Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2022 10:00 Mikið mun mæða á Guðmundi Hólmari Helgasyni hjá Selfossi í vetur. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið fari niður um fjögur sæti frá síðasta tímabili og missi af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan Sunnlendingar komust aftur upp í efstu deild. Sennilegast hefur ekkert lið í Olís-deildinni orðið fyrir meiri blóðtöku frá því síðasta tímabili lauk og Selfoss. Þrír byrjunarliðsmenn, Hergeir Grímsson, Tryggvi Þórisson og Alexander Már Egan, eru allir horfnir á braut og það sem verra er; engir leikmenn eru komnir í staðinn. Hergeir skilur eftir sig risastórt skarð enda óskoraður leiðtogi Selfoss undanfarin ár og besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Tryggvi var akkerið í varnarleiknum og Alexander allajafna fyrsti kostur í hægra horninu. Þá hætti Halldór Sigfússon sem þjálfari Selfoss í sumar eftir tveggja ára starf og við tók Þórir Ólafsson. Hann er einn allra dáðasti sonur Selfoss en hefur aldrei þjálfað meistaraflokk áður. Það reynir heldur betur á hann í vetur. Selfoss hefur undanfarin ár verið með eitt sterkasta lið landsins og varð sem frægt er Íslandsmeistari 2019. Nú virðist blómaskeiðið vera á enda og Selfyssingar neyðast væntanlega til að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram. Leikmannahópurinn er þunnur og lykilmenn liðsins verið meiðslum hrjáðir undanfarin ár. Selfyssingar framleiða þó alltaf leikmenn og nýjasta stjarnan í Mjólkurbænum gæti verið Ísak Gústafsson sem spilaði vel á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í burðarhlutverki í vetur. Selfoss verður að öllum líkindum í baráttu um að komast í úrslitakeppnina en stuðningsmenn liðsins ættu að halda væntingunum í hófi. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) Lykilmaðurinn Auk þess að spila með Selfossi ver Vilius Rasimas mark litháíska landsliðsins.vísir/hulda margrét Selfoss datt í lukkupottinn þegar félagið samdi við Vilius Rasimas sumarið 2020. Selfyssingar fengu þá svolítið sem þeir þekktu nánast bara af afspurn; markvörslu. Rasimas var frábær tímabilið 2020-21 en náði ekki alveg sömu hæðum á síðasta tímabili. Markvarsla Selfyssinga var samt vel viðunandi. Í vetur reynir sem aldrei fyrr á Rasimas sem þarf að eiga sitt allra besta tímabil til að þeir vínrauðu komist í úrslitakeppnina. Félagskiptamarkaðurinn Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Selfoss komst fyrst á handboltakortið í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Selfyssingar komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 1992 og í bikarúrslit árið eftir. Einn af lykilmönnunum í þessu fræga Selfoss-liði var Einar Gunnar Sigurðsson. Þessi öfluga skytta var sterk á báðum endum vallarins og spilaði með íslenska landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 þar sem Ísland endaði í 4. sæti. Einar Gunnar gæti hjálpað Selfyssingum heilmikið í vetur enda er breiddin í vinstri skyttustöðunni ekki mikil og nafni hans, Sverrisson, oft og iðulega á meiðslalistanum. Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið fari niður um fjögur sæti frá síðasta tímabili og missi af úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan Sunnlendingar komust aftur upp í efstu deild. Sennilegast hefur ekkert lið í Olís-deildinni orðið fyrir meiri blóðtöku frá því síðasta tímabili lauk og Selfoss. Þrír byrjunarliðsmenn, Hergeir Grímsson, Tryggvi Þórisson og Alexander Már Egan, eru allir horfnir á braut og það sem verra er; engir leikmenn eru komnir í staðinn. Hergeir skilur eftir sig risastórt skarð enda óskoraður leiðtogi Selfoss undanfarin ár og besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Tryggvi var akkerið í varnarleiknum og Alexander allajafna fyrsti kostur í hægra horninu. Þá hætti Halldór Sigfússon sem þjálfari Selfoss í sumar eftir tveggja ára starf og við tók Þórir Ólafsson. Hann er einn allra dáðasti sonur Selfoss en hefur aldrei þjálfað meistaraflokk áður. Það reynir heldur betur á hann í vetur. Selfoss hefur undanfarin ár verið með eitt sterkasta lið landsins og varð sem frægt er Íslandsmeistari 2019. Nú virðist blómaskeiðið vera á enda og Selfyssingar neyðast væntanlega til að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram. Leikmannahópurinn er þunnur og lykilmenn liðsins verið meiðslum hrjáðir undanfarin ár. Selfyssingar framleiða þó alltaf leikmenn og nýjasta stjarnan í Mjólkurbænum gæti verið Ísak Gústafsson sem spilaði vel á undirbúningstímabilinu og verður væntanlega í burðarhlutverki í vetur. Selfoss verður að öllum líkindum í baráttu um að komast í úrslitakeppnina en stuðningsmenn liðsins ættu að halda væntingunum í hófi. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) Lykilmaðurinn Auk þess að spila með Selfossi ver Vilius Rasimas mark litháíska landsliðsins.vísir/hulda margrét Selfoss datt í lukkupottinn þegar félagið samdi við Vilius Rasimas sumarið 2020. Selfyssingar fengu þá svolítið sem þeir þekktu nánast bara af afspurn; markvörslu. Rasimas var frábær tímabilið 2020-21 en náði ekki alveg sömu hæðum á síðasta tímabili. Markvarsla Selfyssinga var samt vel viðunandi. Í vetur reynir sem aldrei fyrr á Rasimas sem þarf að eiga sitt allra besta tímabil til að þeir vínrauðu komist í úrslitakeppnina. Félagskiptamarkaðurinn Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Selfoss komst fyrst á handboltakortið í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Selfyssingar komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 1992 og í bikarúrslit árið eftir. Einn af lykilmönnunum í þessu fræga Selfoss-liði var Einar Gunnar Sigurðsson. Þessi öfluga skytta var sterk á báðum endum vallarins og spilaði með íslenska landsliðinu, meðal annars á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 þar sem Ísland endaði í 4. sæti. Einar Gunnar gæti hjálpað Selfyssingum heilmikið í vetur enda er breiddin í vinstri skyttustöðunni ekki mikil og nafni hans, Sverrisson, oft og iðulega á meiðslalistanum.
2021-22: 5. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti)
Komnir: Farnir: Hergeir Grímsson til Stjörnunnar Tryggvi Þórisson til Sävehof Alexander Már Egan til Fram Sölvi Ólafsson hættur Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00