Næsta kynslóð af Dodge Charger og Challenger verða rafbílar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. ágúst 2022 07:01 Dodge Charger. Gömlu vígin falla nú hvert á fætur öðru. Fleiri og fleiri rótgrónir framleiðendur eru að snúa sér að hreinum rafbílum. Dodge er sá nýjasti í þeim hópi og það með sportbílum sínum, Charger og Challenger. Charger og Challenger eru tveir af vinsælustu sportbílum Ameríku. Báðir eru goðsagnakenndir þökk sé krafti og útliti sínu, viðráðanlegu verði og átta strokka vélum sem hljóma ískyggilega vel. Margir hefðu haldið að Dodge myndi byrja á að framleiða Ram 1500, pallbílinn sem rafbíl, til að keppa við Ford 150 Lightning og Chevrolet Silverado EV en svo virðist ekki vera. Fulltrúi Dodge hafði samband við Motor1 vefmiðilinn vegna fréttar sem birtist nýlega. Fréttin fjallaði um að Hemi vélarnar sem nú eru í Charger og Challenger myndu koma aftur í næstu kynslóð bílanna. Fulltrúi Dodge sendi tölvupóst sem hljóðaði svo í þýðingu blaðamanns: „Þessi frétt er röng. Hemi vélin í þessum bílum er að hverfa. Næsta kynslóð verður hreinn rafbíll.“ Næsta kynslóð er væntanleg eftir um tvö ár og virðist samkvæmt öllu eiga að vera rafbíll. Væntingar standa til þess að Dodge kynni áform sín um framleiðslu rafbíla seinna í ágúst. Vistvænir bílar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent
Charger og Challenger eru tveir af vinsælustu sportbílum Ameríku. Báðir eru goðsagnakenndir þökk sé krafti og útliti sínu, viðráðanlegu verði og átta strokka vélum sem hljóma ískyggilega vel. Margir hefðu haldið að Dodge myndi byrja á að framleiða Ram 1500, pallbílinn sem rafbíl, til að keppa við Ford 150 Lightning og Chevrolet Silverado EV en svo virðist ekki vera. Fulltrúi Dodge hafði samband við Motor1 vefmiðilinn vegna fréttar sem birtist nýlega. Fréttin fjallaði um að Hemi vélarnar sem nú eru í Charger og Challenger myndu koma aftur í næstu kynslóð bílanna. Fulltrúi Dodge sendi tölvupóst sem hljóðaði svo í þýðingu blaðamanns: „Þessi frétt er röng. Hemi vélin í þessum bílum er að hverfa. Næsta kynslóð verður hreinn rafbíll.“ Næsta kynslóð er væntanleg eftir um tvö ár og virðist samkvæmt öllu eiga að vera rafbíll. Væntingar standa til þess að Dodge kynni áform sín um framleiðslu rafbíla seinna í ágúst.
Vistvænir bílar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent