Bolton leikur í C-deild ensku knattspyrnunnar og því var vitað að nokkur getumunur væri á liðunum. Þrátt fyrir það voru það gestirnir í Salford sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar liðið tók forystuna á 23. mínútu leiksins.
Heimamenn voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og jöfnuðu metin átta mínútum síðar áður en Jón Daði kom liðinu yfir stuttu fyrir hálfleik.
🤤 THAT WAS 𝗦𝗢𝗠𝗘 GOAL. GET IN THERE! pic.twitter.com/HWrTYV91cL
— Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) August 9, 2022
Heimamenn í Bolton bættu svo tveimur mörkum við í síðari hálfleik áður en Jón Daði var tekinn af velli á 83. mínútu. Þremur mínútum síðar leit fimmta mark liðsins dagsins ljós og niðurstaðan því öruggur 5-1 sigur Bolton.
Jón Daði og félagar eru því komnir í aðra umferð enska deildarbikarsins, en þar bætast við þau 13 lið úr ensku úrvalsdeildinni sem ekki taka þátt í Evrópukeppnum.