Kim de Roy náði þá besta tíma sögunnar í maraþonhlaupi aflimaðra. Hann stefnir á þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina og stefnir á 10 kílómetra.
„Þegar ég var búinn að hlaupa í nokkra mánuði var tíminn á 10 kílómetrum orðinn miklu betri. Hljóp 4. júlí hlaupið í Kaliforníu og kláraði það á 40 mínútum. Þá fann ég út hvað heimsmetið var fyrir fólk sem notar gervifót og var nálægt því svo ég ákvað að gefa aðeins í og kláraði maraþonið á 2 klukkutímum og 57 mínútum. Það var það fljótasta sem hefur verið gert.“
„Reyndar ekki. Í ár snýst þetta ekki um að setja met heldur að styrkja Ljósið, og hafa gaman. Ég hef fylgst með Ljósinu í gegnum eiginkonu mína, hún starfar sem iðjuþjálfi og byrjaði að vinna hjá Ljósinu í fyrra.“
„Þau eru að hjálpa fullt af fólki sem eru í þessari erfiðu stöðu að vera með krabbameini, sem og bæði fjölskyldum og vinum. Ég ber mikla virðingu fyrir allt sem þau eru búin að byggja upp síðustu 17 ár,“ sagði Kim de Roy að endingu.