Luis Suárez varar Darwin Nunez við: Þetta á eftir að verða verra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 10:30 Darwin Nunez gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leik Liverpool og Crystal Palace á Anfield. AP/Jon Super Luis Suárez var frábær í búningi Liverpool en það gekk einnig mikið á hjá honum þann tíma sem hann spilaði á Anfield. Nú var landi hans Darwin Nunez fljótur að koma sér í vandræði. Darwin Nunez missti stjórn á skapi sínu í leiknum á móti Crystal Palace um síðustu helgi og lét reka sig út af. Hann skallaði varnarmann Palace og fékk beint rautt spjald. "It's nothing serious, we've all made a mistake. The problem is that he s only just arrived over there and in England, to put it lightly, they make a big deal out of everything."Luis Suarez on Darwin Nunez.https://t.co/7gfgeDHLPB— Paul Gorst (@ptgorst) August 19, 2022 Nunez missir því af næstu leikjum Liverpool og þarf að hafa sig allan við til að losna við stimpilinn vandræðagemlingur. Það hlutverk þekkir Suárez mjög vel. Það er ógleymanlegt þegar Suárez var uppvís að því að bíta andstæðinga sína þegar hann lék með Liverpool liðinu. Suárez hefur nú varað landa sinn við að hann sé nú kominn með orð á sig í enska fótboltanum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Hér eftir munu þeir leita að þér tvisvar að þrisvar sinnum oftar. Þetta kemur frá vitleysingi sem gerði mistök og upplifði erfiða tíma en það gerði mig bara sterkari að standa aftur upp. Ekki gefa þeim fleiri tækifæri því þetta á eftir að verða verra,“ sagði Luis Suárez. Luis Suárez stóð sig frábærlega með Liverpool og skoraði 82 mörk í 132 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum frá 2011 til 2014. Hann var seldur til Barcelona haustið eftir að hann beit andstæðing í leik með Úrúgvæ á HM. . pic.twitter.com/nEJyo3cvQe— GOAL (@goal) August 16, 2022 Darwin Nunez hafði skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa komið inn á sem varamaður en fyrsti byrjunarleikur hans í ensku úrvalsdeildinni endaði illa. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer hjá þessum rándýra sóknarmanni sem Liverpool borgaði 64 milljónir punda fyrir plús mögulega aðrar tuttugu milljónir punda í árangurtengda bónusa. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Darwin Nunez missti stjórn á skapi sínu í leiknum á móti Crystal Palace um síðustu helgi og lét reka sig út af. Hann skallaði varnarmann Palace og fékk beint rautt spjald. "It's nothing serious, we've all made a mistake. The problem is that he s only just arrived over there and in England, to put it lightly, they make a big deal out of everything."Luis Suarez on Darwin Nunez.https://t.co/7gfgeDHLPB— Paul Gorst (@ptgorst) August 19, 2022 Nunez missir því af næstu leikjum Liverpool og þarf að hafa sig allan við til að losna við stimpilinn vandræðagemlingur. Það hlutverk þekkir Suárez mjög vel. Það er ógleymanlegt þegar Suárez var uppvís að því að bíta andstæðinga sína þegar hann lék með Liverpool liðinu. Suárez hefur nú varað landa sinn við að hann sé nú kominn með orð á sig í enska fótboltanum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Hér eftir munu þeir leita að þér tvisvar að þrisvar sinnum oftar. Þetta kemur frá vitleysingi sem gerði mistök og upplifði erfiða tíma en það gerði mig bara sterkari að standa aftur upp. Ekki gefa þeim fleiri tækifæri því þetta á eftir að verða verra,“ sagði Luis Suárez. Luis Suárez stóð sig frábærlega með Liverpool og skoraði 82 mörk í 132 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum frá 2011 til 2014. Hann var seldur til Barcelona haustið eftir að hann beit andstæðing í leik með Úrúgvæ á HM. . pic.twitter.com/nEJyo3cvQe— GOAL (@goal) August 16, 2022 Darwin Nunez hafði skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa komið inn á sem varamaður en fyrsti byrjunarleikur hans í ensku úrvalsdeildinni endaði illa. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer hjá þessum rándýra sóknarmanni sem Liverpool borgaði 64 milljónir punda fyrir plús mögulega aðrar tuttugu milljónir punda í árangurtengda bónusa.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira