess valdandi að við missum mann út af og KA liðið er gríðarlega sterkt og við þurftum að bakka til baka og þeir sköpuðu sér færi og í endann þá held ég að við getum alveg þakkað fyrir þetta stig, erfiður útivöllur og við verðum að taka það og halda áfram.” Guðmundur Andri Tryggvason fékk að líta rauða spjaldið á 68. mínútu þegar hann slæmdi hendi í andlitið á Kristijan Jajalo, markmanni KA, og telur Heimir að það hafi verið rétt en hann var þó ekki sáttur við dómgæsluna heilt yfir í leiknum. „Ég held að þetta hafi verið réttur dómur þaðan sem ég stóð, ég held að hann hafi slæmt hendinni í hann, viljandi eða óviljandi, ég veit það ekki en Elli (Erlendur Eiríksson dómari) var vel staðsettur og bara í engum vafa þannig ég treysti honum í því en mér fannst hann reyndar í leiknum dæma þannig að eins og bara þegar Sigurður Egill var að komast upp vænginn og Dusan missir hann og grípur um andlitið á sér og hann dæmir aukaspynu, mér fannst svona atriði sem að voru ekki að falla með okkur.” „Já nokkurnveginn, komum og pressuðum í byrjum og fengum eitt, tvö góð færi, áttum skalla í slá frá Hólmari og KA liðið er mjög vel skipulagt og góðir í skyndisóknum með Ásgeir og Elfar frammi þannig að þú þarft að vera klókur í varnarleiknum og mér fannst við gera það og eins og ég segi þurfum við bara að halda áfram”, bætti Heimir við aðspurður hvort leikurinn hafi spilast eins og hann bjóst við. Frederik Schram er genginn til liðs við Val á láni út tímabilið en hann byrjaði á bekknum í dag og Guy Smit stóð á milli stanganna. Er Frederik Schram mættur til þess að veita Guy Smit beina samkeppni? „Já auðvitað, en það er alltaf þannig í dag að það má ekki nota orðið samkeppni en það er samkeppni. Það næst aldrei árangur að mínu mati án þess að það sé samkeppni.” Eru einhverjar vendingar á leikmannamarkaðnum hjá Val um þessar mundir? „Nei ekki eins og staðan er í dag, ég viðurkenni það, við náttúrulega misstum Almarr og við erum að skoða leikmannamarkaðinn en hann er erfiður núna, það er ekkert að gerast.”
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA-Valur 1-1 | KA og Valur skiptu stigunum á milli sín KA og Valur fengu eitt stig hvort er liðin gerði 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið hefðu nálgast toppbaráttuna með sigri, en liðin þurfa að gera sér jafntefli að góðu. 4. júlí 2022 19:52 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Leik lokið: KA-Valur 1-1 | KA og Valur skiptu stigunum á milli sín KA og Valur fengu eitt stig hvort er liðin gerði 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið hefðu nálgast toppbaráttuna með sigri, en liðin þurfa að gera sér jafntefli að góðu. 4. júlí 2022 19:52