Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og ætla lesendur Vísis að fá að kynnast stúlkunum sem keppast um titilinn betur.
Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?
Ég sá að með því að taka þátt gæti ég lært eitthvað nýtt, aukið sjálfstraust mitt og komið út sem sterkari einstaklingur.
Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?
Framkoma og svo hef ég kynnst fullt af flottum og skemmtilegum stelpum.

Hvað borðar þú í morgunmat?
Sko þar sem cocoa puffs kom aftur þá hef ég eiginlega ekki borðað neitt annað en cheerios og cocoa puffs blandað saman síðustu daga.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Pasta carbonara sem pabbi gerir.
Hvað ertu að hlusta á?
Podcastið sem ég hlusta á er Illverk. Í tónlist hlusta ég á playlistann minn Tobbu sumar sem er allt í bland af lögum. Bríet er samt alltaf mitt uppáhalds.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Horfnar eftir frænda minn Stefán Mána.
Hver er þín fyrirmynd í lífinu?
Afi minn, Trausti Magnússon, sem barðist við Parkinson sjúkdóminn í rúm 30 ár.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Hef hitt David De Gea smellti í eina selfie með honum eftir Manchester United leik, en var í LA um daginn og var á sama skemmtistað og David Dobrik youtuber.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Lendi stundum í því ef ég er virkilega þreytt að vinna að bjóða viðskiptavin aftur góðan daginn þegar ég ætla að segja „Má bjóða þér afritið?“
Hverju ertu stoltust af?
Ég er stoltust af því þegar ég hitti krakkana sem ég hef þjálfað í fótboltanum undanfarið ár, þau verða alltaf jafn glöð og ánægð þegar þau hitta mig á förnum vegi.
Hver er þinn helsti ótti?
Lenda í flugslysi, er svo rosalega flughrædd.
Hvar sérðu þig eftir fimm ár?
Vonandi verð ég á endasprettinum í kennaranáminu í Háskóla Íslands sem ég er að hefja núna í haust.
Hvaða lag tekur þú í karókí?
Tek alltaf Blue (da ba dee).