Heimir um hugarfar Valsmanna: „Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 10:01 Heimir vægast sagt ósáttur. Vísir/Tjörvi Týr Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Valur steinlá 0-3 í leik þar sem sigur hefði lyft liðinu upp í 3. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Víking í 2. sætinu. Sebastian Hedlund fékk hins vegar rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir það sáu Valsmenn aldrei til sólar. „Alltaf vonbrigði að tapa á heimavelli, vorum sjálfum okkur verstir. Töluðum um það fyrir leikinn að vera með hugarfarið þyrfti að vera rétt í þessum leik, það var það ekki. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við búnir að eiga sjö til mótherja að bara út af vellinum.“ „Svo hélt þetta áfram, þrátt fyrir það fengum við möguleika. Patrick (Pedersen) fékk dauðafæri til að koma okkur í 1-0 en það gengur ekki að vera þriðja hvern leik að vera spila manni færri alltaf,“ sagði Heimir um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Heimir þungt hugsi.Vísir/Tjörvi Týr Um rauða spjaldið „Ég sá það ekki en menn tala um að þetta hafi verið mögulega réttur dómur og ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en ég sé þetta. Ég held að miðað við hvernig menn tala að þetta hafi verið rétt.“ „Alls ekki, við fengum fullt af færum í þessum leik. Það vantaði bara betri hlaup inn í teig og meira hungur á síðasta þriðjung. Eins og er búið að vanta í allt sumar í flestum leikjum, að menn séu að ráðast á boltann.“ „Það var ekki fyrr en Frederik (Ihler, sem kom nýverið á láni frá AGF) kom inn í seinni hálfleik að þar kom leikmaður sem var að ráðast á boltann þegar fyrirgjafirnar voru að koma,“ sagði Heimir er hann var spurður hvort hann sæi eftir að hafa haldið sig við þriggja manna vörn eftir rauða spjaldið. „Ég sé ekki eftir því, það var 1-0 og að sjálfsögðu vildum við halda áfram. Við sýndum það að voru möguleikar í stöðunni, auðvitað vorum við líka opnir til baka en við lögðum allt í þetta.“ Bugaðir Valsmenn.Vísir/Tjörvi Týr Hvað finnst Heimi vanta? „Við erum bara, eins og í þessum leik þá skiptir engu máli í fótbolta við hverja þú ert að spila. Við spilum hér á þessum velli við Breiðablik þar sem menn mæta með þvílíkt hungur og vilja sýna að það sé hægt að vinna Breiðablik og það gengur eftir, mjög sanngjarnt að mínu mati.“ „Svo er þetta bara þanngi í fótbolta, ef þú ert ekki með sama hugarfarið gegn Breiðablik og Keflavík, Leikni Reykjavík og öllum liðum sem þú mætir þá lendir þú í vandræðum og við höfum lent í þeim vandræðum að þetta er sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, að endingu. Klippa: Heimir um hugarfar Valsmanna: Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Valur steinlá 0-3 í leik þar sem sigur hefði lyft liðinu upp í 3. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Víking í 2. sætinu. Sebastian Hedlund fékk hins vegar rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir það sáu Valsmenn aldrei til sólar. „Alltaf vonbrigði að tapa á heimavelli, vorum sjálfum okkur verstir. Töluðum um það fyrir leikinn að vera með hugarfarið þyrfti að vera rétt í þessum leik, það var það ekki. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við búnir að eiga sjö til mótherja að bara út af vellinum.“ „Svo hélt þetta áfram, þrátt fyrir það fengum við möguleika. Patrick (Pedersen) fékk dauðafæri til að koma okkur í 1-0 en það gengur ekki að vera þriðja hvern leik að vera spila manni færri alltaf,“ sagði Heimir um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Heimir þungt hugsi.Vísir/Tjörvi Týr Um rauða spjaldið „Ég sá það ekki en menn tala um að þetta hafi verið mögulega réttur dómur og ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en ég sé þetta. Ég held að miðað við hvernig menn tala að þetta hafi verið rétt.“ „Alls ekki, við fengum fullt af færum í þessum leik. Það vantaði bara betri hlaup inn í teig og meira hungur á síðasta þriðjung. Eins og er búið að vanta í allt sumar í flestum leikjum, að menn séu að ráðast á boltann.“ „Það var ekki fyrr en Frederik (Ihler, sem kom nýverið á láni frá AGF) kom inn í seinni hálfleik að þar kom leikmaður sem var að ráðast á boltann þegar fyrirgjafirnar voru að koma,“ sagði Heimir er hann var spurður hvort hann sæi eftir að hafa haldið sig við þriggja manna vörn eftir rauða spjaldið. „Ég sé ekki eftir því, það var 1-0 og að sjálfsögðu vildum við halda áfram. Við sýndum það að voru möguleikar í stöðunni, auðvitað vorum við líka opnir til baka en við lögðum allt í þetta.“ Bugaðir Valsmenn.Vísir/Tjörvi Týr Hvað finnst Heimi vanta? „Við erum bara, eins og í þessum leik þá skiptir engu máli í fótbolta við hverja þú ert að spila. Við spilum hér á þessum velli við Breiðablik þar sem menn mæta með þvílíkt hungur og vilja sýna að það sé hægt að vinna Breiðablik og það gengur eftir, mjög sanngjarnt að mínu mati.“ „Svo er þetta bara þanngi í fótbolta, ef þú ert ekki með sama hugarfarið gegn Breiðablik og Keflavík, Leikni Reykjavík og öllum liðum sem þú mætir þá lendir þú í vandræðum og við höfum lent í þeim vandræðum að þetta er sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, að endingu. Klippa: Heimir um hugarfar Valsmanna: Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira