HK og Fylkir skrefi nær Bestu deildinni | Sjáðu ótrúlegt mark Emils Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 21:51 Emil Ásmundsson skoraði stórkostlegt mark fyrir Fylki í kvöld. vísir/bára Fjórir leikir voru á dagskrá í 15. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta í kvöld og þrír leikir í Lengjudeild kvenna. HK er í góðri stöðu til að fara upp í báðum. Topplið HK heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ en heimamenn höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir heimsókn HK-inga. Þar hélt Stefán Ingi Sigurðarson uppteknum hætti og skoraði sitt tíunda mark í sumar er hann tryggði HK 1-0 sigur. HK er þar með komið í 34 stig á toppi deildarinnar en Fylkir var aðeins stigi á eftir þeim fyrir umferðina og þurfti því sigur til að halda í við Kópavogsliðið í toppbaráttunni. Fylkir fékk Grindavík í heimsókn en Emil Ásmundsson, sem er á láni frá KR, kom Fylki yfir á 5. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á Íslandi síðan 2019. Kairo Edwards-John jafnaði fyrir Grindvíkinga á 12. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir gestina af vítapunktinum á 24. mínútu. Hvaða fokking rugl er þetta? pic.twitter.com/pP2FAfPcPR— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) August 5, 2022 2-1 var fyrir Grindavík í hléi en aftur byrjaði Emil hálfleikinn af krafti. Hann skoraði stórglæsilegt mark á 51. mínútu þegar hann klippti boltann frá vítateigslínu upp í samskeytin. Einhver skjálfti virðist hafa gripið um sig hjá Grindvíkingum en Birkir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu tvö mörk með skömmu millibili til að snúa taflinu við og koma Fylki 4-2 yfir. Arnór Gauti Jónsson innsiglaði þá 5-2 sigur Fylkis á 88. mínútu leiksins. Óvæntur sigur KV á þjálfaralausum grönnum Á Auto Park í Vesturbæ Reykjavíkur tók KV á móti Gróttu í grannaslag. Grótta var án þjálfara síns Chris Brazzell sem var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna ógnandi tilburða í garð dómara eftir leik Gróttu við HK á dögunum. KV var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næst neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti. Liðið vann hins vegar sinn þriðja sigur í sumar í leiknum, 2-1, gegn Gróttuliði sem tapaði sínum þriðja leik í röð og það fjarlægist sífellt efstu lið deildarinnar. Fjölnir, sem er í þriðja sæti, tapaði einnig stigum í baráttunni á toppnum er liðið gerði markalaust jafntefli við Kórdrengi. Mikið þarf að breytast til að toppliðin tvö, HK og Fylkir, fari ekki beinustu leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. HK er með 34 stig, Fylkir 33 en Fjölnir með 24 í þriðja sæti en Grótta, Afturelding, Selfoss og Vestri eru með 22 stig þar fyrir neðan. HK vann nágrannaslaginn Í Lengjudeild kvenna hafði HK betur, 2-1, gegn Augnabliki í Fífunni eftir að hafa lent undir. Júlía Katrín Baldursdóttir kom Augnabliki yfir á 28. mínútu en á 30. mínútu jafnaði Isabella Eva Aradóttir og aðeins þremur mínútum síðar kom Magðalena Ólafsdóttir HK yfir og þar við sat. HK er í harðri toppbaráttu í deildinni en liðið er með 29 stig í öðru sæti, þremur á eftir toppliði FH. Tindastóll er aðeins stigi á eftir HK eftir 5-0 útisigur liðsins á Haukum að Ásvöllum. Aldís María Jóhannsdóttir, Hannah Jade Cade, Murielle Tiernan og Hugrún Pálsdóttir skoruðu mörk norðankvenna, auk þess sem Dagrún Birta Karlsdóttir úr Haukum skoraði sjálfsmark. Víkingur og Fylkir gerðu þá markalaust jafntefli í Víkinni. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla HK Fylkir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Topplið HK heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ en heimamenn höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir heimsókn HK-inga. Þar hélt Stefán Ingi Sigurðarson uppteknum hætti og skoraði sitt tíunda mark í sumar er hann tryggði HK 1-0 sigur. HK er þar með komið í 34 stig á toppi deildarinnar en Fylkir var aðeins stigi á eftir þeim fyrir umferðina og þurfti því sigur til að halda í við Kópavogsliðið í toppbaráttunni. Fylkir fékk Grindavík í heimsókn en Emil Ásmundsson, sem er á láni frá KR, kom Fylki yfir á 5. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á Íslandi síðan 2019. Kairo Edwards-John jafnaði fyrir Grindvíkinga á 12. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir gestina af vítapunktinum á 24. mínútu. Hvaða fokking rugl er þetta? pic.twitter.com/pP2FAfPcPR— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) August 5, 2022 2-1 var fyrir Grindavík í hléi en aftur byrjaði Emil hálfleikinn af krafti. Hann skoraði stórglæsilegt mark á 51. mínútu þegar hann klippti boltann frá vítateigslínu upp í samskeytin. Einhver skjálfti virðist hafa gripið um sig hjá Grindvíkingum en Birkir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu tvö mörk með skömmu millibili til að snúa taflinu við og koma Fylki 4-2 yfir. Arnór Gauti Jónsson innsiglaði þá 5-2 sigur Fylkis á 88. mínútu leiksins. Óvæntur sigur KV á þjálfaralausum grönnum Á Auto Park í Vesturbæ Reykjavíkur tók KV á móti Gróttu í grannaslag. Grótta var án þjálfara síns Chris Brazzell sem var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna ógnandi tilburða í garð dómara eftir leik Gróttu við HK á dögunum. KV var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næst neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti. Liðið vann hins vegar sinn þriðja sigur í sumar í leiknum, 2-1, gegn Gróttuliði sem tapaði sínum þriðja leik í röð og það fjarlægist sífellt efstu lið deildarinnar. Fjölnir, sem er í þriðja sæti, tapaði einnig stigum í baráttunni á toppnum er liðið gerði markalaust jafntefli við Kórdrengi. Mikið þarf að breytast til að toppliðin tvö, HK og Fylkir, fari ekki beinustu leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. HK er með 34 stig, Fylkir 33 en Fjölnir með 24 í þriðja sæti en Grótta, Afturelding, Selfoss og Vestri eru með 22 stig þar fyrir neðan. HK vann nágrannaslaginn Í Lengjudeild kvenna hafði HK betur, 2-1, gegn Augnabliki í Fífunni eftir að hafa lent undir. Júlía Katrín Baldursdóttir kom Augnabliki yfir á 28. mínútu en á 30. mínútu jafnaði Isabella Eva Aradóttir og aðeins þremur mínútum síðar kom Magðalena Ólafsdóttir HK yfir og þar við sat. HK er í harðri toppbaráttu í deildinni en liðið er með 29 stig í öðru sæti, þremur á eftir toppliði FH. Tindastóll er aðeins stigi á eftir HK eftir 5-0 útisigur liðsins á Haukum að Ásvöllum. Aldís María Jóhannsdóttir, Hannah Jade Cade, Murielle Tiernan og Hugrún Pálsdóttir skoruðu mörk norðankvenna, auk þess sem Dagrún Birta Karlsdóttir úr Haukum skoraði sjálfsmark. Víkingur og Fylkir gerðu þá markalaust jafntefli í Víkinni.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla HK Fylkir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti