Arsenal búið að eyða meiri pening en allir í síðustu gluggum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 15:30 Gabriel Jesus kom frá Manchester City og hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu. Getty/Stuart MacFarlane Það er mikil spenna með stuðningsmanna Arsenal fyrir þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni eftir mjög jákvætt undirbúningstímabil og að því virðist vel heppnuð innkaup. Spænski knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur verið að móta nýtt lið og hann hefur líka fengið peninga í leikmannakaup. Sky Sports birti þannig töflu yfir þau félög sem hafa eytt mestum pening í síðustu þremur félagsskiptagluggum og þar er Arsenal í efsta sæti. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Arsenal hefur eytt 278,3 milljónum punda í nýja leikmenn frá því sumarið 2021 og er það talsvert meira en næsta lið sem er Manchester City. Chelsea og Manchester United hafa líka öll eytt yfir tvö hundruð milljónum punda. Í sumar keypti Arsenal framherjann Gabriel Jesus frá Manchester City, miðjumanninn Fábio Vieira frá Porto, kantmanninn Marquinhos frá São Paulo og bakvörðinn Oleksandr Zinchenko frá City auk þess að fá bandaríska markvörðinn Matt Turner frá New England Revolution. Á síðustu leiktíð þá keypti Arsenal meðal annars Martin Ødegaard frá Real Madrid, Aaron Ramsdale frá Sheffield United, Benjamin White frá Brighton & Hove Albion, Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht og Takehiro Tomiyasu frá Bologna. Öll þessi innkaup hafa miðlað að því að setja saman nýtt lið sem getur komið Arsenal aftur á þann stall sem liðið var á árum áður undir stjórn Arsene Wenger. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmenn félagsisn, fyrst hrörnun liðsins á lokatímabilum Wengers og svo vandræðin með eftirmann Frakkans. Nú líta hlutirnir aftur á móti mun betur út. Arsenal heimsækir Crystal Palace í kvöld í fyrsta leiknum á nýju tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvort liðið geti byrjað tímabilið af krafti og sýnt að það eigi heima í Meistaradeildarsæti eða jafnvel enn ofar. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Spænski knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur verið að móta nýtt lið og hann hefur líka fengið peninga í leikmannakaup. Sky Sports birti þannig töflu yfir þau félög sem hafa eytt mestum pening í síðustu þremur félagsskiptagluggum og þar er Arsenal í efsta sæti. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Arsenal hefur eytt 278,3 milljónum punda í nýja leikmenn frá því sumarið 2021 og er það talsvert meira en næsta lið sem er Manchester City. Chelsea og Manchester United hafa líka öll eytt yfir tvö hundruð milljónum punda. Í sumar keypti Arsenal framherjann Gabriel Jesus frá Manchester City, miðjumanninn Fábio Vieira frá Porto, kantmanninn Marquinhos frá São Paulo og bakvörðinn Oleksandr Zinchenko frá City auk þess að fá bandaríska markvörðinn Matt Turner frá New England Revolution. Á síðustu leiktíð þá keypti Arsenal meðal annars Martin Ødegaard frá Real Madrid, Aaron Ramsdale frá Sheffield United, Benjamin White frá Brighton & Hove Albion, Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht og Takehiro Tomiyasu frá Bologna. Öll þessi innkaup hafa miðlað að því að setja saman nýtt lið sem getur komið Arsenal aftur á þann stall sem liðið var á árum áður undir stjórn Arsene Wenger. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmenn félagsisn, fyrst hrörnun liðsins á lokatímabilum Wengers og svo vandræðin með eftirmann Frakkans. Nú líta hlutirnir aftur á móti mun betur út. Arsenal heimsækir Crystal Palace í kvöld í fyrsta leiknum á nýju tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvort liðið geti byrjað tímabilið af krafti og sýnt að það eigi heima í Meistaradeildarsæti eða jafnvel enn ofar.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira