Fyrrverandi markvörður Liverpool var háður verkjalyfjum: „Verður önnur manneskja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 23:30 Kirkland í leik gegn Manchester United. EPA/MAGI HAROUN Chris Kirkland, fyrrverandi markvörður Liverpool sem og annarra liða, hefur undanfarinn áratug verið háður verkjalyfjum. Kirkland hefur áður rætt glímu sína við bæði þunglyndi og kvíða. Nú hefur hann opnað sig varðandi ofneyslu sína á verkjalyfjum. Hinn 41 árs gamli Kirkland lék með Liverpool frá árinu 2001 til 2006. Hann var lánaður til bæði West Bromwich Albion og Wigan Athletic á meðan hann var á mála hjá félaginu. Krikland gekk svo alfarið í raðir Wigan árið 2006 og var þar til 2012 er hann skipti yfir til Sheffield Wednesday. Hann endaði ferilinn árið 2016 eftir stutt stop hjá Bury þar sem hann spilaði ekki leik. Hann hefur glímt við hina ýmsu djöfla á lífsleiðinni og hefur almennt verið frekar opinn með það. Markvörðurinn fyrrverandi hefur hins vegar farið leynt með neyslu sína á verkjalyfjum, það er þangað til nú. Kirkland í leik með Wednesday.EPA/PETER POWELL Í viðtali við breska ríkisútvarpið segist Kirkland hafa byrjað að taka verkjalyf árið 2008 vegna bakverkja. „Ekkert of mikið, bara tvær til þrjár á dag til að halda verknum niðri,“ segir hann. Kirkland bjó áfram á sama stað eftir að hafa samið við Wednesday sem þýddi að hann þurfti að ferðast meira. Þá jók hann skammtinn til að bakverkirnir yrðu ekki of slæmir á meðan hann ferðaðist svona mikið. Hann meiddist á baki tveimur dögum fyrir fyrsta leikinn sinn hjá Wednesday og reif því upp gamla „góða“ pilluboxið. „Ég var tilbúinn að gera hvað sem er til að spila fyrsta leikinn og heilla áhorfendurnar, svo ég tók pillurnar.“ „Þetta hjálpaði við að halda kvíðanum niðri en líkami þinn venst magninu sem þú ert að taka svo þú þarft að auka skammtinn jafnt og þétt. Þetta fer að hafa áhrif á þig andlega og þú verður allt önnur manneskja.“ „Ég gjörbreyttist. Ég kom heim og lokaði mig af, ég vildi ekki tala við neinn. Ég var að taka tíu sinnum það sem maður átti að taka á einum degi.“ I m Chris Kirkland I ve been Addicted to Painkillers for 10 years wow it feels good and freeing to say that story now out @henrywinter @benfisherj @TimesSport @guardian hope it helps people live on @talkSPORT 11am https://t.co/TEpgf8mejH pic.twitter.com/67tKZo420a— Chris Kirkland (@ChrisKirkland43) July 21, 2022 „Það tók mig tíu ár en maður verður að opna sig og biðja um hjálp. Það er eina liðin til að ná sér að fullu. Ég hef reynt að gera þetta einn og það hefur alltaf mistekist. Ég vissi að ég myndi ekki fá hjálp þá yrði ég ekki hér mikið lengur.“ „Mér líður betur núna. Eiginkona mín hefur fengið eiginmann sinn aftur og dóttir mín hefur fengið föður sinn til baka. Það hvetur mig áfram og er ástæðan fyrir því að ég vil ekki verða háður verkjalyfjum aftur,“ sagði Kirkland að endingu í opinskáu viðtali við BBC. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Kirkland lék með Liverpool frá árinu 2001 til 2006. Hann var lánaður til bæði West Bromwich Albion og Wigan Athletic á meðan hann var á mála hjá félaginu. Krikland gekk svo alfarið í raðir Wigan árið 2006 og var þar til 2012 er hann skipti yfir til Sheffield Wednesday. Hann endaði ferilinn árið 2016 eftir stutt stop hjá Bury þar sem hann spilaði ekki leik. Hann hefur glímt við hina ýmsu djöfla á lífsleiðinni og hefur almennt verið frekar opinn með það. Markvörðurinn fyrrverandi hefur hins vegar farið leynt með neyslu sína á verkjalyfjum, það er þangað til nú. Kirkland í leik með Wednesday.EPA/PETER POWELL Í viðtali við breska ríkisútvarpið segist Kirkland hafa byrjað að taka verkjalyf árið 2008 vegna bakverkja. „Ekkert of mikið, bara tvær til þrjár á dag til að halda verknum niðri,“ segir hann. Kirkland bjó áfram á sama stað eftir að hafa samið við Wednesday sem þýddi að hann þurfti að ferðast meira. Þá jók hann skammtinn til að bakverkirnir yrðu ekki of slæmir á meðan hann ferðaðist svona mikið. Hann meiddist á baki tveimur dögum fyrir fyrsta leikinn sinn hjá Wednesday og reif því upp gamla „góða“ pilluboxið. „Ég var tilbúinn að gera hvað sem er til að spila fyrsta leikinn og heilla áhorfendurnar, svo ég tók pillurnar.“ „Þetta hjálpaði við að halda kvíðanum niðri en líkami þinn venst magninu sem þú ert að taka svo þú þarft að auka skammtinn jafnt og þétt. Þetta fer að hafa áhrif á þig andlega og þú verður allt önnur manneskja.“ „Ég gjörbreyttist. Ég kom heim og lokaði mig af, ég vildi ekki tala við neinn. Ég var að taka tíu sinnum það sem maður átti að taka á einum degi.“ I m Chris Kirkland I ve been Addicted to Painkillers for 10 years wow it feels good and freeing to say that story now out @henrywinter @benfisherj @TimesSport @guardian hope it helps people live on @talkSPORT 11am https://t.co/TEpgf8mejH pic.twitter.com/67tKZo420a— Chris Kirkland (@ChrisKirkland43) July 21, 2022 „Það tók mig tíu ár en maður verður að opna sig og biðja um hjálp. Það er eina liðin til að ná sér að fullu. Ég hef reynt að gera þetta einn og það hefur alltaf mistekist. Ég vissi að ég myndi ekki fá hjálp þá yrði ég ekki hér mikið lengur.“ „Mér líður betur núna. Eiginkona mín hefur fengið eiginmann sinn aftur og dóttir mín hefur fengið föður sinn til baka. Það hvetur mig áfram og er ástæðan fyrir því að ég vil ekki verða háður verkjalyfjum aftur,“ sagði Kirkland að endingu í opinskáu viðtali við BBC.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira