Fékk sér humar, steik og kjúkling í matinn Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 08:30 Lydia Ko átti góðan fyrsta hring á Evian meistaramótinu í gær og ætlar sér að vinna mótið í annað sinn á ferlinum. Getty/Stuart Franklin Mikill hiti dregur orkuna úr kylfingum á Evian risamótinu í golfi sem nú stendur yfir í Frakklandi. Kylfingarnir gæta þess því að drekka og borða nóg en Lydia Ko segist hálfskammast sín yfir því magni af mat sem hún innbyrðir. Ko var þremur höggum á eftir hinni japönsku Ayaka Furue eftir fyrsta hring í gær en keppendur hafa nú margir hafið keppni á öðrum hring. Í viðtali við Golf Channel ræddi Ko um matarvenjur sínar á mótinu og sagðist meðal annars hafa fundið sig knúna til að plata starfsfólk hótelsins sem hún dvelur á, svo mikið þurfi hún að borða. „Það er rétt. Ég pantaði humarsalat, steik og kjúkling með frönskum, grænar baunir, spínat og tvo safa,“ sagði hin 25 ára gamla Ko sem stefnir á sinn þriðja risamótstitil eftir að hafa unnið Evian mótið 2015 og ANA Inspiration árið 2016. „Ég pantaði mat sem hefði dugað þremur manneskjum um daginn og ég skammaðist mín, svo ég sagði þeim sem kom með matinn á herbergið að það hefðu kannski verið tvær manneskjur í herberginu, en það var bara ein. Ég kláraði 95% af matnum, svo þetta var svolítið skammarleg stund, en maturinn hérna er virkilega góður,“ sagði Ko létt í bragði. Maturinn fór greinilega vel í hana því hún fékk engan skolla og lék á 66 höggum í gær. Hnífjöfn keppni er á toppnum á Evian meistaramótinu en bein útsending er á Stöð 2 Golf klukkan 9 og svo aftur klukkan 13:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ko var þremur höggum á eftir hinni japönsku Ayaka Furue eftir fyrsta hring í gær en keppendur hafa nú margir hafið keppni á öðrum hring. Í viðtali við Golf Channel ræddi Ko um matarvenjur sínar á mótinu og sagðist meðal annars hafa fundið sig knúna til að plata starfsfólk hótelsins sem hún dvelur á, svo mikið þurfi hún að borða. „Það er rétt. Ég pantaði humarsalat, steik og kjúkling með frönskum, grænar baunir, spínat og tvo safa,“ sagði hin 25 ára gamla Ko sem stefnir á sinn þriðja risamótstitil eftir að hafa unnið Evian mótið 2015 og ANA Inspiration árið 2016. „Ég pantaði mat sem hefði dugað þremur manneskjum um daginn og ég skammaðist mín, svo ég sagði þeim sem kom með matinn á herbergið að það hefðu kannski verið tvær manneskjur í herberginu, en það var bara ein. Ég kláraði 95% af matnum, svo þetta var svolítið skammarleg stund, en maturinn hérna er virkilega góður,“ sagði Ko létt í bragði. Maturinn fór greinilega vel í hana því hún fékk engan skolla og lék á 66 höggum í gær. Hnífjöfn keppni er á toppnum á Evian meistaramótinu en bein útsending er á Stöð 2 Golf klukkan 9 og svo aftur klukkan 13:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira