„Mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 14:01 Arnar Gunnlaugsson settist niður með Gunnlaugi Jónssyni til að fara yfir málin fyrir risaleik kvöldsins. Stöð 2 Sport Risaleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld kemur strax í kjölfarið á Evrópuævintýrum liðanna. Þjálfarar liðanna fagna því. Það verður hitað vel upp fyrir leikinn á Stöð 2 Sport í kvöld, þar sem bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan 18.30. Þar má sjá viðtöl sem Gunnlaugur Jónsson tók við þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson en brot úr þeim má sjá hér að neðan. „Mér líst mjög vel á þetta. Við komum fullir tilhlökkunar og kraftmiklir inn í þennan leik,“ segir Óskar Hrafn sem síðasta fimmtudagskvöld stýrði Blikum í Tyrklandi, þar sem þeir luku keppni í Sambandsdeild Evrópu. Stíf leikjatörn og ferðalög að undanförnu trufla Óskar ekki: „Við erum ekki að velta fyrir okkur erfiðu ferðalagi – vorum á æfingu í gær, æfingu í dag og borðuðum saman. Undirbúningurinn er eins góður og á verður kosið. Víkingarnir eru undir sömu sæng settir. Það verður enginn þreyttur þegar flautað verður á. Þessi leikur er þess eðlis að öll þreyta hverfur eins og dögg fyrir sólu,“ segir Óskar. Klippa: Gulli Jóns ræddi við Arnar og Óskar Arnar tekur í sama streng, eftir að hans menn í Víkingi féllu úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengingu gegn Lech Poznan í Póllandi síðasta fimmtudag. „Það er mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði. Ef þetta væri leikur við lið í fallbaráttu, ég tala nú ekki um á útivelli, þá hefði hausinn á mönnum… sjálfsvorkunn þeirra hefði kannski verið of mikil til að takast á við það að halda fullri einbeitingu,“ segir Arnar. „Það að þetta sé stórleikur, mikið í húfi og við verðum að vinna, ýtir undir einbeitingarlevelið sem til þarf. Ég fagna því að þetta sé stórleikur og að það sé svo líka stórleikur í bikarnum á fimmtudag. Ég sé ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Arnar en viðtölin við þá Óskar má sjá í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá leik Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Það verður hitað vel upp fyrir leikinn á Stöð 2 Sport í kvöld, þar sem bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan 18.30. Þar má sjá viðtöl sem Gunnlaugur Jónsson tók við þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson en brot úr þeim má sjá hér að neðan. „Mér líst mjög vel á þetta. Við komum fullir tilhlökkunar og kraftmiklir inn í þennan leik,“ segir Óskar Hrafn sem síðasta fimmtudagskvöld stýrði Blikum í Tyrklandi, þar sem þeir luku keppni í Sambandsdeild Evrópu. Stíf leikjatörn og ferðalög að undanförnu trufla Óskar ekki: „Við erum ekki að velta fyrir okkur erfiðu ferðalagi – vorum á æfingu í gær, æfingu í dag og borðuðum saman. Undirbúningurinn er eins góður og á verður kosið. Víkingarnir eru undir sömu sæng settir. Það verður enginn þreyttur þegar flautað verður á. Þessi leikur er þess eðlis að öll þreyta hverfur eins og dögg fyrir sólu,“ segir Óskar. Klippa: Gulli Jóns ræddi við Arnar og Óskar Arnar tekur í sama streng, eftir að hans menn í Víkingi féllu úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengingu gegn Lech Poznan í Póllandi síðasta fimmtudag. „Það er mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði. Ef þetta væri leikur við lið í fallbaráttu, ég tala nú ekki um á útivelli, þá hefði hausinn á mönnum… sjálfsvorkunn þeirra hefði kannski verið of mikil til að takast á við það að halda fullri einbeitingu,“ segir Arnar. „Það að þetta sé stórleikur, mikið í húfi og við verðum að vinna, ýtir undir einbeitingarlevelið sem til þarf. Ég fagna því að þetta sé stórleikur og að það sé svo líka stórleikur í bikarnum á fimmtudag. Ég sé ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Arnar en viðtölin við þá Óskar má sjá í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá leik Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann