Suðurlandið markaðssett á kostnað annarra landshluta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2022 14:01 Ferðamenn á Egilsstöðum. Rekstraraðilar eru ósáttir við markaðssetningu landshlutans. Vísir/Vilhelm Vörumerkið Ísland á ekki við um aðra hluta landsins en Suðurströndina og suð-vesturhornið. Þetta segja aðilar í ferðaþjónustu sem telja markaðssetningu opinberra aðila hafa farið illa með aðra hluta landsins. Þráinn Lárusson er stórtækur rekstraraðili í ferðaþjónustu á Austurlandi. Á Sprengisandi í morgun lýsir hann mikilli óánægju með það hvernig opinberum aðilum hefur tekist til við að markaðssetja aðra landshluta en Suðurlandið. Í kjölfar goss í Eyjafjallajökli segir Þráinn að allt púður hafi farið í að markaðssetja svæðið í kringum jökulinn og fá ferðamenn til að eyða tíma hér á landi allt árið um kring. Þráinn Lárusson. „Síðan hefur þessi markaðssetning gildnað á þessu svæði og við ekki farið í takt. Ég hef varað við þessari þróun í mörg ár þar sem það kæmi sá punktur þar sem við gætum ekki annað þessu, út á landi,“ segir Þráinn. Hann bendir einnig á að allt annar fasi sé á ferðaþjónustu annars staðar en á Suðurlandi þar sem hagnaður yfir sumartímann fari að miklu leyti í að niðurgreiða tap yfir vetrartímann. „Þannig þetta er vandinn sem við stöndum frammi fyrir, það vantar fjárfestinguna og hún er bara ekki arðbær. Allt púður hefur farið í að byggja upp ferðaþjónustu fyrir sunnan.“ Lítil og arðlaus fjárfesting Hann tekur sem dæmi að hóteluppbygging á öðrum landshlutum sé í lamasessi miðað við þá uppbyggingu sem hafi átt sér stað á Suðurlandi og höfuðborgarsvæði. „Ef við tökum Akureyri sem dæmi, þar var gamla Iðnskólanum var breytt í Icelandair hótel fyrir um tólf árum. Það er eina hótelið sem hefur verið byggt þar á síðustu þrjátíu árum, á meðan þau rísa fjögur til fimm á ári á höfuðborgarsvæðinu.“ Slík hóteluppbygging sé enda ekki arðbær án frekara framlags hins opinbera. Engin töfralausn sé þó í sjónmáli. „Það sem þarf náttúrulega að gera núna, sem tekur samt svolítinn tíma, er að markaðssetja þetta svæði á landinu sem hefur algjörlega farið forgörðum,“ segir Þráinn Lárusson en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni á hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Sprengisandur Múlaþing Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þráinn Lárusson er stórtækur rekstraraðili í ferðaþjónustu á Austurlandi. Á Sprengisandi í morgun lýsir hann mikilli óánægju með það hvernig opinberum aðilum hefur tekist til við að markaðssetja aðra landshluta en Suðurlandið. Í kjölfar goss í Eyjafjallajökli segir Þráinn að allt púður hafi farið í að markaðssetja svæðið í kringum jökulinn og fá ferðamenn til að eyða tíma hér á landi allt árið um kring. Þráinn Lárusson. „Síðan hefur þessi markaðssetning gildnað á þessu svæði og við ekki farið í takt. Ég hef varað við þessari þróun í mörg ár þar sem það kæmi sá punktur þar sem við gætum ekki annað þessu, út á landi,“ segir Þráinn. Hann bendir einnig á að allt annar fasi sé á ferðaþjónustu annars staðar en á Suðurlandi þar sem hagnaður yfir sumartímann fari að miklu leyti í að niðurgreiða tap yfir vetrartímann. „Þannig þetta er vandinn sem við stöndum frammi fyrir, það vantar fjárfestinguna og hún er bara ekki arðbær. Allt púður hefur farið í að byggja upp ferðaþjónustu fyrir sunnan.“ Lítil og arðlaus fjárfesting Hann tekur sem dæmi að hóteluppbygging á öðrum landshlutum sé í lamasessi miðað við þá uppbyggingu sem hafi átt sér stað á Suðurlandi og höfuðborgarsvæði. „Ef við tökum Akureyri sem dæmi, þar var gamla Iðnskólanum var breytt í Icelandair hótel fyrir um tólf árum. Það er eina hótelið sem hefur verið byggt þar á síðustu þrjátíu árum, á meðan þau rísa fjögur til fimm á ári á höfuðborgarsvæðinu.“ Slík hóteluppbygging sé enda ekki arðbær án frekara framlags hins opinbera. Engin töfralausn sé þó í sjónmáli. „Það sem þarf náttúrulega að gera núna, sem tekur samt svolítinn tíma, er að markaðssetja þetta svæði á landinu sem hefur algjörlega farið forgörðum,“ segir Þráinn Lárusson en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni á hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Sprengisandur Múlaþing Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira