Reyndi að þvinga bíl af veginum, negldi aftan á hann og flúði af vettvangi Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 13. ágúst 2022 19:46 Afturhliðin á bíl Haraldar sem hann segir að sé illa farinn þó það sjáist ekki mjög á myndinni. Til vinstri má sjá hringtorgið við Rauðavatn, skammt frá staðnum þar sem klesst var á bílinn. Samsett Ökuníðingur reyndi að þvinga mann út af vegi við Rauðavatn, keyrði síðan harkalega aftan á bíl hans og flúði af vettvangi. Lögreglan hafði upp á ökuníðingnum stuttu síðar og handtók hann. Maðurinn sem varð fyrir þessari ósvífnu árás heitir Haraldur Ási Lárusson og segist hann hafa verið á rúntinum með vinum í gær þegar dökkblár BMW hóf að elta þau. Ökuníðingurinn hafi síðan reynt að keyra utan í hliðina á bíl Haraldar áður en hann klessti aftan á bíl hans. Haraldur segist ekki tengjast ökuníðingnum á neinn hátt og að eina mögulega skýringin sem lögreglan hafi gefið fyrir árásinni væri „road rage,“ einhvers konar stundarbrjálæði. Enginn hafi slasast alvarlega en hinir tveir farþegarnir í bílnum fóru upp á Bráðamóttöku til að fá áverkavottorð vegna verkja. Þá segir Haraldur að bíll hans sé „í döðlum“ fyrir aftan stuðarann þó það sjáist ekki mjög utan á honum og hann sé kominn á bílaverkstæði. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu Haraldar á atvikinu. Reyndi að keyra utan í hlið bílsins „Þetta byrjar upp í Breiðholti, ég er að keyra upp Breiðholtsbrautina, kominn fram hjá bensínstöðinni og þá allt í einu mætir þessi dökkblái BMW og hann er alveg í rassgatinu á mér. Mér fannst það óþægilegt en ég var ekki fyrir honum eða neitt svoleiðis,“ sagði Haraldur um aðdragandann að atvikinu. Haraldur lýsti atburðinum á Facebook.skjáskot/Facebook Þegar Haraldur nálgaðist næstu umferðarljós ákvað hann að stinga sér fram fyrir tvo bíla til að losna við þennan ýtna ökumann. Hins vegar fór hinn bílinn rakleiðis á eftir Haraldi og svínaði þar á bílana tvo. Þegar Haraldur kom svo að ljósunum í Norðlingaholti hafi dökkblái BMW-inn stoppað við hlið hans. „Svo leggjum við aftur af stað og þá byrjar hann að keyra í áttina að mér, inn í hliðina á bílnum hjá mér. Ég byrja á að flauta og stoppa á endanum,“ sagði Haraldur um tilraun ökuníðingsins til að keyra utan í bíl hans. Ökuníðingurinn hafi þá gefið í en síðan stoppað úti í kanti á miðri leið frá ljósunum að hringtorginu. Haraldur hafi þá ákveðið að fara ekki fram úr manninum heldur keyrt mjög hægt. Þarna var Haraldur kominn í samband við lögregluna sem hafi leiðbeint honum að keyra í áttina að Vesturlandsvegi og að hann skyldi hafa bíl mannsins fyrir aftan sig. Hló á meðan hann klessti aftan á bílinn „Ég sting mér þá fram fyrir bílinn, hann hafði verið við hliðina á mér og vildi hvorki hleypa mér fram eða aftur fyrir sig. Ég gaf þá í til að komast fram úr honum,“ segir Haraldur sem segist þó hafa verið á löglegum hraða. Þegar Haraldur hafi verið kominn samsíða Morgunblaðshöllinni þá allt í einu negldi ökuníðingurinn aftan á bíl hans. „Ég veit ekkert hvort hann hafi verið á einhverju en farþegarnir sem voru með mér í bílnum litu aftur fyrir sig þegar hann bombaði aftan á okkur og sögðu að hann hefði verið hlæjandi,“ sagði Haraldur um ökumanninn. Haraldur hafi þá aukið hraðann áður en hann beygði til vinstri í átt að Vesturlandsvegi en ökuníðingurinn hafi hins vegar beygt til hægri í átt að Grafarholti. Haraldur stoppaði síðan á lögreglustöðinni við Vínlandsleið til að gefa skýrslu og þar hafi heyrst í talstöð að búið væri að ná manninum sem virtist einnig vera með rangar bílnúmeraplötur á bílnum. Þó það sjáist ekki mjög aftan á bílnum segir Haraldur að hann sé illa farinn þar fyrir innan. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir þessari ósvífnu árás heitir Haraldur Ási Lárusson og segist hann hafa verið á rúntinum með vinum í gær þegar dökkblár BMW hóf að elta þau. Ökuníðingurinn hafi síðan reynt að keyra utan í hliðina á bíl Haraldar áður en hann klessti aftan á bíl hans. Haraldur segist ekki tengjast ökuníðingnum á neinn hátt og að eina mögulega skýringin sem lögreglan hafi gefið fyrir árásinni væri „road rage,“ einhvers konar stundarbrjálæði. Enginn hafi slasast alvarlega en hinir tveir farþegarnir í bílnum fóru upp á Bráðamóttöku til að fá áverkavottorð vegna verkja. Þá segir Haraldur að bíll hans sé „í döðlum“ fyrir aftan stuðarann þó það sjáist ekki mjög utan á honum og hann sé kominn á bílaverkstæði. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu Haraldar á atvikinu. Reyndi að keyra utan í hlið bílsins „Þetta byrjar upp í Breiðholti, ég er að keyra upp Breiðholtsbrautina, kominn fram hjá bensínstöðinni og þá allt í einu mætir þessi dökkblái BMW og hann er alveg í rassgatinu á mér. Mér fannst það óþægilegt en ég var ekki fyrir honum eða neitt svoleiðis,“ sagði Haraldur um aðdragandann að atvikinu. Haraldur lýsti atburðinum á Facebook.skjáskot/Facebook Þegar Haraldur nálgaðist næstu umferðarljós ákvað hann að stinga sér fram fyrir tvo bíla til að losna við þennan ýtna ökumann. Hins vegar fór hinn bílinn rakleiðis á eftir Haraldi og svínaði þar á bílana tvo. Þegar Haraldur kom svo að ljósunum í Norðlingaholti hafi dökkblái BMW-inn stoppað við hlið hans. „Svo leggjum við aftur af stað og þá byrjar hann að keyra í áttina að mér, inn í hliðina á bílnum hjá mér. Ég byrja á að flauta og stoppa á endanum,“ sagði Haraldur um tilraun ökuníðingsins til að keyra utan í bíl hans. Ökuníðingurinn hafi þá gefið í en síðan stoppað úti í kanti á miðri leið frá ljósunum að hringtorginu. Haraldur hafi þá ákveðið að fara ekki fram úr manninum heldur keyrt mjög hægt. Þarna var Haraldur kominn í samband við lögregluna sem hafi leiðbeint honum að keyra í áttina að Vesturlandsvegi og að hann skyldi hafa bíl mannsins fyrir aftan sig. Hló á meðan hann klessti aftan á bílinn „Ég sting mér þá fram fyrir bílinn, hann hafði verið við hliðina á mér og vildi hvorki hleypa mér fram eða aftur fyrir sig. Ég gaf þá í til að komast fram úr honum,“ segir Haraldur sem segist þó hafa verið á löglegum hraða. Þegar Haraldur hafi verið kominn samsíða Morgunblaðshöllinni þá allt í einu negldi ökuníðingurinn aftan á bíl hans. „Ég veit ekkert hvort hann hafi verið á einhverju en farþegarnir sem voru með mér í bílnum litu aftur fyrir sig þegar hann bombaði aftan á okkur og sögðu að hann hefði verið hlæjandi,“ sagði Haraldur um ökumanninn. Haraldur hafi þá aukið hraðann áður en hann beygði til vinstri í átt að Vesturlandsvegi en ökuníðingurinn hafi hins vegar beygt til hægri í átt að Grafarholti. Haraldur stoppaði síðan á lögreglustöðinni við Vínlandsleið til að gefa skýrslu og þar hafi heyrst í talstöð að búið væri að ná manninum sem virtist einnig vera með rangar bílnúmeraplötur á bílnum. Þó það sjáist ekki mjög aftan á bílnum segir Haraldur að hann sé illa farinn þar fyrir innan.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira