Placido Domingo viðriðinn mansalshring í Argentínu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. ágúst 2022 14:31 Placido Domingo á tónleikum í Mérida á Spáni í september í fyrra. Jorge Armestar/Getty Images Argentínska lögreglan hefur handtekið rúmlega 20 manns sem eru grunaðir um að reka mansalshring, sem rændi konur aleigu þeirra og seldi þær í vændi. Fullyrt er að spænski óperusöngvarinn Placido Domingo sé á meðal viðskiptavina samtakanna. Argentínska lögreglan framkvæmdi rassíu samtímis á 50 stöðum í höfuðborginni, Buenos Aires, fyrir viku. Aðgerðin beindist gegn stofnun sem heitir Jógaskóli Buenos Aires. Eftir margra mánaða rannsóknir og símahleranir telur lögreglan að skólinn hafi í 30 ár stundað að hneppa konur í þrældóm, hafa af þeim aleiguna og selja þær í vændi. 180 konur hnepptar í ánauð Skólinn, eða glæpasamtökin, fékk augastað á auðtrúa og veikgeðja konum, taldi þeim trú um að þær gætu öðlast hamingju og innri frið í gegnum nám í skólanum. Smám saman voru þær rúnar inn að skinni, heilaþvegnar og þeim talin trú um að leiðin til frama og hamingju innan veggja safnaðarins væri að veita ríkum viðskiptavinum kynferðislega þjónustu. Þannig ynnu þær sér inn stig sem ykju áhrif þeirra innan safnaðarins. Fullyrt er að a.m.k. 180 konur hafi verið hnepptar í kynlífsánauð. Í lögregluaðgerðinni handtók lögreglan 24, hún lagði hald á rúmlega eina milljón bandaríkjadala, umfangsmikið safn kláms og kynlífstóla. Leiðtogi Jógaskólans heitir Juan Percowicz. Hann er 84 ára, ferðast um í dýrum glæsikerrum og var handtekinn í glæsihýsi sínu í auðmannahverfi í Buenos Aires. Hann var handtekinn fyrir 30 árum og sakaður um það sama og nú, en slapp þá undan klóm réttvísinnar án þess að nokkur ákæra væri lögð fram. Talið er að það hafi verið vegna góðra tengsla hans við argentínska stjórnmálamenn, en ekki síður við ýmis mannréttindasamtök, en Jógaskólinn hefur meðal annars gefið sig út fyrir að hjálpa alnæmissjúklingum og að aðstoða fíkla við að komast aftur á réttan kjöl. Placido Domingo sagður einn „viðskiptavina“ Spænska dagblaðið El País hefur heimildir fyrir því að spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo, sé einn þeirra sem hafi greitt fyrir kynlíf með þeim konum sem skólinn hneppti í ánauð. Blaðið segir að argentínska lögreglan hafi upptökur af samtölum Domingo við konu þar sem hann tilkynni henni hvar og hvernig hún eigi að mæta á tiltekinn stað án þess að öryggisverðir Domingo verði nokkurs varir. Ekki er vitað síðan hvenær upptökurnar eru, en El País vekur athygli á því að Domingo hélt tónleika í Buenos Aires í apríl síðastliðnum. Slétt þrjú ár eru síðan um 20 konur í Bandaríkjunum sökuðu Domingo opinberlega um kynferðislega áreitni. Hann hefur ætíð neitað þeim ásökunum en af þeim sökum var öllu tónleikahaldi hans aflýst um 2ja ára skeið. Engin ákæra var lögð fram gegn honum og fyrir ári tók hann upp tónleikahald að nýju. Hann hefur ekki viljað svara fyrirspurnum El País um málið. Argentína Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Argentínska lögreglan framkvæmdi rassíu samtímis á 50 stöðum í höfuðborginni, Buenos Aires, fyrir viku. Aðgerðin beindist gegn stofnun sem heitir Jógaskóli Buenos Aires. Eftir margra mánaða rannsóknir og símahleranir telur lögreglan að skólinn hafi í 30 ár stundað að hneppa konur í þrældóm, hafa af þeim aleiguna og selja þær í vændi. 180 konur hnepptar í ánauð Skólinn, eða glæpasamtökin, fékk augastað á auðtrúa og veikgeðja konum, taldi þeim trú um að þær gætu öðlast hamingju og innri frið í gegnum nám í skólanum. Smám saman voru þær rúnar inn að skinni, heilaþvegnar og þeim talin trú um að leiðin til frama og hamingju innan veggja safnaðarins væri að veita ríkum viðskiptavinum kynferðislega þjónustu. Þannig ynnu þær sér inn stig sem ykju áhrif þeirra innan safnaðarins. Fullyrt er að a.m.k. 180 konur hafi verið hnepptar í kynlífsánauð. Í lögregluaðgerðinni handtók lögreglan 24, hún lagði hald á rúmlega eina milljón bandaríkjadala, umfangsmikið safn kláms og kynlífstóla. Leiðtogi Jógaskólans heitir Juan Percowicz. Hann er 84 ára, ferðast um í dýrum glæsikerrum og var handtekinn í glæsihýsi sínu í auðmannahverfi í Buenos Aires. Hann var handtekinn fyrir 30 árum og sakaður um það sama og nú, en slapp þá undan klóm réttvísinnar án þess að nokkur ákæra væri lögð fram. Talið er að það hafi verið vegna góðra tengsla hans við argentínska stjórnmálamenn, en ekki síður við ýmis mannréttindasamtök, en Jógaskólinn hefur meðal annars gefið sig út fyrir að hjálpa alnæmissjúklingum og að aðstoða fíkla við að komast aftur á réttan kjöl. Placido Domingo sagður einn „viðskiptavina“ Spænska dagblaðið El País hefur heimildir fyrir því að spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo, sé einn þeirra sem hafi greitt fyrir kynlíf með þeim konum sem skólinn hneppti í ánauð. Blaðið segir að argentínska lögreglan hafi upptökur af samtölum Domingo við konu þar sem hann tilkynni henni hvar og hvernig hún eigi að mæta á tiltekinn stað án þess að öryggisverðir Domingo verði nokkurs varir. Ekki er vitað síðan hvenær upptökurnar eru, en El País vekur athygli á því að Domingo hélt tónleika í Buenos Aires í apríl síðastliðnum. Slétt þrjú ár eru síðan um 20 konur í Bandaríkjunum sökuðu Domingo opinberlega um kynferðislega áreitni. Hann hefur ætíð neitað þeim ásökunum en af þeim sökum var öllu tónleikahaldi hans aflýst um 2ja ára skeið. Engin ákæra var lögð fram gegn honum og fyrir ári tók hann upp tónleikahald að nýju. Hann hefur ekki viljað svara fyrirspurnum El País um málið.
Argentína Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira