Þjálfari Gróttu í bann fyrir að ógna dómara Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 09:56 Chris Brazell missir af næstu þremur leikjum Gróttu vegna leikbanns. Grótta/Eyjólfur Garðarsson Chris Brazell, þjálfari karlaliðs Gróttu í fótbolta, missir af næstu þremur leikjum liðsins í Lengjudeildinni eftir að hafa verið úrskurðaður í bann af aga- og úrskurðanefnd KSÍ. Bannið fær Brazell vegna ógnandi hegðunar í garð dómarans reynslumikla Erlends Eiríkssonar sem dæmdi leik Gróttu við HK í Kórnum 27. júlí. Í úrskurðinum segir nánar tiltekið að framkoma þjálfara Gróttu hafi verið „alvarleg og vítaverð og falið í sér ógnandi tilburði gagnvart dómara leiksins“. Samkvæmt frétt Fótbolta.net, sem byggir á frásögnum heimildamanns í Kórnum, þurfti Erlendur öryggisfylgd af staðnum vegna hegðunar Brazells. Þjálfarinn beið fyrir utan klefa dómarans eftir leik og þegar honum hafði verið vísað úr húsi beið hann áfram þar eftir því að Erlendur kæmi út. Leikurinn skipti miklu máli varðandi baráttuna um að komast upp í Bestu deild en HK fór með 2-1 sigur af hólmi. Tveir úr liðsstjórn Gróttu fengu að líta rauða spjaldið í leiknum; aðstoðarþjálfarinn Halldór Kristján Baldursson og Ástráður Leó Birgisson. Þeir fengu eins leiks bann hvor. Grótta fékk 100.000 króna sekt vegna hegðunar Brazells og hafði áður fengið 40.000 króna sekt vegna brottvísana Halldórs og Ástráðs. Næsti leikur Gróttu er í kvöld þegar liðið sækir KV heim í grannaslag en Brazell missir einnig af leikjum við Aftureldingu og Þrótt Vogum. Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Bannið fær Brazell vegna ógnandi hegðunar í garð dómarans reynslumikla Erlends Eiríkssonar sem dæmdi leik Gróttu við HK í Kórnum 27. júlí. Í úrskurðinum segir nánar tiltekið að framkoma þjálfara Gróttu hafi verið „alvarleg og vítaverð og falið í sér ógnandi tilburði gagnvart dómara leiksins“. Samkvæmt frétt Fótbolta.net, sem byggir á frásögnum heimildamanns í Kórnum, þurfti Erlendur öryggisfylgd af staðnum vegna hegðunar Brazells. Þjálfarinn beið fyrir utan klefa dómarans eftir leik og þegar honum hafði verið vísað úr húsi beið hann áfram þar eftir því að Erlendur kæmi út. Leikurinn skipti miklu máli varðandi baráttuna um að komast upp í Bestu deild en HK fór með 2-1 sigur af hólmi. Tveir úr liðsstjórn Gróttu fengu að líta rauða spjaldið í leiknum; aðstoðarþjálfarinn Halldór Kristján Baldursson og Ástráður Leó Birgisson. Þeir fengu eins leiks bann hvor. Grótta fékk 100.000 króna sekt vegna hegðunar Brazells og hafði áður fengið 40.000 króna sekt vegna brottvísana Halldórs og Ástráðs. Næsti leikur Gróttu er í kvöld þegar liðið sækir KV heim í grannaslag en Brazell missir einnig af leikjum við Aftureldingu og Þrótt Vogum.
Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira