Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 07:01 Cristian Romero og Marc Cucurella eru líklega ekki bestu vinir eftir leik Tottenham og Chelsea. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. Dean lagði flautuna á hilluna eftir seinasta tímabil eftir 22 ár í ensku úrvalsdeildinni, en sinnir nú myndbandsdómgæslu. Hann var einmitt í VAR-herberginu þegar Chelsea tók á móti Tottenham í stórleik annarrar umferðar um seinustu helgi. Heimamenn í Chelsea komust yfir í tvígang í leiknum, en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir. Seinna jöfnunarmark Tottenham skoraði Harry Kane á sjöttu mínútu uppbótartíma í leik sem bauð upp á allt það sem við sem áhorfendur vonumst eftir í stórleik. Bæði mörk Tottenham voru þó vægast sagt umdeild. Fyrra markið kom eftir að Rodrigo Bentancur virtist brjóta á Kai Havertz í aðdraganda marksins, ásamt því að mögulega hefði verið hægt að dæma rangstöðu á Richarlison þar sem hann stóð í sjónlínu Edouard Mendy, markvarðar Chelsea, þegar Pierre-Emile Hojbjerg skaut að marki. Það síðara var langt frá því að vera minna umdeilt. Gestirnir í Tottenham þurftu sárlega á marki að halda í uppbótartíma til að stela stigi þegar liðið fékk hornspyrnu. Spyrnan rataði á koll Ben Davies sem skallaði að marki, en Mendy varði vel og önnur hornspyrna dæmd. Endursýningar sýndu þó að Christian Romero, varnarmaður Tottenham, hafði rifið harkalega í hár Marc Cucurella í hamagangnum inni á vítateig með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hentist í jörðina. Þrátt fyrir það var ekkert dæmt og Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham á ögurstundu eftir þessa hornspyrnu sem hefði líklega aldrei átt að vera tekin. Mike Dean hefur nú viðurkennt að það hafi verið mistök að biðja Anthony Taylor, dómara leiksin, ekki að fara í skjáinn góða til að skoða atvikið sjálfur. „Ég gat ekki dæmt aukaspyrnu uppi í VAR-herbergi, en ég gat bent Taylor á það að fara í skjáinn til að skoða hvort þetta hafi átt að vera rautt spjald,“ sagði Dean. „Á þessum örfáu sekúndum sem ég hafði til að skoða atvikið þar sem Romero rífur í hár Cucurella mat ég það ekki þannig að þetta hafi verið ofsafengið brot.“ „Síðan þá hef ég skoðað myndbandsupptökur af atvikinu, rætt við aðra dómara og eftir smá umhugsun hef ég komist að því að ég hefði átt að biðja Taylor um að fara í skjáinn til að skoða þetta sjálfur.“ „Dómarinn úti á velli hefur alltaf lokaorðið,“ sagði Dean að lokum. Mike Dean has admitted he made a mistake by not asking Anthony Taylor to review Cristian Romero’s hair pull on Marc Cucurella! pic.twitter.com/VyxnzFTji4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 18, 2022 Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Sjá meira
Dean lagði flautuna á hilluna eftir seinasta tímabil eftir 22 ár í ensku úrvalsdeildinni, en sinnir nú myndbandsdómgæslu. Hann var einmitt í VAR-herberginu þegar Chelsea tók á móti Tottenham í stórleik annarrar umferðar um seinustu helgi. Heimamenn í Chelsea komust yfir í tvígang í leiknum, en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir. Seinna jöfnunarmark Tottenham skoraði Harry Kane á sjöttu mínútu uppbótartíma í leik sem bauð upp á allt það sem við sem áhorfendur vonumst eftir í stórleik. Bæði mörk Tottenham voru þó vægast sagt umdeild. Fyrra markið kom eftir að Rodrigo Bentancur virtist brjóta á Kai Havertz í aðdraganda marksins, ásamt því að mögulega hefði verið hægt að dæma rangstöðu á Richarlison þar sem hann stóð í sjónlínu Edouard Mendy, markvarðar Chelsea, þegar Pierre-Emile Hojbjerg skaut að marki. Það síðara var langt frá því að vera minna umdeilt. Gestirnir í Tottenham þurftu sárlega á marki að halda í uppbótartíma til að stela stigi þegar liðið fékk hornspyrnu. Spyrnan rataði á koll Ben Davies sem skallaði að marki, en Mendy varði vel og önnur hornspyrna dæmd. Endursýningar sýndu þó að Christian Romero, varnarmaður Tottenham, hafði rifið harkalega í hár Marc Cucurella í hamagangnum inni á vítateig með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hentist í jörðina. Þrátt fyrir það var ekkert dæmt og Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham á ögurstundu eftir þessa hornspyrnu sem hefði líklega aldrei átt að vera tekin. Mike Dean hefur nú viðurkennt að það hafi verið mistök að biðja Anthony Taylor, dómara leiksin, ekki að fara í skjáinn góða til að skoða atvikið sjálfur. „Ég gat ekki dæmt aukaspyrnu uppi í VAR-herbergi, en ég gat bent Taylor á það að fara í skjáinn til að skoða hvort þetta hafi átt að vera rautt spjald,“ sagði Dean. „Á þessum örfáu sekúndum sem ég hafði til að skoða atvikið þar sem Romero rífur í hár Cucurella mat ég það ekki þannig að þetta hafi verið ofsafengið brot.“ „Síðan þá hef ég skoðað myndbandsupptökur af atvikinu, rætt við aðra dómara og eftir smá umhugsun hef ég komist að því að ég hefði átt að biðja Taylor um að fara í skjáinn til að skoða þetta sjálfur.“ „Dómarinn úti á velli hefur alltaf lokaorðið,“ sagði Dean að lokum. Mike Dean has admitted he made a mistake by not asking Anthony Taylor to review Cristian Romero’s hair pull on Marc Cucurella! pic.twitter.com/VyxnzFTji4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 18, 2022
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Sjá meira