Placido Domingo viðriðinn mansalshring í Argentínu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. ágúst 2022 14:31 Placido Domingo á tónleikum í Mérida á Spáni í september í fyrra. Jorge Armestar/Getty Images Argentínska lögreglan hefur handtekið rúmlega 20 manns sem eru grunaðir um að reka mansalshring, sem rændi konur aleigu þeirra og seldi þær í vændi. Fullyrt er að spænski óperusöngvarinn Placido Domingo sé á meðal viðskiptavina samtakanna. Argentínska lögreglan framkvæmdi rassíu samtímis á 50 stöðum í höfuðborginni, Buenos Aires, fyrir viku. Aðgerðin beindist gegn stofnun sem heitir Jógaskóli Buenos Aires. Eftir margra mánaða rannsóknir og símahleranir telur lögreglan að skólinn hafi í 30 ár stundað að hneppa konur í þrældóm, hafa af þeim aleiguna og selja þær í vændi. 180 konur hnepptar í ánauð Skólinn, eða glæpasamtökin, fékk augastað á auðtrúa og veikgeðja konum, taldi þeim trú um að þær gætu öðlast hamingju og innri frið í gegnum nám í skólanum. Smám saman voru þær rúnar inn að skinni, heilaþvegnar og þeim talin trú um að leiðin til frama og hamingju innan veggja safnaðarins væri að veita ríkum viðskiptavinum kynferðislega þjónustu. Þannig ynnu þær sér inn stig sem ykju áhrif þeirra innan safnaðarins. Fullyrt er að a.m.k. 180 konur hafi verið hnepptar í kynlífsánauð. Í lögregluaðgerðinni handtók lögreglan 24, hún lagði hald á rúmlega eina milljón bandaríkjadala, umfangsmikið safn kláms og kynlífstóla. Leiðtogi Jógaskólans heitir Juan Percowicz. Hann er 84 ára, ferðast um í dýrum glæsikerrum og var handtekinn í glæsihýsi sínu í auðmannahverfi í Buenos Aires. Hann var handtekinn fyrir 30 árum og sakaður um það sama og nú, en slapp þá undan klóm réttvísinnar án þess að nokkur ákæra væri lögð fram. Talið er að það hafi verið vegna góðra tengsla hans við argentínska stjórnmálamenn, en ekki síður við ýmis mannréttindasamtök, en Jógaskólinn hefur meðal annars gefið sig út fyrir að hjálpa alnæmissjúklingum og að aðstoða fíkla við að komast aftur á réttan kjöl. Placido Domingo sagður einn „viðskiptavina“ Spænska dagblaðið El País hefur heimildir fyrir því að spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo, sé einn þeirra sem hafi greitt fyrir kynlíf með þeim konum sem skólinn hneppti í ánauð. Blaðið segir að argentínska lögreglan hafi upptökur af samtölum Domingo við konu þar sem hann tilkynni henni hvar og hvernig hún eigi að mæta á tiltekinn stað án þess að öryggisverðir Domingo verði nokkurs varir. Ekki er vitað síðan hvenær upptökurnar eru, en El País vekur athygli á því að Domingo hélt tónleika í Buenos Aires í apríl síðastliðnum. Slétt þrjú ár eru síðan um 20 konur í Bandaríkjunum sökuðu Domingo opinberlega um kynferðislega áreitni. Hann hefur ætíð neitað þeim ásökunum en af þeim sökum var öllu tónleikahaldi hans aflýst um 2ja ára skeið. Engin ákæra var lögð fram gegn honum og fyrir ári tók hann upp tónleikahald að nýju. Hann hefur ekki viljað svara fyrirspurnum El País um málið. Argentína Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Argentínska lögreglan framkvæmdi rassíu samtímis á 50 stöðum í höfuðborginni, Buenos Aires, fyrir viku. Aðgerðin beindist gegn stofnun sem heitir Jógaskóli Buenos Aires. Eftir margra mánaða rannsóknir og símahleranir telur lögreglan að skólinn hafi í 30 ár stundað að hneppa konur í þrældóm, hafa af þeim aleiguna og selja þær í vændi. 180 konur hnepptar í ánauð Skólinn, eða glæpasamtökin, fékk augastað á auðtrúa og veikgeðja konum, taldi þeim trú um að þær gætu öðlast hamingju og innri frið í gegnum nám í skólanum. Smám saman voru þær rúnar inn að skinni, heilaþvegnar og þeim talin trú um að leiðin til frama og hamingju innan veggja safnaðarins væri að veita ríkum viðskiptavinum kynferðislega þjónustu. Þannig ynnu þær sér inn stig sem ykju áhrif þeirra innan safnaðarins. Fullyrt er að a.m.k. 180 konur hafi verið hnepptar í kynlífsánauð. Í lögregluaðgerðinni handtók lögreglan 24, hún lagði hald á rúmlega eina milljón bandaríkjadala, umfangsmikið safn kláms og kynlífstóla. Leiðtogi Jógaskólans heitir Juan Percowicz. Hann er 84 ára, ferðast um í dýrum glæsikerrum og var handtekinn í glæsihýsi sínu í auðmannahverfi í Buenos Aires. Hann var handtekinn fyrir 30 árum og sakaður um það sama og nú, en slapp þá undan klóm réttvísinnar án þess að nokkur ákæra væri lögð fram. Talið er að það hafi verið vegna góðra tengsla hans við argentínska stjórnmálamenn, en ekki síður við ýmis mannréttindasamtök, en Jógaskólinn hefur meðal annars gefið sig út fyrir að hjálpa alnæmissjúklingum og að aðstoða fíkla við að komast aftur á réttan kjöl. Placido Domingo sagður einn „viðskiptavina“ Spænska dagblaðið El País hefur heimildir fyrir því að spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo, sé einn þeirra sem hafi greitt fyrir kynlíf með þeim konum sem skólinn hneppti í ánauð. Blaðið segir að argentínska lögreglan hafi upptökur af samtölum Domingo við konu þar sem hann tilkynni henni hvar og hvernig hún eigi að mæta á tiltekinn stað án þess að öryggisverðir Domingo verði nokkurs varir. Ekki er vitað síðan hvenær upptökurnar eru, en El País vekur athygli á því að Domingo hélt tónleika í Buenos Aires í apríl síðastliðnum. Slétt þrjú ár eru síðan um 20 konur í Bandaríkjunum sökuðu Domingo opinberlega um kynferðislega áreitni. Hann hefur ætíð neitað þeim ásökunum en af þeim sökum var öllu tónleikahaldi hans aflýst um 2ja ára skeið. Engin ákæra var lögð fram gegn honum og fyrir ári tók hann upp tónleikahald að nýju. Hann hefur ekki viljað svara fyrirspurnum El País um málið.
Argentína Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira