Ronaldo kominn í ótímabundið leyfi og efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 07:30 Gæti Ronaldo spilað í bláu á komandi leiktíð? Robbie Jay Barratt/Getty Images Það verður sjaldan sagt að það ríki lognmolla í kringum portúgalska framherjann Cristiano Ronaldo. Hann mætti ekki til æfinga hjá Manchester United í gær, er efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea og er kominn í ótímabundið leyfi. Hinn 37 ára gamli Ronaldo var einn af fáum ljósum punktum í annars slöku liði Manchester United á síðustu leiktíð. Mikið gekk á innan vallar sem utan en endurkoma Ronaldo til Manchester var ljósið í myrkrinu fyrir stuðningsfólk félagsins, sumt þeirra allavega. Ronaldo átti að snúa til baka úr sumarfríi í gær en skömmu áður hafði hann látið þau orð falla að hann væri ósáttur með stöðuna á leikmannahópi liðsins og fannst eins og félagið væri ekki að leggja nægilega mikinn metnað í að sækja nýja leikmenn. Í kjölfarið fóru þeir orðrómar á kreik að Ronaldo vildi fara frá félaginu en eigendur Man United eru ekki á þeim buxunum að selja sína skærustu stjörnu. Portúgalinn fær hins vegar oftar nær það sem hann vill. Eftir að Man United gaf út yfirlýsingu þess efnis að Ronaldo væri ekki á æfingu liðsins á mánudag vegna „fjölskylduaðstæðna“ sást hann á æfingasvæði portúgalska landsliðsins í Portúgal. Skömmu síðar gaf vinnuveitandi hans út þá yfirlýsingu að Ronaldo væri kominn í ótímabundið leyfi. Cristiano Ronaldo not expected to attend Man Utd pre-season training for second consecutive day, citing family reasons. Currently unclear if/when 37yo will return. #MUFC head on tour to Thailand + Australia on Friday. With @lauriewhitwell @TheAthleticUK https://t.co/QqP4BPpFvD— David Ornstein (@David_Ornstein) July 5, 2022 Man United er ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og það er svo gott sem vitað að Ronaldo elskar ekki aðeins að spila í keppninni, hann elskar eigin tölfræði í keppninni. Alls hefur Ronaldo spilað 183 leiki i Meistaradeild Evrópu, skorað 140 mörk og lagt upp 48 til viðbótar. Þá hefur hann unnið keppnina fimm sinnum. Sem stendur eru fá lið sem hafa efni á launapakka Ronaldo en hann er talinn vera með rúma hálfa milljón punda í vikulaun hjá Man Utd. Chelsea er hins vegar eitt þeirra liða sem gæti borgað þann launapakka og þá skemmir ekki fyrir að Todd Boehly, nýr eigandi félagsins, er mikill aðdáandi Ronaldo. Stóra spurningin er hvort Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, vilji 37 ára gamla ofurstjörnu í framlínu sína. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Ronaldo var einn af fáum ljósum punktum í annars slöku liði Manchester United á síðustu leiktíð. Mikið gekk á innan vallar sem utan en endurkoma Ronaldo til Manchester var ljósið í myrkrinu fyrir stuðningsfólk félagsins, sumt þeirra allavega. Ronaldo átti að snúa til baka úr sumarfríi í gær en skömmu áður hafði hann látið þau orð falla að hann væri ósáttur með stöðuna á leikmannahópi liðsins og fannst eins og félagið væri ekki að leggja nægilega mikinn metnað í að sækja nýja leikmenn. Í kjölfarið fóru þeir orðrómar á kreik að Ronaldo vildi fara frá félaginu en eigendur Man United eru ekki á þeim buxunum að selja sína skærustu stjörnu. Portúgalinn fær hins vegar oftar nær það sem hann vill. Eftir að Man United gaf út yfirlýsingu þess efnis að Ronaldo væri ekki á æfingu liðsins á mánudag vegna „fjölskylduaðstæðna“ sást hann á æfingasvæði portúgalska landsliðsins í Portúgal. Skömmu síðar gaf vinnuveitandi hans út þá yfirlýsingu að Ronaldo væri kominn í ótímabundið leyfi. Cristiano Ronaldo not expected to attend Man Utd pre-season training for second consecutive day, citing family reasons. Currently unclear if/when 37yo will return. #MUFC head on tour to Thailand + Australia on Friday. With @lauriewhitwell @TheAthleticUK https://t.co/QqP4BPpFvD— David Ornstein (@David_Ornstein) July 5, 2022 Man United er ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og það er svo gott sem vitað að Ronaldo elskar ekki aðeins að spila í keppninni, hann elskar eigin tölfræði í keppninni. Alls hefur Ronaldo spilað 183 leiki i Meistaradeild Evrópu, skorað 140 mörk og lagt upp 48 til viðbótar. Þá hefur hann unnið keppnina fimm sinnum. Sem stendur eru fá lið sem hafa efni á launapakka Ronaldo en hann er talinn vera með rúma hálfa milljón punda í vikulaun hjá Man Utd. Chelsea er hins vegar eitt þeirra liða sem gæti borgað þann launapakka og þá skemmir ekki fyrir að Todd Boehly, nýr eigandi félagsins, er mikill aðdáandi Ronaldo. Stóra spurningin er hvort Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, vilji 37 ára gamla ofurstjörnu í framlínu sína.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira