Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson og Silviu Stoica voru hnífjafnir í maraþonhlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í morgun. Arnar kláraði á tímanum 2:35:18 og Silviu á 2:35:37 en við fyrstu mælingar var útlit fyrir að þeir hafi klárað á nákvæmlega sömu sekúndunni.
Eliza Reid, forsetafrú lét sig ekki ekki vanta og af myndunum að dæma gekk hlaupið vel hjá henni en hún hljóp tíu kílómetra.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti lands og þjóðar tók einnig þátt eins og sjá má hér að neðan og minnir fólk á að kíkja við á Bessastöðum í dag í tilefni Menningarnætur en þar er opið frá 13:00 til 16:00.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók einnig þátt í morgun og hljóp fyrir Alzheimer-samtökin en Katrín hefur safnað 237 þúsund krónum.
Þegar þessi frétt er skrifuð hefur 124,3 milljónum verið safnað til styrktar hinum ýmsu góðgerðarmálum vegna hlaupsins en lista yfir alla hlaupara og hvaða málefni þau hlaupa fyrir má sjá hér.