Ytri Rangá ennþá á toppnum Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2022 12:37 Ytri-Rangá er aflahæst laxveiðiánna það sem af er sumri, Mynd / Garðar Í nýjum vikulegum tölum frá Landssambandi Veiðifélaga bera Rangárnar höfuð og herðar yfir næst ár á listanum en Ytri Rangá er þó ennþá hæst. Veiðin í Ytri er búin að vera mjög góð í sumar og seinni parturinn er búinn að vera mjög líflegur. Heildarveiðin í ánni er komin í 2.507 laxa og miðað við hvað reyndir veiðimenn við ánna segja þá er alls ekki ólíklegt að hún fari í 4.000 laxa á þessu tímabili. Eystri Rangá er komin í 2.074 laxa og þar hefur að sama skapi verið fín veiði og lax er ennþá að ganga enda fást bjartir laxar nær daglega þó svo að ágúst mánuður sé brátt á anda. Hæst á listanum yfir náttúrulegu árnar er Þverá-Kjarrá með 1.155 laxa en með góðum endasprett er mjög líklegt að hún nái heildarveiðinni í fyrra sem var 1.377 laxar. Norðurá er komin yfir 1.000 laxa og 99 betur sem er samt töluvert undir heildarveiðinni í fyrra sem var 1.431 lax. Annað áhugavert á listanum má nefna að Elliðaárnar eru komnar yfir veiðina í fyrra en nú stendur veiðitalan þar í 622 á móti 617 allt sumarið 2021. Blanda er komin yfir sumarveiðina 2021 sem var 418 laxar en heildartalan í henni núna er 531 lax. Heildarlistann má finna á www.angling.is Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Strengir framlengja um 10 ár í Jöklu Veiði Veiði að glæðast í Meðalfellsvatni Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Risaurriðagangan frábæra á Þingvöllum á morgun Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Fish Partner stofna fluguveiðiakademíu Veiði Ytri Rangárnar bæta við sig Veiði Ný heimasíða fyrir Laxá í Leirársveit komin á vefinn Veiði
Veiðin í Ytri er búin að vera mjög góð í sumar og seinni parturinn er búinn að vera mjög líflegur. Heildarveiðin í ánni er komin í 2.507 laxa og miðað við hvað reyndir veiðimenn við ánna segja þá er alls ekki ólíklegt að hún fari í 4.000 laxa á þessu tímabili. Eystri Rangá er komin í 2.074 laxa og þar hefur að sama skapi verið fín veiði og lax er ennþá að ganga enda fást bjartir laxar nær daglega þó svo að ágúst mánuður sé brátt á anda. Hæst á listanum yfir náttúrulegu árnar er Þverá-Kjarrá með 1.155 laxa en með góðum endasprett er mjög líklegt að hún nái heildarveiðinni í fyrra sem var 1.377 laxar. Norðurá er komin yfir 1.000 laxa og 99 betur sem er samt töluvert undir heildarveiðinni í fyrra sem var 1.431 lax. Annað áhugavert á listanum má nefna að Elliðaárnar eru komnar yfir veiðina í fyrra en nú stendur veiðitalan þar í 622 á móti 617 allt sumarið 2021. Blanda er komin yfir sumarveiðina 2021 sem var 418 laxar en heildartalan í henni núna er 531 lax. Heildarlistann má finna á www.angling.is
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Strengir framlengja um 10 ár í Jöklu Veiði Veiði að glæðast í Meðalfellsvatni Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Risaurriðagangan frábæra á Þingvöllum á morgun Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Fish Partner stofna fluguveiðiakademíu Veiði Ytri Rangárnar bæta við sig Veiði Ný heimasíða fyrir Laxá í Leirársveit komin á vefinn Veiði