Cornet skrifaði undir fimm ára samning við West Ham, en kaupverðið á leikmanninum er ekki gefið upp. Hann var þó með klásúlu í samningi sínum við Burnley sem sagði að hann mætti fara ef tilboð upp á 17, 5 milljónir punda myndi berast í hann.
Welcome to West Ham United, Maxwel Cornet! 👋 pic.twitter.com/dLRWhGLcxg
— West Ham United (@WestHam) August 5, 2022
Fílabeinsstrendingurinn var markahæsti leikmaður Burnley á seinasta tímabili. Hann skoraði níu mörk í 28 deildarleikjum er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.
Cornet leikur alla jafna á vinstri kanti, en hann getur einnig leyst stöðu vængbakvarðar eða bakvarðar.
„Hann er fjölhæfur leikmaður með mikla reynslu, bæði í ensku úrvalsdeildinni og Evrópubolta. Hann mun styrkja liðið okkar mikið,“ sagði knattspyrnustjórinn David Moyes um nýja leikmanninn.
„Hann lagði mark sitt á leikina hjá Burnley á seinasta tímabili og ég er hrifinn af því hversu viljugur hann er að bæta sig hér hjá West Ham.“