Heitasta listapar landsins býður í heimsókn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 08:01 Parið Saga Sig og Vilhelm Anton bjóða í opna vinnustofu á Menningarnótt. Illugi Vilhemsson Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði. Öðruvísi upplifun „Við ákváðum að opna vinnustofunni fyrir gestum því við höfum gert það áður og það var svo skemmtilegt,“ segir Saga. „Okkur finnst sjálfum gaman að heimsækja aðra listamenn, það er einhvern veginn allt annað en að fara á sýningu.“ Hún segir stúdíó þeirra einnig vel staðsett, á þriðju hæð á Laugavegi 25, sem hentar einstaklega vel á Menningarnótt. View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) Fyrstu tónleikarnir í þrjú ár Það er ýmislegt spennandi í bígerð hjá Sögu og Villa en ólík listform mætast á laugardaginn. „Við erum bæði búin að vera mála ný verk og svo passaði fullkomlega að hljómsveitin hans Villa, 200.000 naglbítar, héldu tónleika. Þeir hafa ekki spilað í þrjú ár og taka nokkur lög klukkan 20:00. Húsið er annars opið frá 17:00 á laugardaginn,“ segir Saga og bætir við: „Villi sýnir ný verk sem hann málaði út frá því að hlusta á skáldsögur og ævisögur Hemingway og serían einkennist af abstrakt portraitum af honum. Mín verk eru framhald af því sem ég hef verið að mála, þetta eru abstrakt verk sem eru máluð út frá tilfinningu.“ Listaverk eftir Villa.Aðsend Skapandi samband Parið fer skapandi leiðir í lífinu og má segja að listin sé rauður þráður hjá þeim. „Það eru mikil forréttindi að vera í sambandi þar sem báðir aðilar hafa svona mikla ástríðu fyrir því að skapa og vinna við það. Við förum oft öll fjölskyldan saman upp á vinnustofuna og strákarnir okkar að mála, teikna eða búa til tónlist líka.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Sigurdardottir (@saga_sigurdardottir) Aðspurð segir Saga að hún og Villi vinni vel saman. „Við höfum ekki beint sameinað krafta okkar í listsköpunni, kannski aðallega hjálpað hvort öðru þar sem styrkleikar okkar liggja. Ég til dæmis við að taka myndir fyrir verkefnin hans Villa og Villi að hjálpa mér í hugmyndavinnu og textasmíð. Við höfum reyndar framleitt saman verkefni fyrir skandinavíska Vogue,“ segir Saga að lokum. Myndlist Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30 Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59 Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Öðruvísi upplifun „Við ákváðum að opna vinnustofunni fyrir gestum því við höfum gert það áður og það var svo skemmtilegt,“ segir Saga. „Okkur finnst sjálfum gaman að heimsækja aðra listamenn, það er einhvern veginn allt annað en að fara á sýningu.“ Hún segir stúdíó þeirra einnig vel staðsett, á þriðju hæð á Laugavegi 25, sem hentar einstaklega vel á Menningarnótt. View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) Fyrstu tónleikarnir í þrjú ár Það er ýmislegt spennandi í bígerð hjá Sögu og Villa en ólík listform mætast á laugardaginn. „Við erum bæði búin að vera mála ný verk og svo passaði fullkomlega að hljómsveitin hans Villa, 200.000 naglbítar, héldu tónleika. Þeir hafa ekki spilað í þrjú ár og taka nokkur lög klukkan 20:00. Húsið er annars opið frá 17:00 á laugardaginn,“ segir Saga og bætir við: „Villi sýnir ný verk sem hann málaði út frá því að hlusta á skáldsögur og ævisögur Hemingway og serían einkennist af abstrakt portraitum af honum. Mín verk eru framhald af því sem ég hef verið að mála, þetta eru abstrakt verk sem eru máluð út frá tilfinningu.“ Listaverk eftir Villa.Aðsend Skapandi samband Parið fer skapandi leiðir í lífinu og má segja að listin sé rauður þráður hjá þeim. „Það eru mikil forréttindi að vera í sambandi þar sem báðir aðilar hafa svona mikla ástríðu fyrir því að skapa og vinna við það. Við förum oft öll fjölskyldan saman upp á vinnustofuna og strákarnir okkar að mála, teikna eða búa til tónlist líka.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Sigurdardottir (@saga_sigurdardottir) Aðspurð segir Saga að hún og Villi vinni vel saman. „Við höfum ekki beint sameinað krafta okkar í listsköpunni, kannski aðallega hjálpað hvort öðru þar sem styrkleikar okkar liggja. Ég til dæmis við að taka myndir fyrir verkefnin hans Villa og Villi að hjálpa mér í hugmyndavinnu og textasmíð. Við höfum reyndar framleitt saman verkefni fyrir skandinavíska Vogue,“ segir Saga að lokum.
Myndlist Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30 Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59 Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30
Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00
Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59