Keppendum til halds og trausts verða Eva Laufey og Gummi Ben. Dómararnir eru engir aðrir en Siggi Hall og Hrefna Sætran.
Eins og sjá má í stiklunni hér að neðan virðist Steindi í töluverðum vandræðum með að skera avókadóið. Dómararnir hrista hausinn og Gummi Ben spyr einfaldlega hvað Steindi sé að pæla.
Fimmta þáttaröðin af Ísskápastríði hóf göngu sína á Stöð 2 í sumar og er lokaþátturinn sá áttundi í seríunni.
Keppnin fer þannig fram að keppendur velja sér ísskáp sem ýmist inniheldur hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem þau eiga að matreiða á fyrir fram ákveðnum tíma.
Lokaþátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld en alla þættina má einnig nálgast á Stöð 2+.