100 laxa vika í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2022 09:14 Mynd: Stóra Laxá FB Árnar á vatnasvæði Hvítaár og Ölfusár eru svo greinilega að njóta góðs af netaupptöku en veiðin á þessum svæðum hefur farið langt fram úr væntingum. Það var svo sem vitað að netaupptaka myndi skila betri göngum í árnar en það áttu ekki margir von á því að stökkið yrði svona mikið. Stóra Laxá hefur sem dæmi sjaldan eða aldrei byrjað jafn vel og hún hefur gert en heildarveiðin í ánni er komin í 225 laxa og síðasta veiðivika skilaði hvorki meira né minna en 100 löxum. Veiðin er vel dreifð um alla ána og meira að segja ólíkt því sem vanir menn við Stóru Laxá eiga að venjast, mjög góð á svæði III. Veiðistaðir eins og Kóngsbakki og Stekkjarnef sem eru neðstu staðirnir á neðra svæðinu hafa verið fullir af laxi. Efra svæðið að sama skapi hefur verið feyknagott og laxinn er farinn að dreifa sér vel um allt svæðið þó svo að nokkrir veiðistaðir séu heitari en aðrir. Það er ekkert ólíklegt að heildartalan í Stóru Laxá fari yfir 1.000 laxa í ár og staðarhaldarar eru þegar farnir að finna fyrir því hvað góður árangur og uppfærsla á veiðihúsum hefur verið að skila en bókanir fyrir árið 2023 eru þegar farnar á fullt. Stangveiði Mest lesið Gerðum eins gott tilboð og við gátum Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði
Það var svo sem vitað að netaupptaka myndi skila betri göngum í árnar en það áttu ekki margir von á því að stökkið yrði svona mikið. Stóra Laxá hefur sem dæmi sjaldan eða aldrei byrjað jafn vel og hún hefur gert en heildarveiðin í ánni er komin í 225 laxa og síðasta veiðivika skilaði hvorki meira né minna en 100 löxum. Veiðin er vel dreifð um alla ána og meira að segja ólíkt því sem vanir menn við Stóru Laxá eiga að venjast, mjög góð á svæði III. Veiðistaðir eins og Kóngsbakki og Stekkjarnef sem eru neðstu staðirnir á neðra svæðinu hafa verið fullir af laxi. Efra svæðið að sama skapi hefur verið feyknagott og laxinn er farinn að dreifa sér vel um allt svæðið þó svo að nokkrir veiðistaðir séu heitari en aðrir. Það er ekkert ólíklegt að heildartalan í Stóru Laxá fari yfir 1.000 laxa í ár og staðarhaldarar eru þegar farnir að finna fyrir því hvað góður árangur og uppfærsla á veiðihúsum hefur verið að skila en bókanir fyrir árið 2023 eru þegar farnar á fullt.
Stangveiði Mest lesið Gerðum eins gott tilboð og við gátum Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði