Hildah Magaia skoraði bæði mörk Suður-Afríku sem vann keppnina í fyrsta skipti. Rosella Ayane, sem leikur með Tottenham Hotspur, bjó til spennu undir lok leiksins en lengra komust heimakonur ekki.
Fyrir þessa keppni höfðu tvær þjóðir unnið keppnina. Nígería er lang sigursælast með ellefu titla og Miðbaugs-Gínea hefur farið með sigur af hólmi í keppninni tvisvar.
Tonight we celebrate
— Banyana_Banyana (@Banyana_Banyana) July 23, 2022
CHAMPIONS !!!#TotalEnergiesWAFCON2022 pic.twitter.com/7WV0i9p6gF
Sigurinn á mótinu var langþráður hjá Suður-Afríku en liðið hefur fimm sinnum beðið ósigur í úrslitaleik mótsins, síðast árið 2018.
Líklegt er að aðsóknarmet hafi verið sett á Afríkumóti kvenna í leiknum en uppselt var á leikinn. Prince Moulay Abdellah-leikvangurinn, þar sem leikurinn var spilaður, tekur 53.000 manns í sæti.
Uppselt var á leikinn og svo virtist sem fullt væri á vellinum. Fyrra metið var slegið þegar Marokkó lagði Nígeríu að velli í undanúrslitum en þá lögðu 45.000 leið sína á þann leik.