Atli Viðar kallar eftir símtali í einn mann: Það lélegasta hjá FH í tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2022 12:30 Markhæsti leikmaðurinn í sögu FH í efstu deild vill að Forsvarsmenn FH hringi neyðarkall í Pétur Viðarsson. Vísir/Hulda Margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, spilaði með FH-liðinu í næstum því tuttugu ár og er markahæsti og næstleikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Atli þekkir því FH út og inn og hann bauð upp á sannkallaða eldræðu eftir enn eitt tap FH-liðins í Bestu deildinni, nú 4-1 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið mikið í dag og ég held að mér sé alveg óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn sé það lélegasta sem FH hefur í sýnt í tuttugu ár,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Á þessari öld síðan FH kom aftur upp þá fann ég ekki lélegri frammistöðu hjá FH heldur en þennan fyrri hálfleik. Ég hef séð býsna marga af þessum leikjum,“ sagði Atli Viðar. „ÍBV var komið í 2-0 eftir tólf mínútur. Áður en þeir skora fyrsta markið sitt á níundu mínútu þá eru þeir búnir að fá tvö dauðafæri. Þjálfararnir hjá FH lýstu því yfir fyrir leikinn að þeir væru að fara til Eyja í stríð. Fyrir mér eru það mistök því þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð,“ sagði Atli Viðar. „Þú verður einhvern veginn að nálgast þennan leik aðeins öðruvísi því þú sást langar leiðir hvað þeir voru gíraðir og tilbúnir í þetta. Þessi yfirlýsing að FH ætluðu að koma til Vestmannaeyja til að fara í stríð gerði ekkert annað en að vera bensín á það bál að þeir yrðu gíraðir í þennan leik,“ sagði Atli Viðar eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Atli Viðar: Þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð Atli Viðar skoðaði einnig slæma líkamstjáningu leikmanna FH-liðsins og fór yfir það sérstaklega þegar Stúkan ræddi það hvort Hafnfirðingar séu á heljarþröm. „Ég sé vandamál í hverju horni en þegar maður rýndi í leikinn í gær þá horfði ég mikið í líkamstjáningu leikmanna. Mér finnst eldri menn, svona fimm leikmenn í byrjunarliðinu á móti ÍBV, vera leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en þeir eru að gera. Mér finnst þeir allir bera sig eins og þeir séu með allar heimsins áhyggjur á herðunum. Það er enginn þeirra sem er líklegur til að stíga upp og bera liðið í gegnum þennan skafl sem þeir eru í,“ sagði Atli Viðar. Hann er þar að tala um reynsluboltana Steven Lennon, Kristinn Freyr Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson og Guðmundur Kristjánsson. „Þessir leikmenn verða að breyta líkamstjáningu og hvernig þeir koma fram ef þeir ætla að ná að snúa þessu við. Ég hef pínulítið á tilfinningunni að þeir séu búnir að gefast upp sjálfir. Þeir hafa ekki trú á því að þeir geti snúið þessu við og erum að bíða eftir utanaðkomandi hjálp,“ sagði Atli Viðar. „Forsvarsmenn FH ættu að leggja allt stolt til hliðar núna. Það er bara massíft björgunarstarf fram undan í tvo mánuði við að bjarga félaginu frá falli. Partur af því er að hringja í Pétur Viðarsson. Pétur hefur þá eiginleika sem vantar í FH-liðið í dag. Hann sýnir stolt, hann mun berja inn liðsheild og hann mun koma inn með baráttu og sýna að honum er ekki sama. Það eru atriði sem vantar í FH-liðið í dag,“ sagði Atli Viðar en það má sjá allt innslagið um stöðu FH hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Hafnfirðingar á heljarþröm Besta deild karla FH Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Atli þekkir því FH út og inn og hann bauð upp á sannkallaða eldræðu eftir enn eitt tap FH-liðins í Bestu deildinni, nú 4-1 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið mikið í dag og ég held að mér sé alveg óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn sé það lélegasta sem FH hefur í sýnt í tuttugu ár,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Á þessari öld síðan FH kom aftur upp þá fann ég ekki lélegri frammistöðu hjá FH heldur en þennan fyrri hálfleik. Ég hef séð býsna marga af þessum leikjum,“ sagði Atli Viðar. „ÍBV var komið í 2-0 eftir tólf mínútur. Áður en þeir skora fyrsta markið sitt á níundu mínútu þá eru þeir búnir að fá tvö dauðafæri. Þjálfararnir hjá FH lýstu því yfir fyrir leikinn að þeir væru að fara til Eyja í stríð. Fyrir mér eru það mistök því þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð,“ sagði Atli Viðar. „Þú verður einhvern veginn að nálgast þennan leik aðeins öðruvísi því þú sást langar leiðir hvað þeir voru gíraðir og tilbúnir í þetta. Þessi yfirlýsing að FH ætluðu að koma til Vestmannaeyja til að fara í stríð gerði ekkert annað en að vera bensín á það bál að þeir yrðu gíraðir í þennan leik,“ sagði Atli Viðar eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Atli Viðar: Þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð Atli Viðar skoðaði einnig slæma líkamstjáningu leikmanna FH-liðsins og fór yfir það sérstaklega þegar Stúkan ræddi það hvort Hafnfirðingar séu á heljarþröm. „Ég sé vandamál í hverju horni en þegar maður rýndi í leikinn í gær þá horfði ég mikið í líkamstjáningu leikmanna. Mér finnst eldri menn, svona fimm leikmenn í byrjunarliðinu á móti ÍBV, vera leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en þeir eru að gera. Mér finnst þeir allir bera sig eins og þeir séu með allar heimsins áhyggjur á herðunum. Það er enginn þeirra sem er líklegur til að stíga upp og bera liðið í gegnum þennan skafl sem þeir eru í,“ sagði Atli Viðar. Hann er þar að tala um reynsluboltana Steven Lennon, Kristinn Freyr Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson og Guðmundur Kristjánsson. „Þessir leikmenn verða að breyta líkamstjáningu og hvernig þeir koma fram ef þeir ætla að ná að snúa þessu við. Ég hef pínulítið á tilfinningunni að þeir séu búnir að gefast upp sjálfir. Þeir hafa ekki trú á því að þeir geti snúið þessu við og erum að bíða eftir utanaðkomandi hjálp,“ sagði Atli Viðar. „Forsvarsmenn FH ættu að leggja allt stolt til hliðar núna. Það er bara massíft björgunarstarf fram undan í tvo mánuði við að bjarga félaginu frá falli. Partur af því er að hringja í Pétur Viðarsson. Pétur hefur þá eiginleika sem vantar í FH-liðið í dag. Hann sýnir stolt, hann mun berja inn liðsheild og hann mun koma inn með baráttu og sýna að honum er ekki sama. Það eru atriði sem vantar í FH-liðið í dag,“ sagði Atli Viðar en það má sjá allt innslagið um stöðu FH hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Hafnfirðingar á heljarþröm
Besta deild karla FH Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira