Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2022 14:20 Leikmaðurinn sem um ræðir fær að æfa áfram með liði sínu. Plumb Images/Leicester City FC via Getty Images Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. Þetta segir liðið í samtali við vefmiðilinn The Athletic, en leikmaðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði grunaður um nauðgun. Degi síðar kom svo í ljós að hann væri grunaður um tvö slík brot til viðbótar. Leikmaðurinn neitar sök. Hvorki leikmaðurinn né liðið sem um ræðir er nefnt á nafn af lagalegum ástæðum. Vitað er að leikmaðurinn er 29 ára gamall landsliðsmaður sem er á leið á HM í Katar og að hann var handtekinn á heimili í norðurhluta Lundúna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður heldur áfram að æfa og spila með liði sínu eftir að hafa verið sakaður um glæpi sem þessa. Nýjustu dæmin eru að Yves Bissouma, þáverandi leikmaður Brighton og núverandi leikmaður Tottenham, hélt sínu striki með Brighton eftir að hafa verið sakaður um kynferðisofbeldi í október á síðasta ári. Hann hefur hins vegar verið hreinsaður af þeim ásökunum. Þá hélt Benjamin Mandy áfram að æfa og spila með Manchester City þangað til hann var ákærður af lögreglu, en leikmaðurinn er sakaður um níu kynferðisbrot gegn sex konum. Hins vegar eru einnig nýleg dæmi um leikmenn sem hafa verið settir út í kuldann eftir að hafa verið ásakaðir um gróf kynferðisbrot. Frægustu dæmin eru líklegast mál Mason Greenwood, leikmanns Manchester United, og Gylfa Þórs Sigurðssonar, þáverandi leikmanns Everton. The Premier League club whose player has been arrested on suspicion of rape has told The Athletic it is not suspending him.https://t.co/qcgDlYydAc— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 13, 2022 Enski boltinn Bretland Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni handtekinn grunaður um nauðgun Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var fyrr í dag handtekinn grunaður um nauðgun. 4. júlí 2022 19:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Þetta segir liðið í samtali við vefmiðilinn The Athletic, en leikmaðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði grunaður um nauðgun. Degi síðar kom svo í ljós að hann væri grunaður um tvö slík brot til viðbótar. Leikmaðurinn neitar sök. Hvorki leikmaðurinn né liðið sem um ræðir er nefnt á nafn af lagalegum ástæðum. Vitað er að leikmaðurinn er 29 ára gamall landsliðsmaður sem er á leið á HM í Katar og að hann var handtekinn á heimili í norðurhluta Lundúna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður heldur áfram að æfa og spila með liði sínu eftir að hafa verið sakaður um glæpi sem þessa. Nýjustu dæmin eru að Yves Bissouma, þáverandi leikmaður Brighton og núverandi leikmaður Tottenham, hélt sínu striki með Brighton eftir að hafa verið sakaður um kynferðisofbeldi í október á síðasta ári. Hann hefur hins vegar verið hreinsaður af þeim ásökunum. Þá hélt Benjamin Mandy áfram að æfa og spila með Manchester City þangað til hann var ákærður af lögreglu, en leikmaðurinn er sakaður um níu kynferðisbrot gegn sex konum. Hins vegar eru einnig nýleg dæmi um leikmenn sem hafa verið settir út í kuldann eftir að hafa verið ásakaðir um gróf kynferðisbrot. Frægustu dæmin eru líklegast mál Mason Greenwood, leikmanns Manchester United, og Gylfa Þórs Sigurðssonar, þáverandi leikmanns Everton. The Premier League club whose player has been arrested on suspicion of rape has told The Athletic it is not suspending him.https://t.co/qcgDlYydAc— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 13, 2022
Enski boltinn Bretland Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni handtekinn grunaður um nauðgun Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var fyrr í dag handtekinn grunaður um nauðgun. 4. júlí 2022 19:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni handtekinn grunaður um nauðgun Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var fyrr í dag handtekinn grunaður um nauðgun. 4. júlí 2022 19:01