Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 11:01 Cristiano Ronaldo heldur áfram að koma sér í fréttirnar. John Walton/Getty Images Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. Framtíð Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur. Fyrst vildi hann fara frá Man United þar sem félagið var ekki að standa sig á leikmannamarkaðnum, og hann vildi spila í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þá vildi Erik ten Hag, þjálfari liðsins, halda í stærsta nafnið í leikmannahópnum en eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni og ítrekuð frekjuköst Ronaldo hefur Ten Hag að því virðist hafa skipt um skoðun. Á Instagram í gærkvöldi skrifaði Ronaldo svo tvö ummæli við mynd af sér sem hefur báðum verið eytt er þessi frétt er skrifuð. „Þau munu vita sannleikann þegar þau ræða við mig eftir tvær vikur. Fjölmiðlar ljúga. Ég er með glósubók og undanfarna mánuði hafa yfir 100 fréttir verið skrifaðar, aðeins fimm eru réttar,“ segir í síðari ummælum Ronaldo. Þau hafa verið þýdd yfir á ensku en voru upprunalega á portúgölsku. Skjáskot af þeim má sjá hér að neðan. Skjáskot af ummælum Ronaldo.Instagram Neville, sem lék með Ronaldo um árabil, er allt annað en sáttur með þessi ummæli Ronaldo. Hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni. „Af hverju þarf besti leikmaður í heimi (að mínu mati) að bíða í tvær vikur með að segja stuðningsfólki Manchester United sannleikann? Stígðu upp og segðu hann núna. Félagið er í krísu og það þarfnast leiðtoga. Hann er sá eini sem getur tæklað þessa umræðu.“ Why does the greatest player of all time (in my opinion) have to wait two weeks to tell Manchester United fans the truth? Stand up now and speak. The club is in crisis and it needs leaders to lead. He s the only one who can grab this situation by the scruff of the neck!— Gary Neville (@GNev2) August 17, 2022 Man United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur og Ronaldo er ekki enn kominn á blað. Hann er talinn vera á förum frá félaginu og miðað við ummæli hans á Instagram þá ætlar hann að tjá sig um leið og félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Framtíð Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur. Fyrst vildi hann fara frá Man United þar sem félagið var ekki að standa sig á leikmannamarkaðnum, og hann vildi spila í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þá vildi Erik ten Hag, þjálfari liðsins, halda í stærsta nafnið í leikmannahópnum en eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni og ítrekuð frekjuköst Ronaldo hefur Ten Hag að því virðist hafa skipt um skoðun. Á Instagram í gærkvöldi skrifaði Ronaldo svo tvö ummæli við mynd af sér sem hefur báðum verið eytt er þessi frétt er skrifuð. „Þau munu vita sannleikann þegar þau ræða við mig eftir tvær vikur. Fjölmiðlar ljúga. Ég er með glósubók og undanfarna mánuði hafa yfir 100 fréttir verið skrifaðar, aðeins fimm eru réttar,“ segir í síðari ummælum Ronaldo. Þau hafa verið þýdd yfir á ensku en voru upprunalega á portúgölsku. Skjáskot af þeim má sjá hér að neðan. Skjáskot af ummælum Ronaldo.Instagram Neville, sem lék með Ronaldo um árabil, er allt annað en sáttur með þessi ummæli Ronaldo. Hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni. „Af hverju þarf besti leikmaður í heimi (að mínu mati) að bíða í tvær vikur með að segja stuðningsfólki Manchester United sannleikann? Stígðu upp og segðu hann núna. Félagið er í krísu og það þarfnast leiðtoga. Hann er sá eini sem getur tæklað þessa umræðu.“ Why does the greatest player of all time (in my opinion) have to wait two weeks to tell Manchester United fans the truth? Stand up now and speak. The club is in crisis and it needs leaders to lead. He s the only one who can grab this situation by the scruff of the neck!— Gary Neville (@GNev2) August 17, 2022 Man United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur og Ronaldo er ekki enn kominn á blað. Hann er talinn vera á förum frá félaginu og miðað við ummæli hans á Instagram þá ætlar hann að tjá sig um leið og félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30