Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2022 23:06 Valur Gunnarsson hefur dvalið í Úkraínu um nokkurt skeið. Stöð 2/Arnar Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. Valur er staddur í Úkraínu á vegum Ríkisútvarpsins ásamt Berki Gunnarssyni kvikmyndagerðamanni. Þeir hafa farið víða í Úkraínu og eru því vel kunnugir helstu reglum. Alls staðar í landinu tekur útgöngubann gildi klukkan 23 en Valur segir að á öðrum stöðum hafi því ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Fólk sé á götum úti allt að miðnætti. Hann segir í samtali við Vísi að áhrifa innrásar Rússa gæti frekar í Odesa en í öðrum borgum sem hann hefur verið í enda er Odesa við Svartahaf nær átakasvæðum. Þannig sé til að mynda harðar tekið á því að fólk virði ekki útgöngubann. „Ég var á leiðinni heim og búinn að bíða eftir Uber sem var ekki hægt að fá af því að allir voru að drífa sig heim. Svo um leið og klukkan varð ellefu var slökkt á Uberkerfinu og menn stoppaðir nánast um leið af hermönnum,“ segir Valur. Þarf að mæta á uppeldisnámskeið í fyrramálið Hann var einn þeirra sem stoppaður var af herlögreglunni en segir þó að hermennirnir hafi ekki gengið harkalega fram, þar hafi blaðamannaskírteini hans eflaust hjálpað til. Hann segist hafa spurt hermennina ráða enda var hann í um klukkustundar göngufjarlægð frá hótelherbergi sínu og þeir stungið upp á því að hann tæki einfaldlega annað hótelherbergi á leigu. Þá spurði Valur hvort hann mætti labba heim og hermennirnir svöruðu játandi. „Ég held áfram að labba og ég er ekki kominn langt þegar ég er handtekinn aftur og í þetta skiptið af svolítið meiri alvöru,“ segir Valur. Þá var hann færður upp á stöð þar sem einhvers konar tengiliður við fjölmiðlamenn var honum innan handar. „Eftir smá stapp ákváðu þeir að skutla mér heim, þeir fussuðu og sveiuðu og sögðu mér að fara varlega en þetta var allt í mestu vinsemd. Lokaniðurstaða málsins var sú að ég verð sendur á einhvers konar uppeldisnámskeið á morgun þar sem ég á að læra að haga mér. Þetta er víst eitthvað sem allir blaðamenn í Odesa eiga að fara á en það er ekki í Lviv eða Kyiv,“ segir Valur. Heyrði í sínum fyrstu sprengingum Á sama tíma og Valur var handtekinn var sprengjum varpað í nágrenni Odesa og var það í fyrsta skipti sem hann hefur heyrt í sprengingum eftir að hann kom til Úkraínu. Hann segir að töluvert meira sé um loftárásir í Odesa en í Kænugarði og loftvarnakerfið lakara, því sé fólk í Odesa miklu meðvitaðara um innrás Rússa en í Kænugarði. Valur hefur fengið takmarkaðar fréttir af loftárásum í kvöld en hefur þó séð myndir af viðbragðsaðilum aðstoða sært fólk. Hann segir það ekki hafa verið þægilegt að heyra drunur í sprengingum. „Það er ekki þægileg tilfinning en af því maður er búinn að heyra í loftvarnarkerfinu hérna í þrjár vikur er maður kannski orðinn undirbúinn fyrir það. Fyrir þremur vikum hefði mér aldrei dottið í hug að labba heim eftir útgöngubann. Maður einhvern veginn venst við og ég hafði aldrei miklar áhyggjur af mér en auðvitað færsit þetta nær þegar maður heyrir í sprengingum og fær fréttir af því að fólk hafi allavega særst,“ segir Valur. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Valur er staddur í Úkraínu á vegum Ríkisútvarpsins ásamt Berki Gunnarssyni kvikmyndagerðamanni. Þeir hafa farið víða í Úkraínu og eru því vel kunnugir helstu reglum. Alls staðar í landinu tekur útgöngubann gildi klukkan 23 en Valur segir að á öðrum stöðum hafi því ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Fólk sé á götum úti allt að miðnætti. Hann segir í samtali við Vísi að áhrifa innrásar Rússa gæti frekar í Odesa en í öðrum borgum sem hann hefur verið í enda er Odesa við Svartahaf nær átakasvæðum. Þannig sé til að mynda harðar tekið á því að fólk virði ekki útgöngubann. „Ég var á leiðinni heim og búinn að bíða eftir Uber sem var ekki hægt að fá af því að allir voru að drífa sig heim. Svo um leið og klukkan varð ellefu var slökkt á Uberkerfinu og menn stoppaðir nánast um leið af hermönnum,“ segir Valur. Þarf að mæta á uppeldisnámskeið í fyrramálið Hann var einn þeirra sem stoppaður var af herlögreglunni en segir þó að hermennirnir hafi ekki gengið harkalega fram, þar hafi blaðamannaskírteini hans eflaust hjálpað til. Hann segist hafa spurt hermennina ráða enda var hann í um klukkustundar göngufjarlægð frá hótelherbergi sínu og þeir stungið upp á því að hann tæki einfaldlega annað hótelherbergi á leigu. Þá spurði Valur hvort hann mætti labba heim og hermennirnir svöruðu játandi. „Ég held áfram að labba og ég er ekki kominn langt þegar ég er handtekinn aftur og í þetta skiptið af svolítið meiri alvöru,“ segir Valur. Þá var hann færður upp á stöð þar sem einhvers konar tengiliður við fjölmiðlamenn var honum innan handar. „Eftir smá stapp ákváðu þeir að skutla mér heim, þeir fussuðu og sveiuðu og sögðu mér að fara varlega en þetta var allt í mestu vinsemd. Lokaniðurstaða málsins var sú að ég verð sendur á einhvers konar uppeldisnámskeið á morgun þar sem ég á að læra að haga mér. Þetta er víst eitthvað sem allir blaðamenn í Odesa eiga að fara á en það er ekki í Lviv eða Kyiv,“ segir Valur. Heyrði í sínum fyrstu sprengingum Á sama tíma og Valur var handtekinn var sprengjum varpað í nágrenni Odesa og var það í fyrsta skipti sem hann hefur heyrt í sprengingum eftir að hann kom til Úkraínu. Hann segir að töluvert meira sé um loftárásir í Odesa en í Kænugarði og loftvarnakerfið lakara, því sé fólk í Odesa miklu meðvitaðara um innrás Rússa en í Kænugarði. Valur hefur fengið takmarkaðar fréttir af loftárásum í kvöld en hefur þó séð myndir af viðbragðsaðilum aðstoða sært fólk. Hann segir það ekki hafa verið þægilegt að heyra drunur í sprengingum. „Það er ekki þægileg tilfinning en af því maður er búinn að heyra í loftvarnarkerfinu hérna í þrjár vikur er maður kannski orðinn undirbúinn fyrir það. Fyrir þremur vikum hefði mér aldrei dottið í hug að labba heim eftir útgöngubann. Maður einhvern veginn venst við og ég hafði aldrei miklar áhyggjur af mér en auðvitað færsit þetta nær þegar maður heyrir í sprengingum og fær fréttir af því að fólk hafi allavega særst,“ segir Valur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira