Rabiot á að leysa vandræðin á miðsvæði Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. ágúst 2022 09:14 Adrien Rabiot (til hægri) er nú orðaður við Manchester United. EPA-EFE/CLAUDIO PERI Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United vill fá hinn 27 ára gamla Adrien Rabiot frá Juventus. Á hann að leysa vandræði liðsins á miðsvæðinu en Man United hóf ensku úrvalsdeildina á 1-2 tapi á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion. Man United hefur ekki gengið sem skyldi á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er leikmannahópur liðsins mögulega slakari á þessari leiktíð en því síðasta. Í leiknum gegn Brighton var Fred og Scott McTomiany stillt upp á miðri miðjunni með Bruno Fernandes fyrir framan þá og svo Christian Eriksen einan upp á topp. Það kemur því lítið á óvart að félagið virðist vera tilbúið að fá nánasthvern sem er inn. Því til sönnunar má benda á að Marko Arnautović - leikmaður Bologna á Ítalíu - er nú orðaður við Man Utd. Nú greinir The Athletic frá því að Man United sé að vinna hörðum höndum að því að sækja Rabiot frá Juventus þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Erik Ten Hag hefur ekki farið leynt með ást sína á Frenkie De Jong, miðjumanni Barcelona, og var talið að félögin hefðu komist að samkomulagi í síðasta mánuði. De Jong er hins vegar enn leikmaður Barcelona og Man United getur var beðið mikið lengur með að styrkja miðsvæði sitt. Rabiot hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2019 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann var í lykilhlutverki framan af ferli sínu með Juventus en talið var að koma landa hans Paul Pogba – sem kom á frjálsri sölu frá Man Utd – myndi hefta tækifæri Rabiot. Einnig var talið að Juventus þyrfti að losa leikmanninn af launaskrá svo hægt væri að fá inn nýja leikmenn. EXCL: Man Utd United working on deal to sign Adrien Rabiot from Juventus. #MUFC must decide if they proceed irrespective of ongoing De Jong pursuit or await outcome of that before deciding. 27yo France midfielder has 1yr on #Juve contract @TheAthleticUK https://t.co/kUM6VeImK7— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Paul Pogba er hins vegar meiddur næstu mánuði og því gæti Rabiot fengið sín tækifæri með Juventus í vetur. Hann spilaði til að mynda 45 mínútur er liðið steinlá 4-0 gegn Atlético Madríd í vináttuleik nú um helgina. Hvort Rabiot hafi svo áhuga á að ganga til liðs við Man United eins og staðan er í dag er allt önnur spurning en talið er að þó nokkur lið hafi áhuga á þessum franska miðvallarleikmanni sem hefur spilað alls 29 sinnum fyrir A-landslið Frakklands. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Sjá meira
Man United hefur ekki gengið sem skyldi á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er leikmannahópur liðsins mögulega slakari á þessari leiktíð en því síðasta. Í leiknum gegn Brighton var Fred og Scott McTomiany stillt upp á miðri miðjunni með Bruno Fernandes fyrir framan þá og svo Christian Eriksen einan upp á topp. Það kemur því lítið á óvart að félagið virðist vera tilbúið að fá nánasthvern sem er inn. Því til sönnunar má benda á að Marko Arnautović - leikmaður Bologna á Ítalíu - er nú orðaður við Man Utd. Nú greinir The Athletic frá því að Man United sé að vinna hörðum höndum að því að sækja Rabiot frá Juventus þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Erik Ten Hag hefur ekki farið leynt með ást sína á Frenkie De Jong, miðjumanni Barcelona, og var talið að félögin hefðu komist að samkomulagi í síðasta mánuði. De Jong er hins vegar enn leikmaður Barcelona og Man United getur var beðið mikið lengur með að styrkja miðsvæði sitt. Rabiot hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2019 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann var í lykilhlutverki framan af ferli sínu með Juventus en talið var að koma landa hans Paul Pogba – sem kom á frjálsri sölu frá Man Utd – myndi hefta tækifæri Rabiot. Einnig var talið að Juventus þyrfti að losa leikmanninn af launaskrá svo hægt væri að fá inn nýja leikmenn. EXCL: Man Utd United working on deal to sign Adrien Rabiot from Juventus. #MUFC must decide if they proceed irrespective of ongoing De Jong pursuit or await outcome of that before deciding. 27yo France midfielder has 1yr on #Juve contract @TheAthleticUK https://t.co/kUM6VeImK7— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Paul Pogba er hins vegar meiddur næstu mánuði og því gæti Rabiot fengið sín tækifæri með Juventus í vetur. Hann spilaði til að mynda 45 mínútur er liðið steinlá 4-0 gegn Atlético Madríd í vináttuleik nú um helgina. Hvort Rabiot hafi svo áhuga á að ganga til liðs við Man United eins og staðan er í dag er allt önnur spurning en talið er að þó nokkur lið hafi áhuga á þessum franska miðvallarleikmanni sem hefur spilað alls 29 sinnum fyrir A-landslið Frakklands.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Sjá meira