Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu en þrír ökumenn slösuðust lítillega. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í gær en lokað var fyrir umferð um hríð og lögregla stýrði umferð í tvær klukkustundir.

Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í Kollafirði klukkan hálf þrjú í gær. Hjólbarði losnaði af kerru sem bíll var með í eftirdragi, þeyttist yfir á öfugan vegarhelming og framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt, með þeim afleiðingum að fjórar bifreiðar skullu saman.
Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu en þrír ökumenn slösuðust lítillega. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í gær en lokað var fyrir umferð um hríð og lögregla stýrði umferð í tvær klukkustundir.