Ræddi við þrjá fyrrum þjálfara United áður en hann gekk loks til liðs við félagið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. ágúst 2022 22:01 Christian Eriksen hefur oft rætt við forráðamenn United. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen segist hafa rætt um félagsskipti við þrjá fyrrum þjálfara Manchester United áður en hann gekk loks til liðs við félagið í sumar. Þessi fyrrum leikmaður Ajax, Tottenham, Inter og Brentford skrifaði undir þriggja ára samning við United fyrr í sumar, en segist þó áður hafa daðrað við þá hugmynd um að ganga til liðs við félagið. Eriksen segist hafa rætt við Louis van Gaal, Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær þegar þeir stýrðu liðinu, en að tímasetningin hafi aldrei verið rét. „Ég hef rætt við alla stjóra Manchester United til að fara yfir stöðuna, en tímasetningin var aldrei rétt,“ sagði þessi þrítugi knattspyrnumaður. „Ég var lengi hjá Tottenham og mig langaði að prófa að spila í annarri deild. Ég fór til Inter og naut mín vel þar. En svo kom svolítið upp á og það breytti ferlinum og þeirri leið sem ég vildi fara. Að ég sé kominn hingað er ekki eitthvað sem ég sá fyrir mér fyrir ári síðan.“ Eins og flest knattspyrnuáhugafólk ætti að mun þá lenti Eriksen í óhugnalegu atviki í leik með danska landsliðinu gegn því finnska á EM í fyrra. Eriksen hneig þá niður á miðjum vellinum og fór í hjartastopp. Daninn snéri aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr á þessu ári eftir að hafa fengið græddan í sig gangráð, en samkvæmt reglum ítölsku deildarinnar gat Eriksen ekki haldið áfram að spila með Inter. Hann lék því seinni hluta seinasta tímabils með Brentford, en er nú kominn til United. Hann segir að koma þjálfarans Erik ten Hag hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans um að ganga í raðir United. „Ég átti góðar samræður við United. Það var mikil jákvæðni strax í fyrstu símtölunum og mér leið eins og félagið vildi virkilega fá mig, þannig að þetta var ákveðið fyrir löngu.“ „Nærvera Ten Hag hjálpaði klárlega. Hvernig hann horfir á fótbolta og hvernig hann vill spila er eitthvað sem hentar mér vel. Það er líka eitthvað sem ég lærði á tíma mínum hjá Ajax fyrir mörgum árum,“ sagði Eriksen að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Þessi fyrrum leikmaður Ajax, Tottenham, Inter og Brentford skrifaði undir þriggja ára samning við United fyrr í sumar, en segist þó áður hafa daðrað við þá hugmynd um að ganga til liðs við félagið. Eriksen segist hafa rætt við Louis van Gaal, Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær þegar þeir stýrðu liðinu, en að tímasetningin hafi aldrei verið rét. „Ég hef rætt við alla stjóra Manchester United til að fara yfir stöðuna, en tímasetningin var aldrei rétt,“ sagði þessi þrítugi knattspyrnumaður. „Ég var lengi hjá Tottenham og mig langaði að prófa að spila í annarri deild. Ég fór til Inter og naut mín vel þar. En svo kom svolítið upp á og það breytti ferlinum og þeirri leið sem ég vildi fara. Að ég sé kominn hingað er ekki eitthvað sem ég sá fyrir mér fyrir ári síðan.“ Eins og flest knattspyrnuáhugafólk ætti að mun þá lenti Eriksen í óhugnalegu atviki í leik með danska landsliðinu gegn því finnska á EM í fyrra. Eriksen hneig þá niður á miðjum vellinum og fór í hjartastopp. Daninn snéri aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr á þessu ári eftir að hafa fengið græddan í sig gangráð, en samkvæmt reglum ítölsku deildarinnar gat Eriksen ekki haldið áfram að spila með Inter. Hann lék því seinni hluta seinasta tímabils með Brentford, en er nú kominn til United. Hann segir að koma þjálfarans Erik ten Hag hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans um að ganga í raðir United. „Ég átti góðar samræður við United. Það var mikil jákvæðni strax í fyrstu símtölunum og mér leið eins og félagið vildi virkilega fá mig, þannig að þetta var ákveðið fyrir löngu.“ „Nærvera Ten Hag hjálpaði klárlega. Hvernig hann horfir á fótbolta og hvernig hann vill spila er eitthvað sem hentar mér vel. Það er líka eitthvað sem ég lærði á tíma mínum hjá Ajax fyrir mörgum árum,“ sagði Eriksen að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira