Henderson enn með forystu en spennan eykst Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 15:30 Henderson skráði sig í sögubækurnar með fyrstu tveimur hringjunum en munurinn á toppnum er þó aðeins tvö högg. Stuart Franklin/Getty Images Hin kanadíska Brooke Henderson er enn í forystu á Evian-risamótinu í golfi sem fram fer í Frakklandi. Þriðji hringur LPGA-mótsins var leikinn í dag en forysta Henderson er höggi minni en eftir daginn í gær. Henderson var höggi frá forystunni eftir fyrsta hringinn á fimmtudag en var efst eftir annan hringinn í gær, þar sem hún lék á 64 höggum, sjö undir pari vallar, rétt eins og hún gerði fyrsta daginn. Hún varð með því sú fyrsta í sögunni til að leika fyrstu tvo hringi LPGA-móts á 64 höggum eða minna. SO CLOSE! @thesophiagolf with a near ACE on 16! pic.twitter.com/cz4yBYS49O— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hún fékk skolla á fyrstu braut í dag en svaraði vel fyrir það með fjórum fuglum á næstu tólf holum. Aðrar brautir fór hún á pari og lék því á þremur höggum undir pari og er á 17 undir parinu í heildina. Hin suður-kóreska So Yeon Ryu er önnur á mótinu á 15 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Henderson, eftir að hafa leikið hring dagsins á sex undir pari. Aðeins tveimur höggum munar því á þeim fyrir lokadaginn. Þriðja er hin bandaríska Sophia Schubert á 13 undir pari. Carlota Ciganda frá Spáni og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu er þá á 12 undir pari í fjórða sætinu en fimm kylfingar eru höggi á eftir þeim, jafnar í því sjötta. .@1soyeonryu is closing in.After her 7th birdie of the day, she moves within three of the lead! pic.twitter.com/kq8eBU9nDw— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hin svissneska Albane Valenzuela lék kvenna best á hringnum í dag er hún fór hringinn á sjö höggum undir pari vallar. Með þeim árangri fór hún upp um 39 sæti, í það ellefta, hvar hún er jöfn Lydiu Ko frá Ástralíu á tíu undir pari. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun og hefst bein útsending frá honum á Stöð 2 Golf klukkan 9:30 í fyrramálið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Henderson var höggi frá forystunni eftir fyrsta hringinn á fimmtudag en var efst eftir annan hringinn í gær, þar sem hún lék á 64 höggum, sjö undir pari vallar, rétt eins og hún gerði fyrsta daginn. Hún varð með því sú fyrsta í sögunni til að leika fyrstu tvo hringi LPGA-móts á 64 höggum eða minna. SO CLOSE! @thesophiagolf with a near ACE on 16! pic.twitter.com/cz4yBYS49O— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hún fékk skolla á fyrstu braut í dag en svaraði vel fyrir það með fjórum fuglum á næstu tólf holum. Aðrar brautir fór hún á pari og lék því á þremur höggum undir pari og er á 17 undir parinu í heildina. Hin suður-kóreska So Yeon Ryu er önnur á mótinu á 15 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Henderson, eftir að hafa leikið hring dagsins á sex undir pari. Aðeins tveimur höggum munar því á þeim fyrir lokadaginn. Þriðja er hin bandaríska Sophia Schubert á 13 undir pari. Carlota Ciganda frá Spáni og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu er þá á 12 undir pari í fjórða sætinu en fimm kylfingar eru höggi á eftir þeim, jafnar í því sjötta. .@1soyeonryu is closing in.After her 7th birdie of the day, she moves within three of the lead! pic.twitter.com/kq8eBU9nDw— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hin svissneska Albane Valenzuela lék kvenna best á hringnum í dag er hún fór hringinn á sjö höggum undir pari vallar. Með þeim árangri fór hún upp um 39 sæti, í það ellefta, hvar hún er jöfn Lydiu Ko frá Ástralíu á tíu undir pari. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun og hefst bein útsending frá honum á Stöð 2 Golf klukkan 9:30 í fyrramálið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira