„Cristiano Ronaldo færi í Liverpool ef hann ætti möguleika á því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 09:00 Cristiano Ronaldo vill spila í Meistaradeildinni og það fær hann ekki sem leikmaður Manchester United í vetur. Getty/James Gill Cristiano Ronaldo reynir nú allt til þess að komast frá Manchester United og í lið sem spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fyrrum enskur landsliðsmaður er allt annað en hrifinn af fréttunum sem sífellt berast af einum besta fótboltamanni sögunnar. Sá heitir Gabriel Agbonlahor og gerði góða hluti með Aston Villa á árum áður. Hann segir að Ronaldo sýni United enga hollustu með þessum tilraunum sínum til að losna. Cristiano Ronaldo would join Liverpool this summer, if he could." He has no loyalty to Manchester United."https://t.co/AbMugeXf1p— SPORTbible (@sportbible) July 29, 2022 Manchester United hefur margoft gefið það út að Ronaldo sé ekki til sölu en hann hefur ekkert verið í kringum liðið á undirbúningstímabilinu og mætti aðeins á svæðið í vikunni til að reyna að fá sig lausan samkvæmt fréttum enskra miðla. „Cristiano Ronaldo færi í Liverpool í sumar ef hann ætti möguleika á því. Þeir eru aðalerkifjendur Man. United en þetta snýst allt um Ronaldo sjálfan,“ sagði Gabriel Agbonlahor í viðtali við talkSPORT. „Hann fer þangað sem hann getur spilað Meistaradeildarfótbolta, til að bæta við markatölfræði sína og vinna titla. Ég held að Ronaldo beri enga hollustu til United, Real Madrid eða Juventus,“ sagði Agbonlahor en það eru þrjú síðustu félögin sem Portúgalinn spilaði með. Should Man United let Cristiano Ronaldo go? pic.twitter.com/UnQaXNAITX— ESPN UK (@ESPNUK) July 28, 2022 Ronaldo er orðinn 37 ára gamall og á því ekki mörg tímabil eftir í fremstu röð. Hann er markhæsti fótboltamaður sögunnar og sá sem hefur skorað flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar auk þess að spila flesta leiki og vinna hana fimm sinnum á ferlinum. Hann fór ekki með United í æfingaferðina til Tælands og Ástralíu en mætti svo á æfingasvæðið í Carrington með umboðsmann sinn, Jorge Mendes, með í för. Manchester United endaði bara í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þrátt fyrir átján mörk frá Ronaldo og liðið spilar því í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Fyrrum enskur landsliðsmaður er allt annað en hrifinn af fréttunum sem sífellt berast af einum besta fótboltamanni sögunnar. Sá heitir Gabriel Agbonlahor og gerði góða hluti með Aston Villa á árum áður. Hann segir að Ronaldo sýni United enga hollustu með þessum tilraunum sínum til að losna. Cristiano Ronaldo would join Liverpool this summer, if he could." He has no loyalty to Manchester United."https://t.co/AbMugeXf1p— SPORTbible (@sportbible) July 29, 2022 Manchester United hefur margoft gefið það út að Ronaldo sé ekki til sölu en hann hefur ekkert verið í kringum liðið á undirbúningstímabilinu og mætti aðeins á svæðið í vikunni til að reyna að fá sig lausan samkvæmt fréttum enskra miðla. „Cristiano Ronaldo færi í Liverpool í sumar ef hann ætti möguleika á því. Þeir eru aðalerkifjendur Man. United en þetta snýst allt um Ronaldo sjálfan,“ sagði Gabriel Agbonlahor í viðtali við talkSPORT. „Hann fer þangað sem hann getur spilað Meistaradeildarfótbolta, til að bæta við markatölfræði sína og vinna titla. Ég held að Ronaldo beri enga hollustu til United, Real Madrid eða Juventus,“ sagði Agbonlahor en það eru þrjú síðustu félögin sem Portúgalinn spilaði með. Should Man United let Cristiano Ronaldo go? pic.twitter.com/UnQaXNAITX— ESPN UK (@ESPNUK) July 28, 2022 Ronaldo er orðinn 37 ára gamall og á því ekki mörg tímabil eftir í fremstu röð. Hann er markhæsti fótboltamaður sögunnar og sá sem hefur skorað flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar auk þess að spila flesta leiki og vinna hana fimm sinnum á ferlinum. Hann fór ekki með United í æfingaferðina til Tælands og Ástralíu en mætti svo á æfingasvæðið í Carrington með umboðsmann sinn, Jorge Mendes, með í för. Manchester United endaði bara í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þrátt fyrir átján mörk frá Ronaldo og liðið spilar því í Evrópudeildinni á komandi tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira