Ten Hag: Cristiano Ronaldo þarf að sanna sig fyrir mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 12:00 Það er enginn séra Jón hjá Erik ten Hag ekki einu sinni Cristiano Ronaldo sem fagnar hér marki fyrir Manchester United á móti Brentford á Old Trafford á síðasta tímabili. Getty/Naomi Baker Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður sögunnar og með mörk og titla á ferilskránni sem gera tilkall til þess að hann sé sá besti sem hefur spilað leikinn. Það dugar honum skammt þegar kemur að nýja knattspyrnustjóranum hans á Old Trafford. Hollendingurinn Erik ten Hag tók við liði Manchester United í sumar og það er enginn séra Jón hjá honum ef marka má nýtt viðtal. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur verið að reyna að komast í burtu frá United í allt sumar en kom í fyrsta sinn við sögu í æfingarleik um helgina. Ronaldo var tekinn út af í hálfleik og yfirgaf Old Trafford áður en leiknum lauk við litlar vinsældir hjá Ten Hag. Ten Hag var spurður út í stöðuna á Ronaldo og það er klárt að portúgalska goðsögnin labbar ekkert inn í liðið hjá honum. Hann þarf að komast í alvöru leikform fyrst. „Ég held að hann geti komist í sitt allra besta form. Hann var bara að byrja undirbúninginn sinn fyrir tímabilið og hann er frábær fótboltamaður. Hann hefur sannað það svo oft,“ sagði Erik ten Hag. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Ef Ronaldo ætlar að spila alvöru hlutverk hjá United á komandi tímabili þá þarf að hann standa sig á æfingasvæðinu og komast í sitt besta leikform. „Þú verður aftur á móti alltaf metinn út frá því sem þú ert að skila núna, hvað þú ert að bjóða upp á og hver frammistaðan þín er á þessum tímapunkti. Liðið og Cristiano sjálfur þurfa að sýna það og sanna. Ronaldo þarf að koma sér í form og sanna sig,“ sagði Ten Hag. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Hollendingurinn Erik ten Hag tók við liði Manchester United í sumar og það er enginn séra Jón hjá honum ef marka má nýtt viðtal. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur verið að reyna að komast í burtu frá United í allt sumar en kom í fyrsta sinn við sögu í æfingarleik um helgina. Ronaldo var tekinn út af í hálfleik og yfirgaf Old Trafford áður en leiknum lauk við litlar vinsældir hjá Ten Hag. Ten Hag var spurður út í stöðuna á Ronaldo og það er klárt að portúgalska goðsögnin labbar ekkert inn í liðið hjá honum. Hann þarf að komast í alvöru leikform fyrst. „Ég held að hann geti komist í sitt allra besta form. Hann var bara að byrja undirbúninginn sinn fyrir tímabilið og hann er frábær fótboltamaður. Hann hefur sannað það svo oft,“ sagði Erik ten Hag. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Ef Ronaldo ætlar að spila alvöru hlutverk hjá United á komandi tímabili þá þarf að hann standa sig á æfingasvæðinu og komast í sitt besta leikform. „Þú verður aftur á móti alltaf metinn út frá því sem þú ert að skila núna, hvað þú ert að bjóða upp á og hver frammistaðan þín er á þessum tímapunkti. Liðið og Cristiano sjálfur þurfa að sýna það og sanna. Ronaldo þarf að koma sér í form og sanna sig,“ sagði Ten Hag. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira