Verbúðin lifandi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Elísabet Hanna og Magnús Jochum Pálsson skrifa 31. júlí 2022 20:36 Þorsteinn Þór Traustason hefur endurvakið tíma verbúðarinnar í hvíta tjaldi sínu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Skjáskot Þorsteinn Þór Traustason ákvað að endurverkja Verbúðina í hvíta tjaldi sínu á þjóðhátíð í ár. Það má líkja því við að stíga inn í tímavél að heimsækja skrautlegt tjaldið. Þorsteinn segir markmiðið að láta fólki sem heimsæki tjaldið líða eins og það sé komið heim til ömmu sinnar í kleinur. Þorsteinn Þór Traustason sem er að eigin sögn „borinn og barnfæddur Eyjamaður“ er á sinni 35. þjóðhátíð. Hann var í „fótabaði“ í skrautlegu tjaldi sínu við Sjómannasund í Vestmannaeyjum þegar fréttamaður náði af honum tali til að forvitnast út í hvíta tjaldið hans. Hugmyndina kviknaði við áhorf á Verbúðinni Aðspurður hvaðan Þorsteinn Þór Traustason fékk innblásturinn að tjaldinu sínu sagði hann hugmyndina að tjaldinu hafa kviknað við áhorf á Verbúðinni. Þorsteinn sagðist hafa átt góðar minningar frá þessum tíma og því hafi Verbúðin kveikt í honum. Hann ákvað því að hafa Verbúðarþema í hvíta tjaldinu sínu á þjóðhátíð. Í vetur hafi hann því sankað að sér hlutum sem samræmdust tíðarandanum, komið heim með nýja hluti fyrir tjaldið í hverri viku, konu sinni „til mikillar gleði, eða þannig.“ Aðspurður hvernig hann sankaði að sér hlutunum í tjaldinu sagðist Þorsteinn hafa farið reglulega í Nytjamarkaðinn í Kópavogi til að ná sér í hluti. Svo reglulega að starfsmenn Nytjamarkaðarins væru nánast orðnir vinir hans. Fólk sem kíkir í tjaldið getur gluggað í gömul tölublöð af Æskunni og Húsfreyjunni.Sjáskot Fólk eigi að líða eins og það sé í heimsókn hjá ömmu Þorsteinn segist hafa verið með ákveðna mynd af tjaldinu í huganum í upphafi og söfnunin mótast af því. Lokamynd tjaldsins hafi hins vegar ekki komið fyrr en tjaldið fór upp. Í tjaldinu má sjá ýmiss konar gömul húsgögn sem flytja mann aftur til fortíðar.Skjáskot „Guðbjörg, konan mín, var alltaf að gera grín að mér. Hvort ég ætlaði að vera með þriggja hæða tjald og hvernig ég ætlaði að koma öllu fyrir, með nýja og nýja hluti á hverjum degi.“ Þorsteinn segir að markmiðið með tjaldinu hafi verið að láta fólki líða eins og það væri komið heim til ömmu sinnar í kleinur og segir að fólk hafi akkúrat brugðist þannig við. Þá segir hann að það sé búið að vera troðið í tjaldinu alla hátíðina og fólk í geggjuðum gír. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Þorsteinn Þór Traustason sem er að eigin sögn „borinn og barnfæddur Eyjamaður“ er á sinni 35. þjóðhátíð. Hann var í „fótabaði“ í skrautlegu tjaldi sínu við Sjómannasund í Vestmannaeyjum þegar fréttamaður náði af honum tali til að forvitnast út í hvíta tjaldið hans. Hugmyndina kviknaði við áhorf á Verbúðinni Aðspurður hvaðan Þorsteinn Þór Traustason fékk innblásturinn að tjaldinu sínu sagði hann hugmyndina að tjaldinu hafa kviknað við áhorf á Verbúðinni. Þorsteinn sagðist hafa átt góðar minningar frá þessum tíma og því hafi Verbúðin kveikt í honum. Hann ákvað því að hafa Verbúðarþema í hvíta tjaldinu sínu á þjóðhátíð. Í vetur hafi hann því sankað að sér hlutum sem samræmdust tíðarandanum, komið heim með nýja hluti fyrir tjaldið í hverri viku, konu sinni „til mikillar gleði, eða þannig.“ Aðspurður hvernig hann sankaði að sér hlutunum í tjaldinu sagðist Þorsteinn hafa farið reglulega í Nytjamarkaðinn í Kópavogi til að ná sér í hluti. Svo reglulega að starfsmenn Nytjamarkaðarins væru nánast orðnir vinir hans. Fólk sem kíkir í tjaldið getur gluggað í gömul tölublöð af Æskunni og Húsfreyjunni.Sjáskot Fólk eigi að líða eins og það sé í heimsókn hjá ömmu Þorsteinn segist hafa verið með ákveðna mynd af tjaldinu í huganum í upphafi og söfnunin mótast af því. Lokamynd tjaldsins hafi hins vegar ekki komið fyrr en tjaldið fór upp. Í tjaldinu má sjá ýmiss konar gömul húsgögn sem flytja mann aftur til fortíðar.Skjáskot „Guðbjörg, konan mín, var alltaf að gera grín að mér. Hvort ég ætlaði að vera með þriggja hæða tjald og hvernig ég ætlaði að koma öllu fyrir, með nýja og nýja hluti á hverjum degi.“ Þorsteinn segir að markmiðið með tjaldinu hafi verið að láta fólki líða eins og það væri komið heim til ömmu sinnar í kleinur og segir að fólk hafi akkúrat brugðist þannig við. Þá segir hann að það sé búið að vera troðið í tjaldinu alla hátíðina og fólk í geggjuðum gír.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög