Musk grínaðist með að kaupa Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 07:30 Grínistinn Elon Musk. Dimitrios Kambouris/Getty Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri við það að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Skömmu síðar dró hann grínið hins vegar til baka. Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni og eru eigendur þeirra, Glazer-fjölskyldan, mögulega að toppa sig í óvinsældum um þessar mundir. Mikið andúð hefur ríkt í garð eigendanna síðan fjölskyldan keypti félagið og steypti því í skuldir. Stuðningsfólk Man United bíður í ofvæni eftir nýjum eigendum og því hafa eflaust mörg þeirra hoppað hæð sína er Musk sagðist ætla að kaupa félagið en ljóst er að hann hefur efni á því. Musk, sem er enn í málaferlum við Twitter þar sem hann ætlaði sér að kaupa samfélagsmiðilinn en hætti svo við, grínaðist með þetta á Twitter. Also, I m buying Manchester United ur welcome— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 Eftir að segja „Til að taka allan vafa af, ég styð vinstri hluta Repúblikanaflokksins og hægri hluta Demókrataflokksins“ þá bætti Musk við: „Einnig er ég að festa kaup á Manchester United. Verði ykkur að því.“ Lét Musk ummælin standa og hefur meira en hálf milljón líkað við það þegar þetta er skrifað. Musk viðurkenndi þó að hann væri að grínast er hann var spurður hvort honum væri alvara. Although, if it were any team, it would be Man U. They were my fav team as a kid.— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 „Nei, þetta er brandari sem hefur verið lengi í gangi á Twitter, ég er ekki að fara kaupa íþróttalið … ef ég myndi hins vegar kaupa íþróttalið þá væri það Man United. Þeir voru uppáhaldsliðið mitt þegar ég var krakki.“ „Uppistand er aukavinnan mín,“ sagði hinn 51 árs gamli Musk að endingu og hefur ekki tíst síðan. Standup is my side-hustle— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. 13. júlí 2022 07:48 Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni og eru eigendur þeirra, Glazer-fjölskyldan, mögulega að toppa sig í óvinsældum um þessar mundir. Mikið andúð hefur ríkt í garð eigendanna síðan fjölskyldan keypti félagið og steypti því í skuldir. Stuðningsfólk Man United bíður í ofvæni eftir nýjum eigendum og því hafa eflaust mörg þeirra hoppað hæð sína er Musk sagðist ætla að kaupa félagið en ljóst er að hann hefur efni á því. Musk, sem er enn í málaferlum við Twitter þar sem hann ætlaði sér að kaupa samfélagsmiðilinn en hætti svo við, grínaðist með þetta á Twitter. Also, I m buying Manchester United ur welcome— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 Eftir að segja „Til að taka allan vafa af, ég styð vinstri hluta Repúblikanaflokksins og hægri hluta Demókrataflokksins“ þá bætti Musk við: „Einnig er ég að festa kaup á Manchester United. Verði ykkur að því.“ Lét Musk ummælin standa og hefur meira en hálf milljón líkað við það þegar þetta er skrifað. Musk viðurkenndi þó að hann væri að grínast er hann var spurður hvort honum væri alvara. Although, if it were any team, it would be Man U. They were my fav team as a kid.— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022 „Nei, þetta er brandari sem hefur verið lengi í gangi á Twitter, ég er ekki að fara kaupa íþróttalið … ef ég myndi hins vegar kaupa íþróttalið þá væri það Man United. Þeir voru uppáhaldsliðið mitt þegar ég var krakki.“ „Uppistand er aukavinnan mín,“ sagði hinn 51 árs gamli Musk að endingu og hefur ekki tíst síðan. Standup is my side-hustle— Elon Musk (@elonmusk) August 17, 2022
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11 Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. 13. júlí 2022 07:48 Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10. ágúst 2022 10:11
Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. 13. júlí 2022 07:48
Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00
Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01