Enginn skilinn eftir Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2022 13:30 Natka Klimowicz skipuleggjandi fjáröflunarinnar og viðburðarins no h00man left behind. Pola Maria Viðburðurinn og fjáröflunin no h00man left behind fer fram á morgun í Post-húsinu að Skeljanesi 21 en fjölbreyttur hópur tónlistarfólks kemur þar fram í nafni mannréttinda. Natka Klimowicz er einn af skipuleggjendum viðburðarins en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þeim málefnum sem þessi fjáröflun er að leggja áherslu á. „No h00man left behind er fjáröflun og tilgangur hennar er að styðja við LGBTQ+ flóttamenn frá Úkraínu sem koma til Póllands til að leita skjóls. Fjárhæðin sem safnast á morgun rennur beint til samtakanna Kampania Przeciw Homofobii eða KPH (Herferð gegn Hómófóbíu) en þau eru ein stærstu óríkisreknu hinsegin réttindabaráttu-samtök Póllands. Samtökin hafa verið starfrækt í yfir 20 ár, sett af stað farsælar herferðir í nafni réttindabaráttunnar og verið með fræðslu ásamt því að bjóða fórnarlömbum fordóma og misréttis sökum kynvitundar og kynhneigðar upp á sálfræði- og lögfræðiþjónustu. KPH hefur nú búið til sjóðinn Rainbow Beyond Borders sem einblínir á úkraínska flóttamenn og auðveldar þetta einnig minni samtökum að leggja lið,“ segir Natka. Opið öllum Viðburðurinn verður sem áður segir haldinn í Post-húsinu sem samkvæmt Natku er sjálfstætt tónlistarrými fyrir alla aldurshópa. Post-húsið er rekið af Post-dreifingu. Nafn viðburðarins, no h00man left behind, er eins konar gagnrýni á fordómafull ummæli pólska stjórnmálamannsins Jacek Zalek, sem sagði eitt sinn að LGBT væri hugmyndafræði en ekki alvöru mannfólk. Tónleikagestir geta lagt lið með því að styrkja og stungið er upp á 2000 krónum á hvern gest. Hinsvegar verður engum vísað frá og hver og einn má greiða það sem hann vill. Post-húsið er með reglur um öruggt rými sem þýðir að allir eru velkomnir og jafnir en hver og einn á að vera meðvitaður um sína hegðun. Plakatið fyrir viðburðinn.Natka Klimowicz Mikilvægur stuðningur Aðspurð hvernig hugmyndin að viðburðinum kviknaði segist Natka stöðugt vera að hugsa hvernig hún geti lagt lið. „Ég hannaði plakat fyrir fjáröflunina á Prikinu sem var skipulögð örfáum dögum eftir að stríðið hófst, hjálpaði til við fjáröflun í Andrými, seldi prent eftir mig og styrkti góðgerðafélög til þessa málefnis en mér fannst ég samt alltaf geta gert meira. Það að fylgjast úr fjarlægð með fólki að brenna út við að hjálpa við landamærin sem býður fólki að gista hjá sér en fær samt sem áður ekki nægilega aðstoð frá ríkinu og að sjá þreytuna og vonleysið, það brýtur í manni hjartað og er mjög erfitt að sætta sig við.“ Í kjölfar frétta frá Póllandi ákvað hún að skipuleggja þennan viðburð. „Ég ákvað að safna pening fyrir pólsk samtök sem sérhæfa sig í réttindabaráttu hinsegin fólks eftir að virkilega hómófóbískar fréttir frá Póllandi voru stöðugt að streyma inn. Anti LGBT áróðurinn sem kemur frá pólskum yfirvöldum er viðbjóðslegur og því miður eru fleiri en maður þorir að viðurkenna sem fylgja þessum söguþræði og trúa því að hinsegin fólk sé ógn við hefðbundnum gildum. Ég áttaði mig líka á því að LGBTQ+ samfélagið í Úkraínu er að koma inn til Póllands þar sem hinsegin fólk er ekki velkomið og því þótti mér mikilvægt að leggja áherslu á að styðja við þau.“ Íslenski teknótónlistarmaðurinn Bjarki er meðal þeirra sem koma fram: Drauma dagskrá Hún segir að þetta framtak hafi verið í vinnslu í dágóðan tíma. „Alvöru vinnan hófst fyrir rúmum mánuði síðan. Ég er listamaður sem sérhæfi mig í pósterum og er því tengd Post-húsinu. Ég þekki svo mikið af gífurlega góðum listamönnum og ég hef sterka réttlætiskennd og því vorum við með allt sem þurfti til að framkvæma viðburðinn, það þurfti bara að setja allt saman. 9. júlí er líka afmælisdagurinn minn þannig að mér fannst ég geta nýtt hvatninguna við að skipuleggja eitthvað fyrir sjálfa mig til að gera eitthvað fyrir aðra í staðinn. Ég var með mjög ákveðna hugmynd um dagskrána, ég vildi hafa hana dimma, ákafa og fallega þannig að hún endurspegli þessa viðsjárverðu tíma. Ég trúi því varla að allir þessir frábæru listamenn hafi samþykkt að koma fram. Þetta er algjör drauma dagskrá,“ segir Natka að lokum. Viðburðurinn klukkan 16:00 á morgun. Nánari upplýsingar má finna hér. Myndlist Menning Mannréttindi Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„No h00man left behind er fjáröflun og tilgangur hennar er að styðja við LGBTQ+ flóttamenn frá Úkraínu sem koma til Póllands til að leita skjóls. Fjárhæðin sem safnast á morgun rennur beint til samtakanna Kampania Przeciw Homofobii eða KPH (Herferð gegn Hómófóbíu) en þau eru ein stærstu óríkisreknu hinsegin réttindabaráttu-samtök Póllands. Samtökin hafa verið starfrækt í yfir 20 ár, sett af stað farsælar herferðir í nafni réttindabaráttunnar og verið með fræðslu ásamt því að bjóða fórnarlömbum fordóma og misréttis sökum kynvitundar og kynhneigðar upp á sálfræði- og lögfræðiþjónustu. KPH hefur nú búið til sjóðinn Rainbow Beyond Borders sem einblínir á úkraínska flóttamenn og auðveldar þetta einnig minni samtökum að leggja lið,“ segir Natka. Opið öllum Viðburðurinn verður sem áður segir haldinn í Post-húsinu sem samkvæmt Natku er sjálfstætt tónlistarrými fyrir alla aldurshópa. Post-húsið er rekið af Post-dreifingu. Nafn viðburðarins, no h00man left behind, er eins konar gagnrýni á fordómafull ummæli pólska stjórnmálamannsins Jacek Zalek, sem sagði eitt sinn að LGBT væri hugmyndafræði en ekki alvöru mannfólk. Tónleikagestir geta lagt lið með því að styrkja og stungið er upp á 2000 krónum á hvern gest. Hinsvegar verður engum vísað frá og hver og einn má greiða það sem hann vill. Post-húsið er með reglur um öruggt rými sem þýðir að allir eru velkomnir og jafnir en hver og einn á að vera meðvitaður um sína hegðun. Plakatið fyrir viðburðinn.Natka Klimowicz Mikilvægur stuðningur Aðspurð hvernig hugmyndin að viðburðinum kviknaði segist Natka stöðugt vera að hugsa hvernig hún geti lagt lið. „Ég hannaði plakat fyrir fjáröflunina á Prikinu sem var skipulögð örfáum dögum eftir að stríðið hófst, hjálpaði til við fjáröflun í Andrými, seldi prent eftir mig og styrkti góðgerðafélög til þessa málefnis en mér fannst ég samt alltaf geta gert meira. Það að fylgjast úr fjarlægð með fólki að brenna út við að hjálpa við landamærin sem býður fólki að gista hjá sér en fær samt sem áður ekki nægilega aðstoð frá ríkinu og að sjá þreytuna og vonleysið, það brýtur í manni hjartað og er mjög erfitt að sætta sig við.“ Í kjölfar frétta frá Póllandi ákvað hún að skipuleggja þennan viðburð. „Ég ákvað að safna pening fyrir pólsk samtök sem sérhæfa sig í réttindabaráttu hinsegin fólks eftir að virkilega hómófóbískar fréttir frá Póllandi voru stöðugt að streyma inn. Anti LGBT áróðurinn sem kemur frá pólskum yfirvöldum er viðbjóðslegur og því miður eru fleiri en maður þorir að viðurkenna sem fylgja þessum söguþræði og trúa því að hinsegin fólk sé ógn við hefðbundnum gildum. Ég áttaði mig líka á því að LGBTQ+ samfélagið í Úkraínu er að koma inn til Póllands þar sem hinsegin fólk er ekki velkomið og því þótti mér mikilvægt að leggja áherslu á að styðja við þau.“ Íslenski teknótónlistarmaðurinn Bjarki er meðal þeirra sem koma fram: Drauma dagskrá Hún segir að þetta framtak hafi verið í vinnslu í dágóðan tíma. „Alvöru vinnan hófst fyrir rúmum mánuði síðan. Ég er listamaður sem sérhæfi mig í pósterum og er því tengd Post-húsinu. Ég þekki svo mikið af gífurlega góðum listamönnum og ég hef sterka réttlætiskennd og því vorum við með allt sem þurfti til að framkvæma viðburðinn, það þurfti bara að setja allt saman. 9. júlí er líka afmælisdagurinn minn þannig að mér fannst ég geta nýtt hvatninguna við að skipuleggja eitthvað fyrir sjálfa mig til að gera eitthvað fyrir aðra í staðinn. Ég var með mjög ákveðna hugmynd um dagskrána, ég vildi hafa hana dimma, ákafa og fallega þannig að hún endurspegli þessa viðsjárverðu tíma. Ég trúi því varla að allir þessir frábæru listamenn hafi samþykkt að koma fram. Þetta er algjör drauma dagskrá,“ segir Natka að lokum. Viðburðurinn klukkan 16:00 á morgun. Nánari upplýsingar má finna hér.
Myndlist Menning Mannréttindi Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira