Kristiansund hafði aðeins innbyrt tvö stig í fyrstu fjórtán umferðum deildarinnar en í dag heimsótti liðið HamKam sem er í neðri hluta norsku deildarinnar en með átján stig.
Christoffer Aasbak kom Kristiansund í forystu á lokamínútu fyrri hálfleiks og reyndist það eina mark leiksins.
Brynjólfur hóf leik í fremstu víglínu Kristiansund; fékk gult spjald á 73.mínútu og var svo skipt af velli skömmu fyrir leikslok.
Þrátt fyrir sigurinn er Kristiansund enn ellefu stigum frá öruggu sæti þegar mótið er hálfnað.