Umfjöllun og viðtöl: FH - Breiðablik 0-0 | FH-ingar náðu ekki að nýta liðsmuninn gegn Blikum Andri Már Eggertsson skrifar 24. júlí 2022 22:18 Blikar gerðu markalaust jafntefli við FH í Kaplakrika. Vísir/Hulda Margrét FH gerði markakaust jafntefli við topplið Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli í kvöld. Davíð Ingvarssyni, vinstri bakverði Breiðabliks, var vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir tæklingu á Ástbjörn Þórðarson eftir tæplega tíu mínútna leik. Leikmenn FH náðu ekki að nýta sér að vera einum leikmanni fleiri lungann úr leiknum og raunar var jafnræði með liðunum allan leikinn. Breiðablik trónir á toppi deildarinnar með 35 stig en Víkingur er í öðru sæti með 28 stig og Fossvogspiltar eiga leik til góða. FH er hins vegar í níunda sæti með 11 stig og er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Leikurinn fór rólega af stað þar sem gestirnir frá Kópavogi létu boltann ganga milli manna þar sem Anton Ari tók virkan þátt í spilinu eins og svo oft áður. Á 9. mínútu tók Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, þá stóru ákvörðun að gefa Davíð Ingvarssyni beint rautt spjald. Davíð renndi sér á eftir sendingu og tæklaði Ástbjörn Þórðarson í leiðinni. Davíð flækti fæturna í Ástbjörn en beint rautt spjald var allt of harður dómur. Einum fleiri sóttu heimamenn í sig veðrið og fengu færi til að komast yfir. Anton Ari Einarsson stóð vaktina vel í marki Breiðabliks og varði allt sem kom á markið með tilþrifum. Steven Lennon fékk besta færi heimamanna í fyrri hálfleik þar sem hann fékk boltann á vítapunktinum en þrumaði boltanum yfir markið. Lennon hefur aðeins skorað tvö mörk í Bestu-deildinni og þetta var dæmigert fyrir mann með lítið sjálfstraust. Staðan í hálfleik var markalaus 0-0. Einum færri gerði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, tvöfalda breytingu. Damir Muminovic og Ísak Snær komu inn á. Síðari hálfleikur var ný farinn af stað þegar Viktor Karl var nálægt því að koma gestunum yfir en þrumuskot Viktors endaði í þverslánni. Það átti sér stað áhugavert atvik um miðjan síðari hálfleik þar sem spjaldaglaður Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, ætlaði að gefa Guðmundi Kristjánssyni gult spjald fyrir að stöðva sókn Breiðabliks. Sigurður veifaði hendinni líkt og hann væri að fara spjalda Guðmund en fattaði í milli tíðinni að þá þurfti hann að reka hann út af og hætti við gula spjaldið. Breiðablik var sterkari aðilinn í síðari hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skora og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Það hafði mikil áhrif á leikinn að Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Breiðablik leysti það ágætlega að vera einum færri í tæplega 85 mínútur. Einum fleiri hefði FH átt að gera töluvert betur. Heimamenn fóru afar illa með tækifærin á síðasta þriðjungi og var þar Steven Lennon fremstur í flokki. Hverjir stóðu upp úr? Anton Ari Einarsson, markmaður Breiðabliks, átti afar öflugan leik milli stanganna. Anton Ari varði oft afar vel í fyrri hálfleik og hélt sínum mönnum inni í leiknum. Það reyndi minna á Anton í síðari hálfleik en Anton var á tánum þegar Breiðablik þurfti á því að halda. Hvað gekk illa? Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, tók risastóra ákvörðun á 9. mínútu þegar hann gaf Davíð Ingvarssyni beint rautt spjald. Að mínu mati var þetta ekki rautt spjald. Davíð var að fara á eftir boltanum og var ekki um alvarlegan háskaleik að ræða. Steven Lennon fékk þó nokkur færi til að komast á blað en hvert einasta skot sem hann tók var afar lélegt. Hvað gerist næst? Breiðablik fer næst til Svartfjallalands og mætir Budućnost næsta fimmtudag klukkan 18:30. FH fer næst á Origo-völlinn og mætir Val miðvikudaginn 3. ágúst klukkan 19:15. Eiður Smári: Virði stigið Eiður Smári hefði viljað sjá sína menn gera betur fyrir framan markiðVísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var nokkuð svekktur eftir leik þar sem honum fannst vanta sannfæringu í sóknarleik FH. „Ég er bæði ánægður með stigið og svekktur með að vinna ekki leikinn. Við náðum að skapa okkur góð tækifæri þegar við hreyfðum boltann hratt. Það vantaði sannfæringu í okkur, það vantar sannfæringu í að nýta yfirtöluna sem var á vellinum,“ sagði Eiður Smári sem ætlaði að virða stigið. Eiður vildi sjá sína menn gera betur á síðasta þriðjungi og vildi hann sjá sína menn hitta oftar á markið. „Ég get ekki verið að kvarta yfir því að við hittum ekki á markið. Það var margt í leiknum mjög gott einnig margt sem var ábótavant og það er mjög áberandi að liðinu vantar þessa sannfæringu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen og endaði á að hrósa sínum mönnum fyrir að halda hreinu. Höskuldur: Það var högg að missa mann af velli Höskuldur Gunnlaugsson var sprækur gegn FH Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var nokkuð svekktur eftir markalaust jafntefli gegn FH. „Það var svekkelsi inn í klefanum eftir leik en eftir á verandi einum færri nánast allan leikinn er stig ásættanlegt gegn góðu liði sem er með mikið af einstaklings gæðum,“ sagði Höskuldur eftir leik. Höskuldi fannst hans menn leysa það vel að vera einum færri í tæplega 85 mínútur. „Mér fannst við leysa rauða spjaldið vel. Við vorum klókir í að láta rauða spjaldið ekki hafa áhrif á okkar leik bæði varnar og sóknarlega.“ Breiðablik hélt hreinu og Höskuldur var ánægður með hugarfarið hjá sínu liði. „Ég var ánægður með hugarfarið í liðinu. Það var högg í magann að missa mann af velli en við vissum að við værum í góðu formi og ættum að geta leyst þetta án þess að það myndi bitna á okkur að vera einum færri.“ Breiðablik var að leika sinn sjötta leik í júlí mánuði næst á dagskrá er sjöundi leikurinn í sama mánuði og sagði Höskuldur að það væri ekkert skemmtilegra en að spila mikið og æfa lítið. Besta deild karla FH Breiðablik
FH gerði markakaust jafntefli við topplið Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli í kvöld. Davíð Ingvarssyni, vinstri bakverði Breiðabliks, var vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir tæklingu á Ástbjörn Þórðarson eftir tæplega tíu mínútna leik. Leikmenn FH náðu ekki að nýta sér að vera einum leikmanni fleiri lungann úr leiknum og raunar var jafnræði með liðunum allan leikinn. Breiðablik trónir á toppi deildarinnar með 35 stig en Víkingur er í öðru sæti með 28 stig og Fossvogspiltar eiga leik til góða. FH er hins vegar í níunda sæti með 11 stig og er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Leikurinn fór rólega af stað þar sem gestirnir frá Kópavogi létu boltann ganga milli manna þar sem Anton Ari tók virkan þátt í spilinu eins og svo oft áður. Á 9. mínútu tók Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, þá stóru ákvörðun að gefa Davíð Ingvarssyni beint rautt spjald. Davíð renndi sér á eftir sendingu og tæklaði Ástbjörn Þórðarson í leiðinni. Davíð flækti fæturna í Ástbjörn en beint rautt spjald var allt of harður dómur. Einum fleiri sóttu heimamenn í sig veðrið og fengu færi til að komast yfir. Anton Ari Einarsson stóð vaktina vel í marki Breiðabliks og varði allt sem kom á markið með tilþrifum. Steven Lennon fékk besta færi heimamanna í fyrri hálfleik þar sem hann fékk boltann á vítapunktinum en þrumaði boltanum yfir markið. Lennon hefur aðeins skorað tvö mörk í Bestu-deildinni og þetta var dæmigert fyrir mann með lítið sjálfstraust. Staðan í hálfleik var markalaus 0-0. Einum færri gerði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, tvöfalda breytingu. Damir Muminovic og Ísak Snær komu inn á. Síðari hálfleikur var ný farinn af stað þegar Viktor Karl var nálægt því að koma gestunum yfir en þrumuskot Viktors endaði í þverslánni. Það átti sér stað áhugavert atvik um miðjan síðari hálfleik þar sem spjaldaglaður Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, ætlaði að gefa Guðmundi Kristjánssyni gult spjald fyrir að stöðva sókn Breiðabliks. Sigurður veifaði hendinni líkt og hann væri að fara spjalda Guðmund en fattaði í milli tíðinni að þá þurfti hann að reka hann út af og hætti við gula spjaldið. Breiðablik var sterkari aðilinn í síðari hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skora og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Það hafði mikil áhrif á leikinn að Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Breiðablik leysti það ágætlega að vera einum færri í tæplega 85 mínútur. Einum fleiri hefði FH átt að gera töluvert betur. Heimamenn fóru afar illa með tækifærin á síðasta þriðjungi og var þar Steven Lennon fremstur í flokki. Hverjir stóðu upp úr? Anton Ari Einarsson, markmaður Breiðabliks, átti afar öflugan leik milli stanganna. Anton Ari varði oft afar vel í fyrri hálfleik og hélt sínum mönnum inni í leiknum. Það reyndi minna á Anton í síðari hálfleik en Anton var á tánum þegar Breiðablik þurfti á því að halda. Hvað gekk illa? Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, tók risastóra ákvörðun á 9. mínútu þegar hann gaf Davíð Ingvarssyni beint rautt spjald. Að mínu mati var þetta ekki rautt spjald. Davíð var að fara á eftir boltanum og var ekki um alvarlegan háskaleik að ræða. Steven Lennon fékk þó nokkur færi til að komast á blað en hvert einasta skot sem hann tók var afar lélegt. Hvað gerist næst? Breiðablik fer næst til Svartfjallalands og mætir Budućnost næsta fimmtudag klukkan 18:30. FH fer næst á Origo-völlinn og mætir Val miðvikudaginn 3. ágúst klukkan 19:15. Eiður Smári: Virði stigið Eiður Smári hefði viljað sjá sína menn gera betur fyrir framan markiðVísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var nokkuð svekktur eftir leik þar sem honum fannst vanta sannfæringu í sóknarleik FH. „Ég er bæði ánægður með stigið og svekktur með að vinna ekki leikinn. Við náðum að skapa okkur góð tækifæri þegar við hreyfðum boltann hratt. Það vantaði sannfæringu í okkur, það vantar sannfæringu í að nýta yfirtöluna sem var á vellinum,“ sagði Eiður Smári sem ætlaði að virða stigið. Eiður vildi sjá sína menn gera betur á síðasta þriðjungi og vildi hann sjá sína menn hitta oftar á markið. „Ég get ekki verið að kvarta yfir því að við hittum ekki á markið. Það var margt í leiknum mjög gott einnig margt sem var ábótavant og það er mjög áberandi að liðinu vantar þessa sannfæringu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen og endaði á að hrósa sínum mönnum fyrir að halda hreinu. Höskuldur: Það var högg að missa mann af velli Höskuldur Gunnlaugsson var sprækur gegn FH Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var nokkuð svekktur eftir markalaust jafntefli gegn FH. „Það var svekkelsi inn í klefanum eftir leik en eftir á verandi einum færri nánast allan leikinn er stig ásættanlegt gegn góðu liði sem er með mikið af einstaklings gæðum,“ sagði Höskuldur eftir leik. Höskuldi fannst hans menn leysa það vel að vera einum færri í tæplega 85 mínútur. „Mér fannst við leysa rauða spjaldið vel. Við vorum klókir í að láta rauða spjaldið ekki hafa áhrif á okkar leik bæði varnar og sóknarlega.“ Breiðablik hélt hreinu og Höskuldur var ánægður með hugarfarið hjá sínu liði. „Ég var ánægður með hugarfarið í liðinu. Það var högg í magann að missa mann af velli en við vissum að við værum í góðu formi og ættum að geta leyst þetta án þess að það myndi bitna á okkur að vera einum færri.“ Breiðablik var að leika sinn sjötta leik í júlí mánuði næst á dagskrá er sjöundi leikurinn í sama mánuði og sagði Höskuldur að það væri ekkert skemmtilegra en að spila mikið og æfa lítið.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti