Vildu ekki sjá Partey: „Ofbeldismenn verða að sæta ábyrgð burt séð frá mikilvægi þeirra“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2022 07:00 Partey í leik föstudagsins. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Borða sem var flogið aftan úr flugvél yfir Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace, þegar Arsenal vann þar 2-0 sigur í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld hefur vakið athygli. Stuðningsmenn Arsenal voru að baki borðanum ásamt kvenréttindabaráttuhreyfingunni Level Up. Stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Ganamanninn Thomas Partey í liði sínu á meðan nauðgunarkærur hanga yfir honum. Greint var frá því fyrr í sumar að ónefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni ætti yfir höfði sér kæru frá konu fyrir nauðgun. Síðar hefur komið í ljós að leikmaðurinn sem um ræðir er Thomas Partey, miðjumaður Arsenal. Alls voru þrjár ákærur lagðar fram af tveimur konum gegn Partey en ein þeirra kæra hefur verið látin niður falla. Hinar tvær eru aftur á móti enn til meðferðar. Þrír aðrir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafa á síðastliðnum tólf mánuðum verið ákærðir fyrir ofbeldi gegn konum og enginn þeirra hefur spilað leik eða æft með liði sínu síðan. Þeir eru Gylfi Þór Sigurðsson, sem var hjá Everton, Benjamin Mendy, úr Manchester City, og Mason Greenwood, úr Manchester United. Arsenal hefur farið aðra leið en áðurnefnd félög og hafa ákærurnar sem hanga yfir Partey engin áhrif haft á hans stöðu hjá félaginu. Hann hefur æft með félaginu og spilaði allan leikinn fyrir Arsenal er liðið vann 2-0 á föstudagskvöldið. There's a plane flying over Selhurst Park tonight before kickoff between @Arsenal and @CPFC that has a banner attached about kicking rapists off the pitch. #unexpected pic.twitter.com/S3soOg5NOP— (@OperaCreep) August 5, 2022 Ekki eru allir Arsenal-stuðningsmenn sáttir við það en á borðanum sem var flogið yfir Selhurst Park á föstudagskvöldið var ritað: „Sparkið nauðgurum af vellinum,“. Kvenréttindasamtökin Level Up hafa tekið ábyrgð á borðanum sem var fjármagnaður af stuðningsmönnum Arsenal sem styðja mótmælin gegn Partey. The Athletic hefur eftir Mikey Franklin stuðningsmanni Arsenal: „Sem Arsenal stuðningsmaður frá blautu barnsbeini vil ég sjá félagið okkar leiða deildina í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Hver sá sem beitir konur ofbeldi verður að sæta ábyrgð, burt séð frá því hversu mikilvægur hann er velgengni síns liðs,“ Enska úrvalsdeildin tók það skref í vikunni að skylda alla leikmenn til fræðslu um samþykki í kynlífi til að bregðast við þeim málum sem komið hafa upp að undanförnu og í von um að koma í veg fyrir að þau verði fleiri. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Greint var frá því fyrr í sumar að ónefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni ætti yfir höfði sér kæru frá konu fyrir nauðgun. Síðar hefur komið í ljós að leikmaðurinn sem um ræðir er Thomas Partey, miðjumaður Arsenal. Alls voru þrjár ákærur lagðar fram af tveimur konum gegn Partey en ein þeirra kæra hefur verið látin niður falla. Hinar tvær eru aftur á móti enn til meðferðar. Þrír aðrir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafa á síðastliðnum tólf mánuðum verið ákærðir fyrir ofbeldi gegn konum og enginn þeirra hefur spilað leik eða æft með liði sínu síðan. Þeir eru Gylfi Þór Sigurðsson, sem var hjá Everton, Benjamin Mendy, úr Manchester City, og Mason Greenwood, úr Manchester United. Arsenal hefur farið aðra leið en áðurnefnd félög og hafa ákærurnar sem hanga yfir Partey engin áhrif haft á hans stöðu hjá félaginu. Hann hefur æft með félaginu og spilaði allan leikinn fyrir Arsenal er liðið vann 2-0 á föstudagskvöldið. There's a plane flying over Selhurst Park tonight before kickoff between @Arsenal and @CPFC that has a banner attached about kicking rapists off the pitch. #unexpected pic.twitter.com/S3soOg5NOP— (@OperaCreep) August 5, 2022 Ekki eru allir Arsenal-stuðningsmenn sáttir við það en á borðanum sem var flogið yfir Selhurst Park á föstudagskvöldið var ritað: „Sparkið nauðgurum af vellinum,“. Kvenréttindasamtökin Level Up hafa tekið ábyrgð á borðanum sem var fjármagnaður af stuðningsmönnum Arsenal sem styðja mótmælin gegn Partey. The Athletic hefur eftir Mikey Franklin stuðningsmanni Arsenal: „Sem Arsenal stuðningsmaður frá blautu barnsbeini vil ég sjá félagið okkar leiða deildina í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Hver sá sem beitir konur ofbeldi verður að sæta ábyrgð, burt séð frá því hversu mikilvægur hann er velgengni síns liðs,“ Enska úrvalsdeildin tók það skref í vikunni að skylda alla leikmenn til fræðslu um samþykki í kynlífi til að bregðast við þeim málum sem komið hafa upp að undanförnu og í von um að koma í veg fyrir að þau verði fleiri.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira