Á yfir 200 leiki í Serie A en er mættur í 10. deild Englands eftir að hafa farið út að labba með hundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2022 07:00 Daniele Mannini í leik með Sampdoria á sínum tima. Tullio Puglia/Getty Images Hinn 38 ára gamli Daniele Mannini hefur spilað með og gegn nokkum af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins undanfarna tvo áratugi. Eftir farsælan feril með liðum á borð við Napoli, Brescia og Sampdoria er hann óvænt mættur í 10. deildina á Englandi, allt þökk sé því að hann fór út að labba með hundinn. Beverly Town er lið sem var stofnað í kringum aldamótin á Englandi. Liðið er í 10. deild þar í landi og því ekki beint líklegasti áfangastaður leikmanns sem hefur spilað meira en 200 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Formaður félagsins, Mark Smith, var úti með eigin hund er hann hitti annan hundaeiganda. „Hann sagði að hann hefði spilað smá fótbolta hér áður fyrr. Ég sagði honum að ég væri formaður Beverley Town og að hann ætti að kíkja á æfingar þar sem undirbúningstímabilið er farð af stað,“ sagði Smith í spjalli við breska ríkisútvarpið, BBC. WELCOME MANINNI The former Brescia, Napoli and Sampdoria star will wear the sky blue of Beverley Town FC for the upcoming season! Read more below on our official website https://t.co/S2LR3hNnDo pic.twitter.com/Q95ZCm7HBw— Beverley Town FC (@bevtownfc) July 22, 2022 „Ekki datt mér í hug að hann ætti meira en 200 leiki í Serie A,“ bætti Smith við. Mannini hefur ekki spilað síðan hann lék með C-deildarliði Pontedera í janúar 2020. Í kjölfarið flutti hann til Austur-Jórvíkurskíris á Englandi þar sem hann starfar fyrir matvælaframleiðanda. Þó hann hafi ekki spilað í rúm tvö og hálft ár þá má ætla að hann geti staðið í mönnum í 10. deildinni á Englandi eftir að hafa spilað gegn mönnum á borð við Ronaldinho, Francesco Totti og Zlatan Ibrahimović +a ferli sínum. „Ég get ekki hrósað honum nóg. Hugarfar og vinnusemi hafa verið til fyrirmyndar. Hann getur verið fyrirmynd fyrir alla hjá félaginu,“ sagði Dave Ricardo, þjálfari Beverly Town, um nýjasta leikmann liðsins. Beverley Town hefur leiktíðina 2022-2023 á útileik gegn Ollerton þann 6. ágúst næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Beverly Town er lið sem var stofnað í kringum aldamótin á Englandi. Liðið er í 10. deild þar í landi og því ekki beint líklegasti áfangastaður leikmanns sem hefur spilað meira en 200 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Formaður félagsins, Mark Smith, var úti með eigin hund er hann hitti annan hundaeiganda. „Hann sagði að hann hefði spilað smá fótbolta hér áður fyrr. Ég sagði honum að ég væri formaður Beverley Town og að hann ætti að kíkja á æfingar þar sem undirbúningstímabilið er farð af stað,“ sagði Smith í spjalli við breska ríkisútvarpið, BBC. WELCOME MANINNI The former Brescia, Napoli and Sampdoria star will wear the sky blue of Beverley Town FC for the upcoming season! Read more below on our official website https://t.co/S2LR3hNnDo pic.twitter.com/Q95ZCm7HBw— Beverley Town FC (@bevtownfc) July 22, 2022 „Ekki datt mér í hug að hann ætti meira en 200 leiki í Serie A,“ bætti Smith við. Mannini hefur ekki spilað síðan hann lék með C-deildarliði Pontedera í janúar 2020. Í kjölfarið flutti hann til Austur-Jórvíkurskíris á Englandi þar sem hann starfar fyrir matvælaframleiðanda. Þó hann hafi ekki spilað í rúm tvö og hálft ár þá má ætla að hann geti staðið í mönnum í 10. deildinni á Englandi eftir að hafa spilað gegn mönnum á borð við Ronaldinho, Francesco Totti og Zlatan Ibrahimović +a ferli sínum. „Ég get ekki hrósað honum nóg. Hugarfar og vinnusemi hafa verið til fyrirmyndar. Hann getur verið fyrirmynd fyrir alla hjá félaginu,“ sagði Dave Ricardo, þjálfari Beverly Town, um nýjasta leikmann liðsins. Beverley Town hefur leiktíðina 2022-2023 á útileik gegn Ollerton þann 6. ágúst næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira