Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 12:32 Ástandið er einna verst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. „Þetta er búið að vera sérlega erfitt í sumar; vaxandi aukning á Covid-tilfellum, mikill ferðamannastraumur og mikið að gera almennt á öllum sviðum. Svo hefur verið erfitt að fá afleysingar. Fólkið okkar er skiljanlega þreytt eftir tvö ár,“ segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir.heilbrigðisstofnun Suðurlands Hún finnur fyrir því að erfiðara hafi reynst að fá starfsfólk til að taka að sér aukavaktir en stöðuna segir hún afleiðingu þess að ferðamennska hafi færst í aukana samhliða fleiri Covid-smitum. „Það er gríðarlega mikil aukning á ferðamönnum hjá okkur, við erum auðvitað með mikið og víðfemt svæði og það hefur verið töluvert mikið um slys. Bráðamóttakan er í raun alltaf drekkhlaðin,“ segir Baldvina og bætir við að staðan hafi verið viðbúin þar sem linnulaust álagið hafi varað ansi lengi. Stöðug fjölgun Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur stöðug fjölgun verið á komum á bráðamóttöku. Mikil fjölgun varð milli 2018 og 2019 en þá var mjög mikil aukning á ferðamönnum um svæðið. Árið 2020 varð skiljanlega fækkun á komum en fjöldi koma á bráðamóttöku jókst að meðaltali um 25% fyrstu fimm mánuði. Miðað við sambærilega aukningu á komum árið 2022 má reikna með að komur á bráðamóttöku verði hátt í 20 þúsund á þessu ári, samanborið við 16 þúsund árið 2021. Fjöldi koma á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Myndin sýnir fyrstu fimm mánuði ársins má reikna með að komur verði hátt í 20.000 á þessu ári.heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjöldi koma á BMT jókst að meðaltali um 25% á mánuði fyrstu 5 mánuði ársins 2022.heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar hafa einnig aukist og með sama áframhaldi má búast við 10-15 % fjölgun í sjúkraflutningum í ár miðað við árið í fyrra. Sjúkraflutningar höfðu aukist um 15% frá árinu 2019 -2021 Fjöldi flutninga eftir mánuðum. Rauða línan táknar fjölda flutninga síðastliðið ár en sjá má að aukningin er mikil þetta árið.heilbrigðisstofnun Suðurlands Svo virðist sem að ástandið sé einna verst á Suðurlandi en Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur undir að erfitt hafi reynst að fá starfsfólk til að taka aukavaktir og manna bakvaktir þar sem mikið sé um útlandaferðir eftir heimsfaraldurinn. „Þetta er dálítil endursýning á sumrinu 2019 þegar túrisminn var á fullu og sama baslið með að fá afleysingar þar sem fólkið sem við gætum hringt í er ekki á landinu,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Árborg Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
„Þetta er búið að vera sérlega erfitt í sumar; vaxandi aukning á Covid-tilfellum, mikill ferðamannastraumur og mikið að gera almennt á öllum sviðum. Svo hefur verið erfitt að fá afleysingar. Fólkið okkar er skiljanlega þreytt eftir tvö ár,“ segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir.heilbrigðisstofnun Suðurlands Hún finnur fyrir því að erfiðara hafi reynst að fá starfsfólk til að taka að sér aukavaktir en stöðuna segir hún afleiðingu þess að ferðamennska hafi færst í aukana samhliða fleiri Covid-smitum. „Það er gríðarlega mikil aukning á ferðamönnum hjá okkur, við erum auðvitað með mikið og víðfemt svæði og það hefur verið töluvert mikið um slys. Bráðamóttakan er í raun alltaf drekkhlaðin,“ segir Baldvina og bætir við að staðan hafi verið viðbúin þar sem linnulaust álagið hafi varað ansi lengi. Stöðug fjölgun Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur stöðug fjölgun verið á komum á bráðamóttöku. Mikil fjölgun varð milli 2018 og 2019 en þá var mjög mikil aukning á ferðamönnum um svæðið. Árið 2020 varð skiljanlega fækkun á komum en fjöldi koma á bráðamóttöku jókst að meðaltali um 25% fyrstu fimm mánuði. Miðað við sambærilega aukningu á komum árið 2022 má reikna með að komur á bráðamóttöku verði hátt í 20 þúsund á þessu ári, samanborið við 16 þúsund árið 2021. Fjöldi koma á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Myndin sýnir fyrstu fimm mánuði ársins má reikna með að komur verði hátt í 20.000 á þessu ári.heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjöldi koma á BMT jókst að meðaltali um 25% á mánuði fyrstu 5 mánuði ársins 2022.heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar hafa einnig aukist og með sama áframhaldi má búast við 10-15 % fjölgun í sjúkraflutningum í ár miðað við árið í fyrra. Sjúkraflutningar höfðu aukist um 15% frá árinu 2019 -2021 Fjöldi flutninga eftir mánuðum. Rauða línan táknar fjölda flutninga síðastliðið ár en sjá má að aukningin er mikil þetta árið.heilbrigðisstofnun Suðurlands Svo virðist sem að ástandið sé einna verst á Suðurlandi en Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur undir að erfitt hafi reynst að fá starfsfólk til að taka aukavaktir og manna bakvaktir þar sem mikið sé um útlandaferðir eftir heimsfaraldurinn. „Þetta er dálítil endursýning á sumrinu 2019 þegar túrisminn var á fullu og sama baslið með að fá afleysingar þar sem fólkið sem við gætum hringt í er ekki á landinu,“ sagði Þórir í samtali við Vísi.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Árborg Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira