Tiger Woods að safna liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2022 10:31 Tiger Woods ætlar að gera sitt í baráttunni fyrir framtíð PGA-mótaraðarinnar. Getty/Andrew Redington Tiger Woods ætlar að taka frumkvæðið í baráttunni fyrir framtíð bandarísku PGA-mótaraðarinnar í golfi nú þegar forríku Sádarnir tæla til sína hvern kylfinginn á fætur öðrum. LIV mótaröðin hefur náð til sín mörgum öflugum kylfingum sem elta peninginn en fórna um leið frekari þátttöku á mótum bandarísku mótaraðarinnar þar á meðal öllum risamótunum. Reports say Tiger Woods to meet with PGA Tour players at BMW Championship in effort to fend off LIV Golf https://t.co/Vr8GZStpap— Golfweek (@golfweek) August 16, 2022 Tiger er sagður ætla að fá kylfinga á sinn fund í dag til að safna liði til stuðnings PGA-mótaraðarinnar. Fundurinn mun fara fram á BMW Championship mótinu í Wilmington í Delaware fylki en þar mun annar hluti FedEx úrslitakeppninnar byrja á fimmtudaginn. Kylfingur sem var boðaður á fundinn sagði ESPN að á boðslistanum séu margir af tuttugu efstu kylfingum heimslistans sem og fullt af áhrifamiklum kylfingum sem hafa ekki hoppað yfir á LIV vagninn. Tiger Woods will reportedly meet with several of the world's top golfers to discuss PGA TOUR's next steps in the face of a mounting threat from LIV Golf. https://t.co/9iFVYrBZ1E pic.twitter.com/ezpfvvvPPF— theScore (@theScore) August 16, 2022 „Þetta er fundur til að fá tuttugu bestu kylfinga heimsins á sömu blaðsíðu og hvernig við getum haldið áfram að gera PGA-mótaröðina besti vöruna í atvinnumannagolfi,“ hefur ESPN eftir ein boðsgestinum. Tiger hefur unnið fimmtán risatitla og er án efa vinsælasti kylfingur sögunnar. Hann er fyrirmynd margra af yngri kylfingnum og hefur haldið tryggð við PGA þrátt fyrir gylliboð frá Sádi-Aröbunum. Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
LIV mótaröðin hefur náð til sín mörgum öflugum kylfingum sem elta peninginn en fórna um leið frekari þátttöku á mótum bandarísku mótaraðarinnar þar á meðal öllum risamótunum. Reports say Tiger Woods to meet with PGA Tour players at BMW Championship in effort to fend off LIV Golf https://t.co/Vr8GZStpap— Golfweek (@golfweek) August 16, 2022 Tiger er sagður ætla að fá kylfinga á sinn fund í dag til að safna liði til stuðnings PGA-mótaraðarinnar. Fundurinn mun fara fram á BMW Championship mótinu í Wilmington í Delaware fylki en þar mun annar hluti FedEx úrslitakeppninnar byrja á fimmtudaginn. Kylfingur sem var boðaður á fundinn sagði ESPN að á boðslistanum séu margir af tuttugu efstu kylfingum heimslistans sem og fullt af áhrifamiklum kylfingum sem hafa ekki hoppað yfir á LIV vagninn. Tiger Woods will reportedly meet with several of the world's top golfers to discuss PGA TOUR's next steps in the face of a mounting threat from LIV Golf. https://t.co/9iFVYrBZ1E pic.twitter.com/ezpfvvvPPF— theScore (@theScore) August 16, 2022 „Þetta er fundur til að fá tuttugu bestu kylfinga heimsins á sömu blaðsíðu og hvernig við getum haldið áfram að gera PGA-mótaröðina besti vöruna í atvinnumannagolfi,“ hefur ESPN eftir ein boðsgestinum. Tiger hefur unnið fimmtán risatitla og er án efa vinsælasti kylfingur sögunnar. Hann er fyrirmynd margra af yngri kylfingnum og hefur haldið tryggð við PGA þrátt fyrir gylliboð frá Sádi-Aröbunum.
Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira