Spider-Man Remastered: Spidey er enn frábær á PC Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 16:54 Spider-Man er enn frábær leikur. Insomniac Games Það hefur reynst Sony vel að gefa út leiki sína á PC nokkrum árum eftir upprunalega útgáfu. Það hefur hingað til verið gert við God of War, Days Gone og fleiri leiki en nú er komið að Köngulóarmanninum. Fyrst var Spider-Man gefinn út á PS4 árið 2018 og síðar var hann endurgerður fyrir PS5. Nú hefur hann verið gefinn út á PC. Óhætt er að segja að það sé heillaskref enda er leikurinn frábær. Hann er þó kannski minna frábær fyrir þá sem hafa þegar spilað í gegnum hann nokkrum sinnum. Vert er að taka fram að þetta er ekki endurútgáfa á upprunalega leiknum frá 2018, heldur leiknum sem var uppfærður og gefinn út á PS5 árið 2020 og inniheldur PC útgáfan einnig alla aukapakka. Spider-Man leikurinn frá 2018 er einn af mínum uppáhalds leikjum. Það sama má reyndar segja um Spider-Man 2 leikinn frá 2004. Báðum leikjunum tókst að fanga ofurhetjuna vel og þá sértaklega það hvernig hún sveiflar sér milli háhýsa New York. Árið 2018 sagðist ég ekki geta ímyndað mér að verða nokkurn tímann þreyttur á því að sveifla mér um Manhattan. Það átti líka við þegar Miles Morales var gefinn út árið 2020 og á enn við í dag. Það er frábært. Ég fór að mestu yfir það sem mér fannst varðandi sögu, bardagakerfi, útlit og spilun leiksins árið 2018. Þá umfjöllun má sjá hér að neðan og í raun er litlu við hana að bæta, sem er gott. Enn einstaklega gaman að sveifla sér um Það er litlu við fyrri umfjöllunina að bæta, því endurútgáfa leiksins á PC heppnast mjög svo vel. Ég hef enn einstaklega gaman af því að sveifla mér um New York og hef verið að dunda mér við að gera allt sem mögulega er hægt að gera í leiknum. Við spilun Spider-Man hef ég einsett mér að nota eingöngu lyklaborð og mús, fyrst það var verið að gefa leikinn út á PC, og það hefur á köflum reynst erfitt. Þegar mikið er um að vera og óvinir þjarma að Spider-man getur verið erfitt að hitta á réttu takana og gera það sem maður ætlar sér. Þeir eru ansi margir sem maður þarf að muna eftir. Við ferðalög um götur New York finnst mér þó eins og það sé jafnvel betra að vera með lyklaborð og mús, því það býður upp á meiri nákvæmni. Það fannst mér oft vanta árið 2018. Það að hægt væri að hreyfa Spider-Man af meiri nákvæmni. Hér má sjá myndband frá 2018 um það hvernig starfsmönnum Insomniac tókst að gera sveiflun Spider-Man svo vel. Mér finnst enn svolítið magnað hvað Manhattan iðar af lífi í þessum leik. Ef maður lendir á götunni bregðast vegfarendur við og reyna jafnvel að taka myndir af Spider-Man. Maður sér ekkert endilega oft svona lifandi heima í leikjum sem gerast í opnum heimum og þá sérstaklega leikjum sem gerast í borgum. Hata QTE Varðandi spilun leiksins er vert að taka fram að ég hata, sko HATA, enn svokölluðu „Quick Time Events“ þar sem spilarar þurfa að ýta á rétta takka á réttum tíma í tilteknum senum þar sem þeir stjórna Spider-Man ekki að öðru leyti. Eins og ég sagði árið 2018: „Þetta er gömul leið til að skapa spennu og hún er satt að segja leiðinleg. Frekar vil ég taka virkari þátt í þessum atriðum eða engan.“ Það fyrsta sem ég gerði þegar ég ræsti leikinn var að slökkva á því en ég er farinn að gera það hiklaust í öllum leikjum sem innihalda QTE. Spider-Man lítur fáránlega vel út á PS5 og hann getur líka litið mjög vel út á PC en til þess þarf ansi öflugar vélar, sem ég á ekki akkúrat núna. Samantekt-ish Ef þú lesandi góður hefur ekki spilað Spider-Man á Playstation fjögur eða fimm og átt jafnvel bara PC tölvu, þá muntu ekki sjá eftir því að spila hann á PC. Hann lítur vel út og ég hef ekki rekist á neina galla til að tala um við spilun mína. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Fyrst var Spider-Man gefinn út á PS4 árið 2018 og síðar var hann endurgerður fyrir PS5. Nú hefur hann verið gefinn út á PC. Óhætt er að segja að það sé heillaskref enda er leikurinn frábær. Hann er þó kannski minna frábær fyrir þá sem hafa þegar spilað í gegnum hann nokkrum sinnum. Vert er að taka fram að þetta er ekki endurútgáfa á upprunalega leiknum frá 2018, heldur leiknum sem var uppfærður og gefinn út á PS5 árið 2020 og inniheldur PC útgáfan einnig alla aukapakka. Spider-Man leikurinn frá 2018 er einn af mínum uppáhalds leikjum. Það sama má reyndar segja um Spider-Man 2 leikinn frá 2004. Báðum leikjunum tókst að fanga ofurhetjuna vel og þá sértaklega það hvernig hún sveiflar sér milli háhýsa New York. Árið 2018 sagðist ég ekki geta ímyndað mér að verða nokkurn tímann þreyttur á því að sveifla mér um Manhattan. Það átti líka við þegar Miles Morales var gefinn út árið 2020 og á enn við í dag. Það er frábært. Ég fór að mestu yfir það sem mér fannst varðandi sögu, bardagakerfi, útlit og spilun leiksins árið 2018. Þá umfjöllun má sjá hér að neðan og í raun er litlu við hana að bæta, sem er gott. Enn einstaklega gaman að sveifla sér um Það er litlu við fyrri umfjöllunina að bæta, því endurútgáfa leiksins á PC heppnast mjög svo vel. Ég hef enn einstaklega gaman af því að sveifla mér um New York og hef verið að dunda mér við að gera allt sem mögulega er hægt að gera í leiknum. Við spilun Spider-Man hef ég einsett mér að nota eingöngu lyklaborð og mús, fyrst það var verið að gefa leikinn út á PC, og það hefur á köflum reynst erfitt. Þegar mikið er um að vera og óvinir þjarma að Spider-man getur verið erfitt að hitta á réttu takana og gera það sem maður ætlar sér. Þeir eru ansi margir sem maður þarf að muna eftir. Við ferðalög um götur New York finnst mér þó eins og það sé jafnvel betra að vera með lyklaborð og mús, því það býður upp á meiri nákvæmni. Það fannst mér oft vanta árið 2018. Það að hægt væri að hreyfa Spider-Man af meiri nákvæmni. Hér má sjá myndband frá 2018 um það hvernig starfsmönnum Insomniac tókst að gera sveiflun Spider-Man svo vel. Mér finnst enn svolítið magnað hvað Manhattan iðar af lífi í þessum leik. Ef maður lendir á götunni bregðast vegfarendur við og reyna jafnvel að taka myndir af Spider-Man. Maður sér ekkert endilega oft svona lifandi heima í leikjum sem gerast í opnum heimum og þá sérstaklega leikjum sem gerast í borgum. Hata QTE Varðandi spilun leiksins er vert að taka fram að ég hata, sko HATA, enn svokölluðu „Quick Time Events“ þar sem spilarar þurfa að ýta á rétta takka á réttum tíma í tilteknum senum þar sem þeir stjórna Spider-Man ekki að öðru leyti. Eins og ég sagði árið 2018: „Þetta er gömul leið til að skapa spennu og hún er satt að segja leiðinleg. Frekar vil ég taka virkari þátt í þessum atriðum eða engan.“ Það fyrsta sem ég gerði þegar ég ræsti leikinn var að slökkva á því en ég er farinn að gera það hiklaust í öllum leikjum sem innihalda QTE. Spider-Man lítur fáránlega vel út á PS5 og hann getur líka litið mjög vel út á PC en til þess þarf ansi öflugar vélar, sem ég á ekki akkúrat núna. Samantekt-ish Ef þú lesandi góður hefur ekki spilað Spider-Man á Playstation fjögur eða fimm og átt jafnvel bara PC tölvu, þá muntu ekki sjá eftir því að spila hann á PC. Hann lítur vel út og ég hef ekki rekist á neina galla til að tala um við spilun mína.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira