Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 15:00 Anthony Martial skoraði með snyrtilegri afgreiðslu. Pakawich Damrongkiattisak/Getty Images Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. Man United stillti upp nokkuð sterkara liði en Liverpool en flestar af stjörnum Liverpool komu inn á þegar líða fór á leikinn. Bæði lið notuðu urmul leikmanna í leik sem fór fram í miklum hita og raka. Man Utd get their pre-season up and running with a 4-0 win over Liverpool in Thailand! pic.twitter.com/Y8KXpOJtbC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 12, 2022 Man. United fékk sannkallaða draumabyrjun en Jadon Sancho kom lærisveinum Ten Hag yfir strax á 12. mínútu leiksins. Áfram hélt Man Utd að sækja og eftir langa sókn þar sem boltinn skoppaði á milli manna endaði hann hjá Brasilíumanninum Fred sem lyfti honum snyrtilega yfir landa sinn Alisson í marki Liverpool. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 3-0 en Anthony Martial skoraði þá úr þröngu færi þegar hann lyfti boltanum, einnig snyrtilega, yfir öxlina á Alisson sem gerði sitt besta til að loka markinu. Staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var leikurinn töluvert jafnari og átti Mohamed Salah til að mynda skot í stöng fyrir Liverpool. Boltinn féll fyrir fætur Darwin Núñez sem lúðraði yfir af markteig. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks leit fjórða markið dagsins ljós. Facundo Pellestri batt þá endahnút á góða sókn sem miðvörðurinn Eric Bailly hóf með því að vinna boltann og vaða upp völlinn. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur, frábær úrslit í fyrsta leik Erik ten Hag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Man United stillti upp nokkuð sterkara liði en Liverpool en flestar af stjörnum Liverpool komu inn á þegar líða fór á leikinn. Bæði lið notuðu urmul leikmanna í leik sem fór fram í miklum hita og raka. Man Utd get their pre-season up and running with a 4-0 win over Liverpool in Thailand! pic.twitter.com/Y8KXpOJtbC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 12, 2022 Man. United fékk sannkallaða draumabyrjun en Jadon Sancho kom lærisveinum Ten Hag yfir strax á 12. mínútu leiksins. Áfram hélt Man Utd að sækja og eftir langa sókn þar sem boltinn skoppaði á milli manna endaði hann hjá Brasilíumanninum Fred sem lyfti honum snyrtilega yfir landa sinn Alisson í marki Liverpool. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 3-0 en Anthony Martial skoraði þá úr þröngu færi þegar hann lyfti boltanum, einnig snyrtilega, yfir öxlina á Alisson sem gerði sitt besta til að loka markinu. Staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var leikurinn töluvert jafnari og átti Mohamed Salah til að mynda skot í stöng fyrir Liverpool. Boltinn féll fyrir fætur Darwin Núñez sem lúðraði yfir af markteig. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks leit fjórða markið dagsins ljós. Facundo Pellestri batt þá endahnút á góða sókn sem miðvörðurinn Eric Bailly hóf með því að vinna boltann og vaða upp völlinn. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur, frábær úrslit í fyrsta leik Erik ten Hag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira