Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 09:16 Það var hiti í andstæðingum Blika eftir 2-0 sigur Kópavogsliðsins í gærkvöld. Rauða spjaldið hafði farið á loft þrívegis í leiknum, við litla hrifningu rúmlega 50 stuðningsmanna Buducnost sem voru á leiknum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT og skjáskot/@blikar.is Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði að Blikar ættu ekki von á neinni refsingu af hálfu UEFA vegna þeirra láta sem urðu í lok leiks. Sigurður gat hins vegar ekki svarað því hver afstaða UEFA væri til hegðunar leikmanna og starfsliðs Buducnost sem ruku inn á völlinn í leikslok og þjörmuðu sérstaklega að Damir Muminovic, miðverði Breiðabliks, sem mun hafa tjáð sig við þá á serbnesku. Á meðan á leiknum sjálfum stóð fengu tveir leikmenn Buducnost að líta rauða spjaldið, sem og þjálfari liðsins, og verða þeir þrír því í leikbanni þegar liðin mætast í Svartfjallalandi í næstu viku í seinni leik þeirra í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ljóst er að Buducnost fær sekt frá UEFA af þessum sökum. Rúmlega 50 stuðningsmenn Buducnost voru á leiknum og sátu þeir í „gömlu stúkunni“ á Kópavogsvelli, gegnt aðalstúku vallarins þar sem stuðningsmenn Breiðabliks voru. Öflugur stuðningur gestanna í gömlu stúkunni. Geggjað stuð hér á Kópavigsvelli. pic.twitter.com/taIjMCu504— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022 Sigurður segir að lögreglan hafi átt frumkvæðið að því að vera á leiknum og að hún hafi fylgst með stuðningsmönnum gestanna sem vissulega hafi verið með nokkur læti en ekki brotið sér leið inn á völlinn eða nokkuð slíkt. Lögreglan skipti sér svo einnig af látunum í leikslok. „Meiri læti en við erum vön“ „Það var alveg einhver æsingur í röðum stuðningsmanna þeirra en það gekk ágætlega að halda aftur af því. Við vorum búin að undirbúa okkur vel. Eftir leikinn var svo æsingur hjá leikmönnum þeirra og þá var gæslan mætt út á völl til að stía mönnum í sundur. Þetta voru aðeins meiri læti en við erum vön hérna en gekk á endanum allt ágætlega,“ sagði Sigurður og sagði ljóst að UEFA myndi ekki sekta Breiðablik vegna málsins. „Lögreglan kom inn á völlinn eftir leik en það urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Sigurður en leikmenn Buducnost héldu áfram að láta í sér heyra þegar þeir gengu inn til búningsklefa án þess þó að ganga neitt lengra en það. Aðspurður hvort Blikar þyrftu að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir fyrir seinni leik liðanna svaraði Sigurður: „Mér skilst nú að það séu gerðar ráðstafanir fyrir alla heimaleiki hjá þeim þarna úti, og almennt meiri en eru gerðar hérna heima. Við í sjálfu sér óttumst það ekki. Þetta lið spilar reglulega í Evrópukeppnum og við treystum því að öryggismál þarna verði í lagi.“ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði að Blikar ættu ekki von á neinni refsingu af hálfu UEFA vegna þeirra láta sem urðu í lok leiks. Sigurður gat hins vegar ekki svarað því hver afstaða UEFA væri til hegðunar leikmanna og starfsliðs Buducnost sem ruku inn á völlinn í leikslok og þjörmuðu sérstaklega að Damir Muminovic, miðverði Breiðabliks, sem mun hafa tjáð sig við þá á serbnesku. Á meðan á leiknum sjálfum stóð fengu tveir leikmenn Buducnost að líta rauða spjaldið, sem og þjálfari liðsins, og verða þeir þrír því í leikbanni þegar liðin mætast í Svartfjallalandi í næstu viku í seinni leik þeirra í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ljóst er að Buducnost fær sekt frá UEFA af þessum sökum. Rúmlega 50 stuðningsmenn Buducnost voru á leiknum og sátu þeir í „gömlu stúkunni“ á Kópavogsvelli, gegnt aðalstúku vallarins þar sem stuðningsmenn Breiðabliks voru. Öflugur stuðningur gestanna í gömlu stúkunni. Geggjað stuð hér á Kópavigsvelli. pic.twitter.com/taIjMCu504— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022 Sigurður segir að lögreglan hafi átt frumkvæðið að því að vera á leiknum og að hún hafi fylgst með stuðningsmönnum gestanna sem vissulega hafi verið með nokkur læti en ekki brotið sér leið inn á völlinn eða nokkuð slíkt. Lögreglan skipti sér svo einnig af látunum í leikslok. „Meiri læti en við erum vön“ „Það var alveg einhver æsingur í röðum stuðningsmanna þeirra en það gekk ágætlega að halda aftur af því. Við vorum búin að undirbúa okkur vel. Eftir leikinn var svo æsingur hjá leikmönnum þeirra og þá var gæslan mætt út á völl til að stía mönnum í sundur. Þetta voru aðeins meiri læti en við erum vön hérna en gekk á endanum allt ágætlega,“ sagði Sigurður og sagði ljóst að UEFA myndi ekki sekta Breiðablik vegna málsins. „Lögreglan kom inn á völlinn eftir leik en það urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Sigurður en leikmenn Buducnost héldu áfram að láta í sér heyra þegar þeir gengu inn til búningsklefa án þess þó að ganga neitt lengra en það. Aðspurður hvort Blikar þyrftu að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir fyrir seinni leik liðanna svaraði Sigurður: „Mér skilst nú að það séu gerðar ráðstafanir fyrir alla heimaleiki hjá þeim þarna úti, og almennt meiri en eru gerðar hérna heima. Við í sjálfu sér óttumst það ekki. Þetta lið spilar reglulega í Evrópukeppnum og við treystum því að öryggismál þarna verði í lagi.“
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30