Umfjöllun og viðtöl: KR-Stjarnan 1-2 | Stjarnan stal sigrinum með seinustu spyrnu leiksins Sindri Már Fannarsson skrifar 4. ágúst 2022 22:50 Stjarnan vann dramatískan sigur gegn KR í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann í kvöld 1-2 sigur á KR með flautumarki á Meistaravöllum í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Stjörnunnar skoraði Málfríður Erna Sigurðardóttir. Fyrri háflleikurinnn fór hægt af stað, fyrsta alvöru færi leikins kom ekki fyrr en eftir rúmlega 20 mínútna leik. Þá sýndi Marcella Barberic í liði KR flotta takta hægra megin í teignum, lék á varnarmann Stjörnunnar og lagði boltanum fyrir á Ísabellu Söru Tryggvadóttur, sem tókst með einhverju klafsi að koma boltanum á Guðmundu Brynju Óladóttur sem var ódekkuð á fjærstönginni. Guðmunda hitti boltann hinsvegar ekki nógu vel svo Chante Sandiford, markvörður Stjörnunnar átti ekki í neinum vandræðum með að taka þann bolta. Þremur mínútum síðar komust KR í keimlíkt færi, Marcella Barberic lék aftur á varnarmann Stjörnunnar hægra megin í teignum og renndi honum á Ísabellu Söru Tryggvadóttur, Ísabella skaut í þetta skiptið og boltinn endaði í markinu. Það sem eftir lifði hálfleiks færðu KR-ingar sig aftar á völlinn og leyfðu Stjörnukonum að stjórna spili og sækja á sig. Það gekk vel upp, Stjarnan fékk ekki nema eitt færi í hálfleiknum þegar boltinn barst til Katrínar Ásbjörnsdóttur á fjærstönginni, hún lét vaða í stöngina og tvær Stjörnukonur reyndu að fylgja eftir í kjölfarið en allt kom ekki, 1-0 í hálfleik fyrir KR. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn af krafti, Katrín Ásbjörnsdóttir átti annað skot í stöngina og út. Á 51. mínútu leiksins fengu Stjörnukonur aukaspyrnu vinstra megin við teiginn, Gyða Kristín Gunnarsdóttir gaf boltann á fjærstöngina þar sem Málfríður Erna Sigurðardóttir skallar boltann inn á marklínu. KR-ingar sáu ekki til sólar það sem eftir lifði leiks, Stjarnan sótti viðstöðulaust en árangurslaust, allt þar til í uppbótartíma. Rétt áður en leikurinn var flautaður af tók Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir hornspyrnu, fann Málfríði Ernu sem kom boltanum aftur í netið með mjöðminni áður en leikurinn var flautaður af. Sætur sigur Stjörnukvenna en sárt tap KR-inga sem þurfa á stigum að halda á botni deildarinnar. Hvers vegna vann Stjarnan? Miðað við gang leiksins hefði sigurinn mátt vera stærri, eða sigurmarkið hefði að minnsta kosti átt að koma fyrr. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en eftir að þær komust yfir stjórnaði Stjarnan leiknum gjörsamlega. Það var eiginlega tímaspursmál hvenær sigurmarkið kæmi en ekki hvort. Hverjar stóðu upp úr? Í KR-liðinu stóð Marcella Barberic upp úr, hún bjó til bæði dauðafæri KR í leiknum og svo áttu miðverðirnir tveir, Laufey Björnsdóttir og Rebekka Sverrisdóttir einnig fínan leik og sömuleiðis Hannah Tillett, nýr miðjumaður KR. Maður leiksins var þó að sjálfsögðu Málfríður Erna Sigurðardóttir, sem skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Gyða Kristín Gunnarsdóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, sem kom af bekknum, áttu sömuleiðis góðan leik. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR í föstum leikatriðum er það sem gerði útaf um leikinn. Það var ekki einungis í mörkunum sem KR töpuðu mönnunum sínum og töpuðu skallaeinvígjum heldur var það viðgangandi allan leikinn. Hvað gerist næst? Stjarnan náði með þessum sigri að halda sér inni í toppbaráttunni við Val og Breiðablik, en Stjarnan er sex stigum á eftir Val og einu á eftir Breiðablik, sem á þó leik til góða. Næsti leikur Stjörnunnar er einmitt á móti Breiðablik, á þriðjudaginn í næstu viku klukkan 20:00 í Garðabænum. KR er hinsvegar í næst-neðsta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Þór/KA og Keflavík sem eiga einn og tvo leiki inni hvort. Næsti leikur KR er gegn ÍBV í Eyjum á þriðjudaginn næstkomandi, klukkan 17:30. „Þetta kom, sem betur fer“ Málfríður Erna skoraði bæði mörk Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Sigurinn var mjög sætur, þar sem þetta kom í endann. Við vorum ekki nógu góðar í leiknum en við náðum þessu,“ sagði Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, í viðtali við Vísi eftir leik. Málfríði Ernu fannst að Stjarnan hefði mátt gera út um leikinn fyrr. „Þetta var soldið stöngin út hjá okkur. Ég hafði ekki miklar áhyggjur en mér fannst við ekki ná að klára. En þetta kom, sem betur fer. Við hefðum mátt skora fyrr, þá líður manni soldið betur, alla vega í vörninni, soldið mikið betur. Þá er ekki eins mikil pressa,“ sagði Málfríður. „Andstæðingurinn sá ekki til sólar“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Fyrstu viðbrögð eru bara ánægja með að hafa unnið leikinn. Við áttum það svo sannarlega inni eftir þessar 90 og tvær eða þrjár mínútur sem leikurinn var. Þannig að það var gott að við skyldum vinna þetta. Við áttum alveg möguleika á því að vera búin að skora þetta annað mark og þriðja mark þannig að við áttum þetta alveg inni,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leik. „Við spiluðum fyrri hálfleikinn bara mjög illa. Við áttum erfitt með að tengja sendingar og það var einhvernveginn hik á okkur og vondur leikur í fyrri hálfleik, samt hefðum við getað skorað úr föstum leikatriðum í fyrri hálfleik eins og við gerum svo í seinni hálfleik, sem var miklu miklu betri, miklu betur spilaður. Andstæðingurinn sá ekki til sólar og það er kannski það sem við tökum úr þessu, að við megum ekki byrja leiki eins svona aftur og við eigum að spila svona eins og við gerðum í seinni hálfleik, af alvöru krafti,“ sagði Kristján. „Þetta er bara eins svekkjandi og það gerist“ Arnar Páll Gissurarson, þjálfari KR.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara eins svekkjandi og það gerist og eins pirrandi og það gerist, að við séum í alvörunni að leyfa þessu gerast á 93. mínútu,“ sagði Arnar Páll Gissurarson, annar þjálfara KR, í samtali við Vísi eftir leik. „Ég er ósáttur með seinni hálfleikinn í heild sinni. Við héldum boltanum illa og gefum þeim færi á að sækja á okkur trekk í trekk. Frábærar í byrjun kannski en seinni hálfleikurinn bara ekki nægilega góður... ...Við þurfum bara að fara að stíga upp. Að mínu mati eigum við að fá eitthvað út úr þessum leik ef við gerum bara aðeins betur. Alveg eins og á móti Breiðablik og í mörgum öðrum leikjum. Við eigum bara að vera betri, ekkert flóknara en það“, sagði Arnar. Besta deild kvenna KR Stjarnan
Stjarnan vann í kvöld 1-2 sigur á KR með flautumarki á Meistaravöllum í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Stjörnunnar skoraði Málfríður Erna Sigurðardóttir. Fyrri háflleikurinnn fór hægt af stað, fyrsta alvöru færi leikins kom ekki fyrr en eftir rúmlega 20 mínútna leik. Þá sýndi Marcella Barberic í liði KR flotta takta hægra megin í teignum, lék á varnarmann Stjörnunnar og lagði boltanum fyrir á Ísabellu Söru Tryggvadóttur, sem tókst með einhverju klafsi að koma boltanum á Guðmundu Brynju Óladóttur sem var ódekkuð á fjærstönginni. Guðmunda hitti boltann hinsvegar ekki nógu vel svo Chante Sandiford, markvörður Stjörnunnar átti ekki í neinum vandræðum með að taka þann bolta. Þremur mínútum síðar komust KR í keimlíkt færi, Marcella Barberic lék aftur á varnarmann Stjörnunnar hægra megin í teignum og renndi honum á Ísabellu Söru Tryggvadóttur, Ísabella skaut í þetta skiptið og boltinn endaði í markinu. Það sem eftir lifði hálfleiks færðu KR-ingar sig aftar á völlinn og leyfðu Stjörnukonum að stjórna spili og sækja á sig. Það gekk vel upp, Stjarnan fékk ekki nema eitt færi í hálfleiknum þegar boltinn barst til Katrínar Ásbjörnsdóttur á fjærstönginni, hún lét vaða í stöngina og tvær Stjörnukonur reyndu að fylgja eftir í kjölfarið en allt kom ekki, 1-0 í hálfleik fyrir KR. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn af krafti, Katrín Ásbjörnsdóttir átti annað skot í stöngina og út. Á 51. mínútu leiksins fengu Stjörnukonur aukaspyrnu vinstra megin við teiginn, Gyða Kristín Gunnarsdóttir gaf boltann á fjærstöngina þar sem Málfríður Erna Sigurðardóttir skallar boltann inn á marklínu. KR-ingar sáu ekki til sólar það sem eftir lifði leiks, Stjarnan sótti viðstöðulaust en árangurslaust, allt þar til í uppbótartíma. Rétt áður en leikurinn var flautaður af tók Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir hornspyrnu, fann Málfríði Ernu sem kom boltanum aftur í netið með mjöðminni áður en leikurinn var flautaður af. Sætur sigur Stjörnukvenna en sárt tap KR-inga sem þurfa á stigum að halda á botni deildarinnar. Hvers vegna vann Stjarnan? Miðað við gang leiksins hefði sigurinn mátt vera stærri, eða sigurmarkið hefði að minnsta kosti átt að koma fyrr. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en eftir að þær komust yfir stjórnaði Stjarnan leiknum gjörsamlega. Það var eiginlega tímaspursmál hvenær sigurmarkið kæmi en ekki hvort. Hverjar stóðu upp úr? Í KR-liðinu stóð Marcella Barberic upp úr, hún bjó til bæði dauðafæri KR í leiknum og svo áttu miðverðirnir tveir, Laufey Björnsdóttir og Rebekka Sverrisdóttir einnig fínan leik og sömuleiðis Hannah Tillett, nýr miðjumaður KR. Maður leiksins var þó að sjálfsögðu Málfríður Erna Sigurðardóttir, sem skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Gyða Kristín Gunnarsdóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, sem kom af bekknum, áttu sömuleiðis góðan leik. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR í föstum leikatriðum er það sem gerði útaf um leikinn. Það var ekki einungis í mörkunum sem KR töpuðu mönnunum sínum og töpuðu skallaeinvígjum heldur var það viðgangandi allan leikinn. Hvað gerist næst? Stjarnan náði með þessum sigri að halda sér inni í toppbaráttunni við Val og Breiðablik, en Stjarnan er sex stigum á eftir Val og einu á eftir Breiðablik, sem á þó leik til góða. Næsti leikur Stjörnunnar er einmitt á móti Breiðablik, á þriðjudaginn í næstu viku klukkan 20:00 í Garðabænum. KR er hinsvegar í næst-neðsta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Þór/KA og Keflavík sem eiga einn og tvo leiki inni hvort. Næsti leikur KR er gegn ÍBV í Eyjum á þriðjudaginn næstkomandi, klukkan 17:30. „Þetta kom, sem betur fer“ Málfríður Erna skoraði bæði mörk Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Sigurinn var mjög sætur, þar sem þetta kom í endann. Við vorum ekki nógu góðar í leiknum en við náðum þessu,“ sagði Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, í viðtali við Vísi eftir leik. Málfríði Ernu fannst að Stjarnan hefði mátt gera út um leikinn fyrr. „Þetta var soldið stöngin út hjá okkur. Ég hafði ekki miklar áhyggjur en mér fannst við ekki ná að klára. En þetta kom, sem betur fer. Við hefðum mátt skora fyrr, þá líður manni soldið betur, alla vega í vörninni, soldið mikið betur. Þá er ekki eins mikil pressa,“ sagði Málfríður. „Andstæðingurinn sá ekki til sólar“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Fyrstu viðbrögð eru bara ánægja með að hafa unnið leikinn. Við áttum það svo sannarlega inni eftir þessar 90 og tvær eða þrjár mínútur sem leikurinn var. Þannig að það var gott að við skyldum vinna þetta. Við áttum alveg möguleika á því að vera búin að skora þetta annað mark og þriðja mark þannig að við áttum þetta alveg inni,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leik. „Við spiluðum fyrri hálfleikinn bara mjög illa. Við áttum erfitt með að tengja sendingar og það var einhvernveginn hik á okkur og vondur leikur í fyrri hálfleik, samt hefðum við getað skorað úr föstum leikatriðum í fyrri hálfleik eins og við gerum svo í seinni hálfleik, sem var miklu miklu betri, miklu betur spilaður. Andstæðingurinn sá ekki til sólar og það er kannski það sem við tökum úr þessu, að við megum ekki byrja leiki eins svona aftur og við eigum að spila svona eins og við gerðum í seinni hálfleik, af alvöru krafti,“ sagði Kristján. „Þetta er bara eins svekkjandi og það gerist“ Arnar Páll Gissurarson, þjálfari KR.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara eins svekkjandi og það gerist og eins pirrandi og það gerist, að við séum í alvörunni að leyfa þessu gerast á 93. mínútu,“ sagði Arnar Páll Gissurarson, annar þjálfara KR, í samtali við Vísi eftir leik. „Ég er ósáttur með seinni hálfleikinn í heild sinni. Við héldum boltanum illa og gefum þeim færi á að sækja á okkur trekk í trekk. Frábærar í byrjun kannski en seinni hálfleikurinn bara ekki nægilega góður... ...Við þurfum bara að fara að stíga upp. Að mínu mati eigum við að fá eitthvað út úr þessum leik ef við gerum bara aðeins betur. Alveg eins og á móti Breiðablik og í mörgum öðrum leikjum. Við eigum bara að vera betri, ekkert flóknara en það“, sagði Arnar.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti